Kynferðisofbeldi á Litla-Hrauni er alltaf tilkynnt lögreglunni Snærós Sindradóttir skrifar 22. mars 2017 06:00 Fangelsismálastjóri segir allt það kynferðisofbeldi sem kunni að koma upp innan fangelsisins á Litla-Hrauni vera tilkynnt til lögreglu. Formaður fanga segir þó erfitt að segja frá ofbeldinu. vísir/anton brink Einn afplánunarfangi þótti sérstaklega alræmdur innan fangelsisins að Litla-Hrauni fyrir að beita aðra fanga kynferðisofbeldi, fyrir nokkrum árum. Fangelsismálastjóri segir alltaf brugðist við með viðhlítandi hætti þegar grunur um slík brot vaknar. Í meistararitgerð Nínu Jacqueline Becker lýsa fangar þeim sögusögnum sem gengið hafa um fangelsið um nauðganir og misnotkun innan veggja þess. Í ritgerð Nínu er haft eftir einum fanganum: „Þú veist maður er kvenmannslaus og nauðganir eiga sér stað […] en þetta er samt meira þannig að menn eru plataðir í þetta skilurðu […] dópaðir upp og skilurðu en það er alveg verið að níðast á þeim sko […] ef það var kannski ekki inni í manns klefa þá heyrði maður alveg […] þú veist maður veit alveg að þetta er að gerast þó maður sjái ekki allt sjálfur.“Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir helst til mikið gert úr vandamálinu í ritgerðinni en einhver tilfelli hafi komið upp innan fangelsisins, að minnsta kosti á meðan umræddur maður var vistaður þar. Guðmundur segist taka ritgerðinni með fyrirvara. Margt bendi til þess að viðmælendur í henni séu að gera fullmikið úr tíðni og magni ofbeldis innan fangelsisins. „Aftur á móti er ég alveg sammála því að það er ofbeldi á Litla-Hrauni í allri sinni mynd og kynferðisofbeldi líka, en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist. En það kom þarna ákveðið tímabil þegar ákveðinn einstaklingur var þarna.“ Guðmundur bendir á að kynferðisofbeldi innan fangelsisins geti verið mjög falið vandamál. Erfitt sé að viðurkenna að hafa orðið fyrir ofbeldinu. „En þetta er mjög sjaldgæft. Ritgerðin stangast á við skýrslu sem stjórnvöld sendu pyntingarnefndinni fyrir nokkru síðan. Þar segir starfsfólk fangelsanna að ofbeldi sé óalgengt og hafi minnkað með árunum. Ég get alveg verið sammála því.“ Margrét Frímannsdóttir, sem var fangelsisstjóri á Litla-Hrauni á árunum 2008 til 2016, staðfestir að í hennar tíð hafi komið upp tilvik þar sem grunur vaknaði um kynferðisofbeldi innan veggja fangelsisins. „Ef grunur um kynferðisofbeldi vaknar þá er tekið strax á því. Það er heilbrigðisþjónusta og í fangelsinu starfar bæði hjúkrunarfræðingur og geðhjúkrunarfræðingur. Það er reynt að taka á þessu eins faglega og mögulegt er innan kerfisins.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri tekur í sama streng. Ofbeldismál komi upp innan veggja fangelsisins en kynferðisofbeldi sé samstundis tilkynnt til lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk sé líka kallað til. „Það er ekki algengt að svona mál komi upp en það er þá brugðist við með þeim hætti.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira
Einn afplánunarfangi þótti sérstaklega alræmdur innan fangelsisins að Litla-Hrauni fyrir að beita aðra fanga kynferðisofbeldi, fyrir nokkrum árum. Fangelsismálastjóri segir alltaf brugðist við með viðhlítandi hætti þegar grunur um slík brot vaknar. Í meistararitgerð Nínu Jacqueline Becker lýsa fangar þeim sögusögnum sem gengið hafa um fangelsið um nauðganir og misnotkun innan veggja þess. Í ritgerð Nínu er haft eftir einum fanganum: „Þú veist maður er kvenmannslaus og nauðganir eiga sér stað […] en þetta er samt meira þannig að menn eru plataðir í þetta skilurðu […] dópaðir upp og skilurðu en það er alveg verið að níðast á þeim sko […] ef það var kannski ekki inni í manns klefa þá heyrði maður alveg […] þú veist maður veit alveg að þetta er að gerast þó maður sjái ekki allt sjálfur.“Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga, segir helst til mikið gert úr vandamálinu í ritgerðinni en einhver tilfelli hafi komið upp innan fangelsisins, að minnsta kosti á meðan umræddur maður var vistaður þar. Guðmundur segist taka ritgerðinni með fyrirvara. Margt bendi til þess að viðmælendur í henni séu að gera fullmikið úr tíðni og magni ofbeldis innan fangelsisins. „Aftur á móti er ég alveg sammála því að það er ofbeldi á Litla-Hrauni í allri sinni mynd og kynferðisofbeldi líka, en það er afskaplega sjaldgæft að það gerist. En það kom þarna ákveðið tímabil þegar ákveðinn einstaklingur var þarna.“ Guðmundur bendir á að kynferðisofbeldi innan fangelsisins geti verið mjög falið vandamál. Erfitt sé að viðurkenna að hafa orðið fyrir ofbeldinu. „En þetta er mjög sjaldgæft. Ritgerðin stangast á við skýrslu sem stjórnvöld sendu pyntingarnefndinni fyrir nokkru síðan. Þar segir starfsfólk fangelsanna að ofbeldi sé óalgengt og hafi minnkað með árunum. Ég get alveg verið sammála því.“ Margrét Frímannsdóttir, sem var fangelsisstjóri á Litla-Hrauni á árunum 2008 til 2016, staðfestir að í hennar tíð hafi komið upp tilvik þar sem grunur vaknaði um kynferðisofbeldi innan veggja fangelsisins. „Ef grunur um kynferðisofbeldi vaknar þá er tekið strax á því. Það er heilbrigðisþjónusta og í fangelsinu starfar bæði hjúkrunarfræðingur og geðhjúkrunarfræðingur. Það er reynt að taka á þessu eins faglega og mögulegt er innan kerfisins.“ Páll Winkel fangelsismálastjóri tekur í sama streng. Ofbeldismál komi upp innan veggja fangelsisins en kynferðisofbeldi sé samstundis tilkynnt til lögreglu og heilbrigðisstarfsfólk sé líka kallað til. „Það er ekki algengt að svona mál komi upp en það er þá brugðist við með þeim hætti.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Sjá meira