Ríkið auglýsir eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga innan EES Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. júlí 2017 07:00 SÁÁ hefur starfað í um það bil fjörutíu ár. Á þeim tíma hefur félagið rekið heilbrigðisþjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, en nú er búið að auglýsa opinberlega eftir aðila sem gæti veitt þjónustuna. Vísir/Heiða Sjúkratryggingar hafa auglýst eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga á Evrópska efnahagssvæðinu í stað þess að kaupa hana beint af SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli nýrra laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Samkvæmt lögunum er ýmis þjónusta sem áður var undanþegin útboðsskyldu orðin útboðsskyld ef opinber aðili ákveður að kaupa hana af fyrirtæki. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að þetta nýja fyrirkomulag eigi við um fjölmarga samninga um heilbrigðis- og félagsþjónustu, þjónustu trúfélaga og fleira. Hann segir að samningar sem þegar hafa verið gerðir haldi gildi sínu þangað til þeir renna út. Eftir það fer af stað ferli þar sem opinberir aðilar auglýsa að það sé fyrirhugað að gera samning um tiltekna þjónustu við ákveðinn aðila. Þá geta aðrir aðilar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem hafa áhuga á að veita sömu þjónustu, gefið sig fram. Eftir það er svo tekin ákvörðun um það hvort þjónustan er boðin út eða hvort gengið er til samninga við tiltekna aðila um þjónustuna. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að samtökin hafi undanfarið starfað samkvæmt þjónustusamningum við ríkið en samningarnir séu hins vegar löngu útrunnir. Nú sé búið að auglýsa opinberlega á EES-svæðinu eftir aðila sem geti veitt þjónustuna.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ„Það sem er undir er öll þjónustan sem ríkið hefur hingað til verið að kaupa af okkur með þjónustusamningum. En við höfum verið að bjóða miklu meiri þjónustu heldur en ríkið greiðir fyrir þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að það sé engin heilbrigðisþjónusta í landinu þar sem ríkið fær meira fyrir peninginn,“ segir Arnþór. Arnþór segir að SÁÁ hafi ekki verið látið formlega vita af auglýsingunni. „Við fengum síðan upplýsingar um það óformlega frá Sjúkratryggingum Íslands að það væri kannski sniðugt fyrir okkur að kíkja á þetta ef við vildum vera með í næsta skrefi. Þannig fengum við upplýsingar og þá var þetta búið að vera þarna í nokkra mánuði,“ segir hann. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir þetta nýja fyrirkomulag til bóta. „Þetta er liður í því að gera þjónustuna gagnsærri og mér finnst það alveg tvímælalaust til bóta,“ segir Steingrímur Ari. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira
Sjúkratryggingar hafa auglýst eftir meðferð fyrir áfengissjúklinga á Evrópska efnahagssvæðinu í stað þess að kaupa hana beint af SÁÁ. Ákvörðunin var tekin á grundvelli nýrra laga um opinber innkaup sem samþykkt voru í vetur. Samkvæmt lögunum er ýmis þjónusta sem áður var undanþegin útboðsskyldu orðin útboðsskyld ef opinber aðili ákveður að kaupa hana af fyrirtæki. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir að þetta nýja fyrirkomulag eigi við um fjölmarga samninga um heilbrigðis- og félagsþjónustu, þjónustu trúfélaga og fleira. Hann segir að samningar sem þegar hafa verið gerðir haldi gildi sínu þangað til þeir renna út. Eftir það fer af stað ferli þar sem opinberir aðilar auglýsa að það sé fyrirhugað að gera samning um tiltekna þjónustu við ákveðinn aðila. Þá geta aðrir aðilar á Evrópska efnahagssvæðinu, sem hafa áhuga á að veita sömu þjónustu, gefið sig fram. Eftir það er svo tekin ákvörðun um það hvort þjónustan er boðin út eða hvort gengið er til samninga við tiltekna aðila um þjónustuna. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir að samtökin hafi undanfarið starfað samkvæmt þjónustusamningum við ríkið en samningarnir séu hins vegar löngu útrunnir. Nú sé búið að auglýsa opinberlega á EES-svæðinu eftir aðila sem geti veitt þjónustuna.Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ„Það sem er undir er öll þjónustan sem ríkið hefur hingað til verið að kaupa af okkur með þjónustusamningum. En við höfum verið að bjóða miklu meiri þjónustu heldur en ríkið greiðir fyrir þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fullyrða að það sé engin heilbrigðisþjónusta í landinu þar sem ríkið fær meira fyrir peninginn,“ segir Arnþór. Arnþór segir að SÁÁ hafi ekki verið látið formlega vita af auglýsingunni. „Við fengum síðan upplýsingar um það óformlega frá Sjúkratryggingum Íslands að það væri kannski sniðugt fyrir okkur að kíkja á þetta ef við vildum vera með í næsta skrefi. Þannig fengum við upplýsingar og þá var þetta búið að vera þarna í nokkra mánuði,“ segir hann. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, segir þetta nýja fyrirkomulag til bóta. „Þetta er liður í því að gera þjónustuna gagnsærri og mér finnst það alveg tvímælalaust til bóta,“ segir Steingrímur Ari.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Sjá meira