Dagur plastlausrar náttúru Íslands Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir skrifar 14. september 2017 07:00 Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Margrét Hugadóttir Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er umkringt hafi. Hafi sem færir okkur golfstrauminn og gerir eyjuna okkar lífvænlega. Hafi sem færir okkur meirihluta þess súrefnis sem við öndum að okkur, hafi sem færir okkur fæðu og hagvöxt. Plastmengun ógnar nú hafinu og ef fram heldur sem horfir, verður þar meira af plasti en fiski árið 2020. Við þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það. Hreinasta land í heimi? Margir halda því fram að Ísland sé hreinasta land í heimi. Vissulega er loftið hreint og vatnið gott en þrátt fyrir það notar hver Íslendingur að meðaltali 40 kíló af plastumbúðum á ári. Aðeins lítill hluti skilar sér til endurvinnslu eða endurnýtingar og er meiri hluti þess annaðhvort grafinn í jörðu og urðaður eða endar í hafinu. Plastið sjálft eyðist ekki, heldur brotnar niður í örplast á óralöngum tíma. Það þýðir, að allt plast sem ekki hefur verið brennt frá upphafsárum plastvinnslu, er enn til. Árlega eru framleidd um 300 milljón tonn af plasti. Það er erfitt að gera sér í hugarlund hversu gífurlegt magn það er en þetta samsvarar um það bil heildarþyngd allra Jarðarbúa! Plast á diskinn þinn? En hvaða áhrif hefur plastmengun á lífríkið? Sjávarlífverur eins og t.d. fuglar, fiskar og skjaldbökur geta ekki alltaf gert greinarmun á plasti og fæðu. Þær éta sig saddar af plasti, sem stíflar svo meltingarveginn. Dýr drepast þannig úr næringarskorti, pakksödd. Einnig geta dýrin flækt sig í plastnet, plasthringi af flöskum og annað plastrusl, sem dregur úr vexti og getur skorist inn í hold þeirra þegar þau stækka. Í plastinu eru einnig stundum eitruð íblöndunarefni sem leka út úr því og eitra þannig fyrir dýrum. Örplast í sjó og vatni verkar eins og segull á alls kyns eiturefni og getur þannig orðið margfalt eitraðra en vatnið sem umlykur það. Einnig geta sjúkdómsvaldandi örverur sogast að örplastinu sem gefur þessum örverum nýjar leiðir til að berast á milli staða og dreifa sér. Þegar fiskar og aðrar lífverur éta örplastið þá fylgja eiturefnin og örverurnar með í „kaupbæti“ og geta valdið þeim skaða. Það sem er sérstaklega óhugnanlegt er að þessir fiskar lenda iðulega á matardiskinum okkar. Sjórinn tekur ekki lengur við Hér áður fyrr var oft sagt „lengi tekur sjórinn við“ en nú vitum við að það er alls ekki svoleiðis. Lífverur sem finnast dauðar hér við land eru alveg jafn fullar af plasti og annars staðar. Rannsókn á sjófuglum á Íslandi leiddi meðal annars í ljós að plastagnir fundust í 79 prósentum fýla sem skoðaðir voru. Hvað get ég gert? En hvað er hægt að gera í þessu? Hvað getur ein manneskja gert? Jú, við getum gert heilan helling! Til dæmis getum við notað minna plast, keypt minna plast og sóað minna af plasti. Við getum notað fjölnota burðarpoka, drukkið úr glasinu í stað þess að nota plaströr. Einnig getum við endurunnið plast og komið þannig í veg fyrir að það sé urðað. Síðast en ekki síst getum við hreinsað umhverfi okkar og fjörur landsins. Landvernd hvetur hópa, einstaklinga og fyrirtæki til að draga úr plastnotkun og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Í ár ber Alþjóðastrandhreinsunardaginn upp á Dag íslenskrar náttúru sem haldinn er hátíðlegur þann 16. september ár hvert. Það er því tilvalið að taka til hendinni í september. Hægt er að fá góð ráð og skrá eigin hreinsun á hreinsumisland.is. Margrét Hugadóttir er sérfræðingur hjá Landvernd. Dr. Rannveig Magnúsdóttir er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun