Yngsti þingmaðurinn tileinkaði ræðu sína eldri borgurum Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 5. apríl 2017 20:35 Albert telur að hægt sé að gera enn betur þegar kemur að málefnum aldraðra. mynd/Håkon Broder Lund Albert Guðmundsson, sem tók sæti á þingi í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem hann ávarpar þingheim. Albert er fæddur árið 1991 og er því 25 ára. Auk þess að gegna varaþingmennsku stundar hann laganám við HÍ og starfar sem flugþjónn hjá Icelandair. Albert tileinkaði ræðu sína málefnum eldri borgara. „Það er mér sérstaklega ánægjulegt að taka sæti á þingi sem fulltrúi yngri kynslóðarinnar og sem yngsti sitjandi fulltrúi hættvirts þings í dag er ég þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þótt ég tilheyri yngri kynslóðinni langar mig að tileinka mín fyrstu orð í þessum ræðustól þeim sem eldri eru.“ Í ræðunni sagði Albert umbætur sem gerðar voru á almannatryggingakerfinu fyrir lok síðasta þings framfaraskref en sagðist telja að hægt væri að gera enn betur. „Á sama tíma og ég gleðst yfir fyrirætlunum stjórnvalda hvet ég til þess að gengið verði enn lengra með batnandi efnahag og tekjuskerðingar lækkaðar að fyrirmynd annarra Norðurlandaþjóða. Við þurfum að standa vel að málum þessa hóps,“ sagði Albert í ræðu sinni. „Vel mælt," heyrðist kallað úr þingsal þegar Albert lauk ræðunni. Ræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan. Tengdar fréttir Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Albert Guðmundsson vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann sigraði í kosningum um formennsku í Heimdalli. Hann kom í kjölfarið í viðtal hjá Fréttablaðinu. 14. ágúst 2016 19:58 Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Albert Guðmundsson, sem tók sæti á þingi í fjarveru Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur þingmanns Sjálfstæðisflokksins, tók til máls á Alþingi í dag. Er þetta í fyrsta sinn sem hann ávarpar þingheim. Albert er fæddur árið 1991 og er því 25 ára. Auk þess að gegna varaþingmennsku stundar hann laganám við HÍ og starfar sem flugþjónn hjá Icelandair. Albert tileinkaði ræðu sína málefnum eldri borgara. „Það er mér sérstaklega ánægjulegt að taka sæti á þingi sem fulltrúi yngri kynslóðarinnar og sem yngsti sitjandi fulltrúi hættvirts þings í dag er ég þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Þótt ég tilheyri yngri kynslóðinni langar mig að tileinka mín fyrstu orð í þessum ræðustól þeim sem eldri eru.“ Í ræðunni sagði Albert umbætur sem gerðar voru á almannatryggingakerfinu fyrir lok síðasta þings framfaraskref en sagðist telja að hægt væri að gera enn betur. „Á sama tíma og ég gleðst yfir fyrirætlunum stjórnvalda hvet ég til þess að gengið verði enn lengra með batnandi efnahag og tekjuskerðingar lækkaðar að fyrirmynd annarra Norðurlandaþjóða. Við þurfum að standa vel að málum þessa hóps,“ sagði Albert í ræðu sinni. „Vel mælt," heyrðist kallað úr þingsal þegar Albert lauk ræðunni. Ræðuna má sjá í heild sinni hér að neðan.
Tengdar fréttir Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Albert Guðmundsson vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann sigraði í kosningum um formennsku í Heimdalli. Hann kom í kjölfarið í viðtal hjá Fréttablaðinu. 14. ágúst 2016 19:58 Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Bundið slitlag að fossinum Dynjanda í næsta mánuði Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Mikill minnihluti telur stjórnarandstöðuna standa sig vel Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Sjá meira
Formaður Heimdallar sækist eftir baráttusæti í Reykjavíkurkjördæmi Albert Guðmundsson vakti mikla athygli á síðasta ári þegar hann sigraði í kosningum um formennsku í Heimdalli. Hann kom í kjölfarið í viðtal hjá Fréttablaðinu. 14. ágúst 2016 19:58
Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík samþykktir Framboðslistar Sjálfstæðisflokksins í báðum Reykjavíkurkjördæmunum voru samþykktir samhljóða á kjördæmisráðsfundi Varðar í Valhöll í dag. 23. september 2016 18:46