Landspítalinn er settur í ómögulega samkeppnisstöðu Einar S. Björnsson skrifar 10. maí 2017 07:00 Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Commercialism in medicine never leads to true satisfaction and to maintain our self respect is more precious than gold. William Mayo (1861-1939) Tilvitnunin að ofan hékk uppi í einni af mörgum byggingum hinnar þekktu Mayo Clinic í Rochester Minnesota þegar undirritaður vann þar við rannsóknir í læknisfræði fyrir nokkrum árum. Klínikin heitir eftir þeim bræðrum William og Charles Mayo sem settu á stofn þessa framgangsríku klínik. Öndvert þeirri Klínik sem staðsett er í Ármúla, hefur Mayo Clinic aldrei verið ætlað að skapa gróða eða borga út arð til eigendanna. Það er ekki dýrara fyrir sjúklinga að sækja þar læknisaðstoð en annars staðar í Bandaríkjunum þó svo að frægð og þekking sérfræðinganna beri af á mörgum sviðum og í raun þekkt um allan heim. Allur ágóði hefur verið notaður til að byggja upp innviði stofnunarinnar, ráða færa sérfræðinga og treysta innviði með það að markmiði að veita sem besta heilbrigðisþjónustu. Mikið hefur verið rætt að undanförnu um málefni Landspítalans og eins og venjulega um fjárveitingar til spítalans. Þó að almenningur hafi sýnt gríðarlegan stuðning við frumkvæði Kára Stefánssonar um að auka fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins eru efndirnar umdeildar. Það er þó ótvírætt að ákvörðun hefur verið tekin um byggingu nýs Landspítala á næstu árum og því ber að fagna.Erfiðara að vinna á biðlistum Þó svo að deila megi um hversu stór hluti fjárútgjalda ríkisins fari til heilbrigðismála verður alltaf um takmarkað hlutfall að ræða. Þannig hefur Páll Matthíasson, forstjóri LSH, réttilega bent á að ef er farið út í að styðja við aðgerðir sem krefjast sérhæfðar sjúkrahúsþjónustu utan Landspítalans, eins og liðskiptaaðgerðir, eru allar líkur á því að erfiðara verði fyrir Landspítalann að vinna á löngum biðlistum sem yfirleitt krefst aukins fjármagns og eins og bent er á hér að ofan er það takmarkað. Undirritaður ræddi um daginn við ungt og vel menntað fólk um heilbrigðiskerfið. Það kom á óvart að þau höfðu ekki gert sér grein fyrir þeim reginmun sem er á fjármögnun Landspítalans og annarra þeirra sem bjóða upp á heilbrigðisþjónustu. Öllum finnst réttlátt að læknar, rannsóknarstofur eða röntgenfyrirtæki fái borgað fyrir hvern sjúkling sem kemur og fær þjónustu. En þegar kemur að Landspítalanum er það alls ekki þannig. Það skiptir engu máli hversu mikla þjónustu Landspítalinn veitir eða hversu marga sjúklinga hann sér um. Hann fær fasta fjármögnun. Þannig að, eins og góður maður benti á, er Landspítalanum áskapað að tapa á meðan þetta kerfi er við lýði. Það er kominn tími til að snúa þessu við og að Landspítalinn fái réttláta fjármögnun.
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar