Erlent

Unnendur sushi varaðir við hættu vegna mögulegra sníkjudýra

Atli Ísleifsson skrifar
Sýkingin verður þegar menn neyta sýktra lirfa með hráum fiski eða smokkfiski.
Sýkingin verður þegar menn neyta sýktra lirfa með hráum fiski eða smokkfiski. Vísir/Getty
Breskir læknar hafa varað unnendur sushi við þá hættu sem stafar af sníkjudýrum sem geta fundist í hráum og lítið elduðum fiski. Segja þeir að aukin sushi-neysla skýri fjölgun tilfella anisakíusýkingar á Vesturlöndum.

BBC greinir frá niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtast í British Medical Journal Case Reports. Þar kemur fram að auknar vinsældir sushi á Vesturlöndum kunni að skýra aukningu sýkinga í mannfólki af völdum sníkjudýra.

Læknarnir rannsökuðu 32 ára mann í portúgölsku höfuðborginni Lissabon sem hafði þjáðst af magaverkjum, uppköstum og hita um viku skeið. Í þörmum mannsins fundust lirfur sníkjudýra.

Læknarnir segja að flest tilfelli anisakíusýking hafi til þessa komið upp í Japan, en tilfellum í Evrópu hefur farið fjölgandi.BMJ Case Reports
Blóðrannsókn sýndi fram á væga bólgu og svæðið fyrir neðan rifbein hans reyndist aumt. Það var fyrst eftir að maðurinn sagðist hafa neytt sushi sem læknum tók að gruna að hann þjáðist af anisakíusýkingu (e. anisakiasis) sem má rekja til hringorma sem ráðast á maga- eða þarmaveggi í mönnum.

Í frétt BBC segir að sýkingin verði þegar menn neyti sýktra lirfa með hráum fiski eða smokkfiski.

Læknarnir segja að flest tilfelli anisakíusýkingar komi upp í Japan, en tilfellum í Evrópu hafi farið fjölgandi á síðustu árum.

Lesa má meira um rannsóknina hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×