Davíð þó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45 Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan.
Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun