Davíð þó Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 13. nóvember 2017 07:00 Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45 Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku kvað Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) upp dóm í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu. Niðurstaða dómsins var að með dómi Hæstaréttar í meiðyrðamáli Egils gegn Inga Kristjáni Sigurmarssyni hafi íslenska ríkið gerst brotlegt við 8. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE). Daginn eftir að dómurinn gekk birti Davíð Þór Björgvinsson, prófessor og fyrrverandi dómari við MDE, grein á vefsvæði sínu undir yfirskriftinni „Fúkyrði eða fullyrðing?“. Í greininni segir Davíð Þór meðal annars (1) að skilaboðin frá MDE séu nokkuð misvísandi, (2) að niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að líta beri á tjáninguna sem gildisdóm sé, þegar á allt er litið, ágætlega rökstudd og sannfærandi og (3) að Hæstiréttur hafi í góðri trú beitt í dómi sínum sömu sjónarmiðum og MDE hefur gert.Ég er ósammála Davíð Þór: Í fyrsta lagi má lesa það út úr dómi MDE að aukinn rökstuðningur Hæstaréttar hefði engu breytt. Niðurstaða Hæstaréttar þess efnis að ummælin „rapist“ væru gildisdómur var einfaldlega röng í ljósi þeirrar staðreyndar að sakamálin gegn Agli höfðu verið felld niður. Egill hefur hvorki verið ákærður né sakfelldur fyrir nauðgun. Í öðru lagi þá verða ummælin með engu móti réttlætt, eins og Hæstiréttur kaus að gera, með vísan til bloggfærslna sem Egill skrifaði árið 2007 enda voru ummælin sem málið snerist um sett fram vegna viðtals sem birtist árið 2012 eða 5 árum síðar og fjallaði um niðurfellingu fyrrgreindra sakamála. Í þriðja lagi byggir dómur MDE á því að ekki sé nægjanlegt fyrir Hæstarétt að beita þeim sjónarmiðum sem MDE hefur mótað í framkvæmd ef matið er bersýnilega ófullnægjandi. Dómur MDE er því í góðu samræmi við fyrri dóma réttarins í íslenskum málum. Fyrir utan að íslenskir dómstólar fylgi viðmiðum MDE hlýtur að mega gera þá kröfu til íslenskra dómstóla að matið sjálft og niðurstaða þess sé í samræmi við almenna skynsemi. Í stuttu máli felur dómur MDE í sér þau skýru og einföldu skilaboð til íslenska ríkisins að Hæstiréttur eigi að láta það ógert í framtíðinni að kveða upp dóma sem þennan.
Prófessor segir skilaboðin frá MDE misvísandi Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu (MDE) í máli Egils Einarssonar gegn íslenska ríkinu sendir misvísandi skilaboð til landsdómstóla, segir í grein Davíðs Þórs Björgvinssonar, prófessors í lögfræði. 9. nóvember 2017 06:45
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun