Rósa og Skúli í „Rósagarðinum“ Jón Ingi Gíslason skrifar 28. desember 2017 13:07 Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár. Þau sátu í rósum prýddum garði sem þau útlistuðu sem skólaumhverfið í Reykjavík. Enn var lofað fleiri rósum í garðinn þó enginn garðyrkjumaður vilji lengur hirða garðinn. Þau lofuðu þess í stað „sérfræðingum“ sem myndu segja garðyrkjumönnunum til og halda með þeim fundi og námsstefnur um rósarækt. Nú svo gætu þeir garðyrkjumenn sem eftir eru stjórnað hópum farandverkamanna sem hefðu kannske séð rósarækt í sjónvarpinu í Póllandi. Þetta er í stuttu máli innihald skýrslu sem þau kynntu um „vinnuumhverfi og nýliðun í skólum í Reykjavík“. Engin heimild var fyrir notkun Kennarafélags Reykjavíkur í þessari friðþægingu á illa reknum skólum í Reykjavík. Formaður félagsins sem í framhaldinu kynnti formannsframboð sitt í Félagi Grunnskólakennara fórnaði þar félaginu og samningsstöðu þess á altari skólayfirvalda í Reykjavík. Auðvitað er mestur hluti skýrslunnar froða og innantóm loforð um kaup á tækjum og málningu. Jú og loforð um fleiri úttektir og skýrslur og að „stefnt sé að“ þessu og hinu. Skýrslan er hins vegar stórskaðleg kennurum í grundvallarþáttum hennar. Þar er gengið enn lengra í því að færa starf kennarans neðar í skipuritinu á sama tíma og miðstýring er aukin til muna. Einmitt þau atriði sem valda því að kennarar flýja skólana í Reykjavík. Það er gert með því að auka sérfræðingavæðingu skólanna en hver og einn þeirra skapar verulega aukavinnu, ólaunaða, á borð kennarans dag hvern. Þá er „plottið“ að leiðbeinendavæða skólana eins og gert hefur verið með leikskólann. Þá yrðu kennarar hafðir með nokkra leiðbeinendur og þannig breytast skólarnir í vinnustaði eins og byggingasvæði þar sem einn íslenskur fagmaður hefur tugi erlendra starfsmanna að vinna fagvinnuna. Á einum stað er talað um aukinn sveigjanleika í starfi kennarans en í lok þeirrar málsgreinar er það þó tekið til baka því það er alltaf háð því að skólayfirvöld telji ekki þörf á fullri miðstýringu. (Sem þau elska og dá) Kennarinn er fagmaður og hans er ábyrgðin að nemendurnir hans fái öll þau bestu úrræði og kennslu sem völ er á. Kennarar verða að njóta virðingar í starfi og launa í samræmi. Í Finnlandi er starfið lagt að jöfnu við læknastarfið hvað þetta varðar. Faglegt sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur á nýtingu vinnudagsins er forsenda breytinga. Ef samkeppni er um að komast í kennarastöður eins og í Finnlandi og víðar eykst aðsókn og gæði kennaranáms. Það eru engin geimvísindi. Örugg leið til að eyðileggja skólana endanlega í Reykjavík er að setjast með þeim Skúla og Rósu í rósagarðinn fína með alla farandverkamennina að yrkja garðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Fyrir jól fóru þau mikinn Rósa Ingvars sem formaður Kennarafélags Reykjavíkur og Skúli Helgason formaður skólayfirvaldsins í Reykjavík síðustu ár. Þau sátu í rósum prýddum garði sem þau útlistuðu sem skólaumhverfið í Reykjavík. Enn var lofað fleiri rósum í garðinn þó enginn garðyrkjumaður vilji lengur hirða garðinn. Þau lofuðu þess í stað „sérfræðingum“ sem myndu segja garðyrkjumönnunum til og halda með þeim fundi og námsstefnur um rósarækt. Nú svo gætu þeir garðyrkjumenn sem eftir eru stjórnað hópum farandverkamanna sem hefðu kannske séð rósarækt í sjónvarpinu í Póllandi. Þetta er í stuttu máli innihald skýrslu sem þau kynntu um „vinnuumhverfi og nýliðun í skólum í Reykjavík“. Engin heimild var fyrir notkun Kennarafélags Reykjavíkur í þessari friðþægingu á illa reknum skólum í Reykjavík. Formaður félagsins sem í framhaldinu kynnti formannsframboð sitt í Félagi Grunnskólakennara fórnaði þar félaginu og samningsstöðu þess á altari skólayfirvalda í Reykjavík. Auðvitað er mestur hluti skýrslunnar froða og innantóm loforð um kaup á tækjum og málningu. Jú og loforð um fleiri úttektir og skýrslur og að „stefnt sé að“ þessu og hinu. Skýrslan er hins vegar stórskaðleg kennurum í grundvallarþáttum hennar. Þar er gengið enn lengra í því að færa starf kennarans neðar í skipuritinu á sama tíma og miðstýring er aukin til muna. Einmitt þau atriði sem valda því að kennarar flýja skólana í Reykjavík. Það er gert með því að auka sérfræðingavæðingu skólanna en hver og einn þeirra skapar verulega aukavinnu, ólaunaða, á borð kennarans dag hvern. Þá er „plottið“ að leiðbeinendavæða skólana eins og gert hefur verið með leikskólann. Þá yrðu kennarar hafðir með nokkra leiðbeinendur og þannig breytast skólarnir í vinnustaði eins og byggingasvæði þar sem einn íslenskur fagmaður hefur tugi erlendra starfsmanna að vinna fagvinnuna. Á einum stað er talað um aukinn sveigjanleika í starfi kennarans en í lok þeirrar málsgreinar er það þó tekið til baka því það er alltaf háð því að skólayfirvöld telji ekki þörf á fullri miðstýringu. (Sem þau elska og dá) Kennarinn er fagmaður og hans er ábyrgðin að nemendurnir hans fái öll þau bestu úrræði og kennslu sem völ er á. Kennarar verða að njóta virðingar í starfi og launa í samræmi. Í Finnlandi er starfið lagt að jöfnu við læknastarfið hvað þetta varðar. Faglegt sjálfstæði og sjálfsákvarðanaréttur á nýtingu vinnudagsins er forsenda breytinga. Ef samkeppni er um að komast í kennarastöður eins og í Finnlandi og víðar eykst aðsókn og gæði kennaranáms. Það eru engin geimvísindi. Örugg leið til að eyðileggja skólana endanlega í Reykjavík er að setjast með þeim Skúla og Rósu í rósagarðinn fína með alla farandverkamennina að yrkja garðinn.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun