Hefðarkettir í Hönnunarhúsi Brynhildur Björnsdóttir skrifar 17. febrúar 2017 15:00 Bragi sýnir hlutföllin í húsinu en þau eru einn á móti þremur. Inga Lind Keeping up with the Kattarshians er raunveruleikaþáttur sem hægt er að fylgjast með á nutiminn.is þar sem fjórir kettlingar dvelja í nokkrar vikur í sérhönnuðu húsi. Þátturinn hefur vakið mikla athygli og ekki hvað síst hönnun hússins sem var í höndum Braga Valgeirssonar. Bragi er leikmyndahönnuður og hefur unnið að raunveruleikaþáttum eins og Dans, dans, dans, Masterchef, Voice og ýmsum erlendum verkefnum að auki. Kettlingahús Kattarshians kattanna er hans nýjasta afrek.Hér gægjast Stubbur og Guðni Kattardishian framundan skorsteininum á glæstu heimili sínu.Inga Lind„Ég lagði tvær hugmyndir fyrir framleiðendurna og þau sögðu: Þetta er bara ekki nóg, við viljum meira! Svo ég vildi ekki láta hanka mig á því aftur og fór alla leið,“ segir Bragi sem hannaði hús á tveimur hæðum með húsgögnum, stigum milli hæða, eldhúsinnréttingu, baði og myndum á veggjum. „Pælingin var að gera mannlegt umhverfi sem myndi passa við kisurnar." Velferð kettlinganna er auðvitað í fyrirrúmi við hönnun hússins en sjónræn skemmtilegheit voru næst á dagskrá. „Veggfóður kemur til dæmis miklu betur út í mynd,“ segir Bragi en í húsinu eru þrjár mismunandi tegundir af veggfóðri og marmari á baðherberginu. Það var einnig meðvituð ákvörðun að hafa húsið á tveimur hæðum, kettlinganna vegna. „Kettir eru margra hæða dýr og leita upp. Kettlingar hafa hins vegar oft ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að komast niður aftur og þess vegna fannst mér algjört skilyrði að hafa stiga.“Krúttlegar kojur setja svip sinn á svefnálmuna enda sofa kettlingarnir vært þar.Inga LindKettlingarnir eiga hvert sína kojuna og sofa oft þar saman í hrúgu. Sá Bragi fyrir sér að þeir myndu einhvern tíma sofa í sínum eigin rúmum? „Nei, ég sá það svo sem ekki fyrir mér. En þeir urðu samt að eiga rúm.“ Húsið er í stærðarhlutföllunum einn á móti þremur og og að sögn Braga var dálítið mál að finna húsgögn í þeim hlutföllum. „En þessar kojur settu algerlega punktinn yfir i-ið.“ Eftirlæti Braga í húsinu er baðkerið en í þessum töluðu orðum liggur Ronja einmitt þar eins og hún sé í baði og teygir fætur og tær makindalega út í loftið. „Að finna þetta baðker sem smellpassar var algjör snilld.“Ronja nýtur þess að liggja í baðinu.Inga LindKettlingarnir drasla mjög mikið út eins og ungviði er tamt, er einhver sem tekur til hjá þeim? „Það kemur fólk til þeirra að minnsta kosti tvisvar á dag, tekur til og knúsar og kjassar sem er mjög mikilvægt til að þeir verði góðir heimiliskettir að verkefninu loknu.“ Einhverjir hafa kvartað yfir auglýsingahléum í útsendingunni en á meðan er einmitt verið að sinna þörfum kettlinganna og stefnan er sú að þegar öllum kettlingunum hafa verið tryggð örugg og góð heimili, flytja þeir úr húsinu og nýir íbúar koma inn. Á veggjunum er bara ein mynd sem er ekki af ketti og hún er af Guðna Th. Jóhannessyni forseta. „Þetta var ekki mín hugmynd en mér fannst hún engu að síður frábær,“ segir Bragi. „Myndin staðsetur okkur hér á Íslandi og undirstrikar að Guðni er forseti allra.“ Verkefnið er unnið í samvinnu við Kattavinafélag Íslands, með fullri vitneskju og samþykki Matvælastofnunar, dýraeftirlitsmanns suðvesturumdæmis og dýralæknis gæludýra og dýravelferðar. Ronja og Stubbur í gamnislag í kojunni.Inga Lind Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Keeping up with the Kattarshians er raunveruleikaþáttur sem hægt er að fylgjast með á nutiminn.is þar sem fjórir kettlingar dvelja í nokkrar vikur í sérhönnuðu húsi. Þátturinn hefur vakið mikla athygli og ekki hvað síst hönnun hússins sem var í höndum Braga Valgeirssonar. Bragi er leikmyndahönnuður og hefur unnið að raunveruleikaþáttum eins og Dans, dans, dans, Masterchef, Voice og ýmsum erlendum verkefnum að auki. Kettlingahús Kattarshians kattanna er hans nýjasta afrek.Hér gægjast Stubbur og Guðni Kattardishian framundan skorsteininum á glæstu heimili sínu.Inga Lind„Ég lagði tvær hugmyndir fyrir framleiðendurna og þau sögðu: Þetta er bara ekki nóg, við viljum meira! Svo ég vildi ekki láta hanka mig á því aftur og fór alla leið,“ segir Bragi sem hannaði hús á tveimur hæðum með húsgögnum, stigum milli hæða, eldhúsinnréttingu, baði og myndum á veggjum. „Pælingin var að gera mannlegt umhverfi sem myndi passa við kisurnar." Velferð kettlinganna er auðvitað í fyrirrúmi við hönnun hússins en sjónræn skemmtilegheit voru næst á dagskrá. „Veggfóður kemur til dæmis miklu betur út í mynd,“ segir Bragi en í húsinu eru þrjár mismunandi tegundir af veggfóðri og marmari á baðherberginu. Það var einnig meðvituð ákvörðun að hafa húsið á tveimur hæðum, kettlinganna vegna. „Kettir eru margra hæða dýr og leita upp. Kettlingar hafa hins vegar oft ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að komast niður aftur og þess vegna fannst mér algjört skilyrði að hafa stiga.“Krúttlegar kojur setja svip sinn á svefnálmuna enda sofa kettlingarnir vært þar.Inga LindKettlingarnir eiga hvert sína kojuna og sofa oft þar saman í hrúgu. Sá Bragi fyrir sér að þeir myndu einhvern tíma sofa í sínum eigin rúmum? „Nei, ég sá það svo sem ekki fyrir mér. En þeir urðu samt að eiga rúm.“ Húsið er í stærðarhlutföllunum einn á móti þremur og og að sögn Braga var dálítið mál að finna húsgögn í þeim hlutföllum. „En þessar kojur settu algerlega punktinn yfir i-ið.“ Eftirlæti Braga í húsinu er baðkerið en í þessum töluðu orðum liggur Ronja einmitt þar eins og hún sé í baði og teygir fætur og tær makindalega út í loftið. „Að finna þetta baðker sem smellpassar var algjör snilld.“Ronja nýtur þess að liggja í baðinu.Inga LindKettlingarnir drasla mjög mikið út eins og ungviði er tamt, er einhver sem tekur til hjá þeim? „Það kemur fólk til þeirra að minnsta kosti tvisvar á dag, tekur til og knúsar og kjassar sem er mjög mikilvægt til að þeir verði góðir heimiliskettir að verkefninu loknu.“ Einhverjir hafa kvartað yfir auglýsingahléum í útsendingunni en á meðan er einmitt verið að sinna þörfum kettlinganna og stefnan er sú að þegar öllum kettlingunum hafa verið tryggð örugg og góð heimili, flytja þeir úr húsinu og nýir íbúar koma inn. Á veggjunum er bara ein mynd sem er ekki af ketti og hún er af Guðna Th. Jóhannessyni forseta. „Þetta var ekki mín hugmynd en mér fannst hún engu að síður frábær,“ segir Bragi. „Myndin staðsetur okkur hér á Íslandi og undirstrikar að Guðni er forseti allra.“ Verkefnið er unnið í samvinnu við Kattavinafélag Íslands, með fullri vitneskju og samþykki Matvælastofnunar, dýraeftirlitsmanns suðvesturumdæmis og dýralæknis gæludýra og dýravelferðar. Ronja og Stubbur í gamnislag í kojunni.Inga Lind
Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira