Erlent

Braust inn til að þrífa íbúðina

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi tilkynnt innbrot.
Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi tilkynnt innbrot. Vísir/AFP
Íbúa Arlington í Virginíu, brá í brún þegar hann kom heim til sín eftir ferðalag. Brotist hafði verið inn og íbúð hans þrifin hátt og lágt.

Í lögregluskýrslu segir að maðurinn hafi tilkynnt innbrot. Lögreglumenn fóru á vettvang. Kom í ljós að ýmsir hlutir höfðu verið færðir til. Hins vegar virðist sem ekkert hafi verið tekið.

Leit stendur nú yfir að þeim sem braust inn í íbúðina. Lögreglan hefur ekki hugmynd um hver var þar á ferð. Þá hefur eigandi íbúðarinnar engan grunaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×