Lancet-listinn og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 1. júní 2017 07:00 Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigðiskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu?Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borgar hærri skatta til heilbrigðiskerfisins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar miðstýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einkarekið heilbrigðiskerfi á markaðslegum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lágskattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þróuðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Undir miðstýrðu einokunarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Sjá meira
Nú hamast félagshyggjufólk í landinu við að bauna því á frjálshyggjumenn að á lista Lancet yfir stöðu heilbrigðisþjónustu eftir löndum séu ríkisrekin heilbrigðiskerfi í efstu sætunum. Sérstaklega er bent á að Bandaríkin raðist mun neðar en mörg önnur vestræn ríki og að það sé til merkis um að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu skili lakari árangri en opinber rekstur. Hvað segir frjálshyggjufólk við þessu?Æ meiri ríkisrekstur í Bandaríkjunum Þannig er að heilbrigðiskerfið í Bandaríkjunum er ekki einkarekið í neinum eðlilegum skilningi. Hlutur ríkisins í heildarkostnaði heilbrigðisþjónustunnar þar í landi er nefnilega kominn upp í 50% samkvæmt OECD. Á fyrri hluta síðustu aldar var þetta hlutfall um 20% en nú er svo komið að meðal Bandaríkjamaðurinn borgar hærri skatta til heilbrigðiskerfisins en meðal Norðurlandabúinn! Skýringin á hinu dýra og gloppótta heilbrigðiskerfi í Bandaríkjunum á því rætur að rekja til aukinnar miðstýringar og ríkisafskipta, ekki frjáls markaðar. Svo er rétt að árétta að hvergi í heiminum er að finna einkarekið heilbrigðiskerfi á markaðslegum forsendum. Hins vegar má benda á tvö önnur ríki á lista Lancet þar sem einkarekstur er umtalsverður hluti af heilbrigðiskerfinu, þ.e. lágskattaríkin Sviss og Singapúr. Bæði þessi lönd raðast mun ofar á listann, Sviss í 3. sæti og Singapúr í 21. sæti (af um 200) og í báðum ríkjunum kostar heilbrigðiskerfið mun minna en í Bandaríkjunum auk þess sem gæðin eru meiri samkvæmt Lancet. Singapúr kemst næst því að vera með einkarekið heilbrigðiskerfi. Kostnaðarþátttaka sjúklinga er veruleg fyrir væg tilfelli og smærri aðgerðir en ríkið borgar brúsann vegna alvarlegra sjúkdóma. Þetta módel hefur skilað Singapúringum heimsklassa heilbrigðiskerfi en fyrir helmingi minni kostnað en hjá öðrum þróuðum ríkjum. Það er því langsótt að túlka Lancet-listann sem vísbendingu um ókosti einkarekinnar heilbrigðisþjónustu. Undir miðstýrðu einokunarkerfi er hætt við óhagkvæmni og löngum biðlistum. Þar sem fjölbreytni og samkeppni ríkir næst hins vegar hagkvæmasta blandan af gæðum og kostnaðaraðhaldi. Skattaparadísin Singapúr er skýrt dæmi um það. Höfundur er kennari.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar