Jeremy Corbyn ávarpaði tónlistarunnendur á Glastonbury hátíðinni Ingvar Þór Björnsson skrifar 24. júní 2017 23:53 Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands, og Michael Eavis, skipuleggjandi hátíðarinnar. Vísir/AFP Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, flutti ræðu á tónlistarhátíðinni Glastonbury í dag við mikinn fögnuð gesta. Corbyn steig á svið á „Pýramídasviði“ hátíðarinnar, sem er stærsta sviðið, klukkan tvö að staðartíma þegar tónlistarmaðurinn Craig David kláraði tónleikana sína. BBC greinir frá. Tugþúsundir hlustuðu á Corbyn en í ræðunni kallaði hann eftir heimi þar sem mannréttindi, friður, réttlæti og lýðræði væri í hávegum haft. Sungu áhorfendur „Oh, Jeremy Corbyn“ við lagið Seven Nation Army með hljómsveitinni The White Stripes á meðan á ræðunni stóð. Féll áhersla hans á jafnrétti í góðan jarðveg og mikið var um fagnaðarlæti þegar hann kallaði eftir því að rétta flóttamönnum hjálparhönd. „Styðjum þau þegar þau þurfa hvað mest á hjálp að halda og lítum ekki á þau sem ógn og hættu,“ sagði Corbyn við mikinn fögnuð áhorfenda. Í ræðu sinni kom hann einnig inn á nýafstaðnar þingkosningar. Talaði hann um að hann væri einstaklega ánægður með þátttöku ungs fólks í kosningunum og sömuleiðis með kosningaþátttöku þeirra. Corbyn talaði um að hann hefði fengið mikinn innblástur frá unga fólkinu sem tók þátt í kosningabaráttunni með honum. Skipuleggjandi hátíðarinnar, Michael Eavis, bauð Corbyn að halda ræðuna og kynnti hann einnig á svið. Talaði hann um Corbyn sem „leiðtogann sem tekur á málunum sem við höfum verið að berjast fyrir í fjörutíu ár.“ Fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í kvöld. Til að mynda enda Foo Fighters dagskrána á Pýramídasviðinu, hljómsveitin Alt J stíga síðast á svið á „Hinu sviðinu“ og franska hljómsveitin Phoenix lokar kvöldinu á „John Peel“ sviðinu. Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira
Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi, flutti ræðu á tónlistarhátíðinni Glastonbury í dag við mikinn fögnuð gesta. Corbyn steig á svið á „Pýramídasviði“ hátíðarinnar, sem er stærsta sviðið, klukkan tvö að staðartíma þegar tónlistarmaðurinn Craig David kláraði tónleikana sína. BBC greinir frá. Tugþúsundir hlustuðu á Corbyn en í ræðunni kallaði hann eftir heimi þar sem mannréttindi, friður, réttlæti og lýðræði væri í hávegum haft. Sungu áhorfendur „Oh, Jeremy Corbyn“ við lagið Seven Nation Army með hljómsveitinni The White Stripes á meðan á ræðunni stóð. Féll áhersla hans á jafnrétti í góðan jarðveg og mikið var um fagnaðarlæti þegar hann kallaði eftir því að rétta flóttamönnum hjálparhönd. „Styðjum þau þegar þau þurfa hvað mest á hjálp að halda og lítum ekki á þau sem ógn og hættu,“ sagði Corbyn við mikinn fögnuð áhorfenda. Í ræðu sinni kom hann einnig inn á nýafstaðnar þingkosningar. Talaði hann um að hann væri einstaklega ánægður með þátttöku ungs fólks í kosningunum og sömuleiðis með kosningaþátttöku þeirra. Corbyn talaði um að hann hefði fengið mikinn innblástur frá unga fólkinu sem tók þátt í kosningabaráttunni með honum. Skipuleggjandi hátíðarinnar, Michael Eavis, bauð Corbyn að halda ræðuna og kynnti hann einnig á svið. Talaði hann um Corbyn sem „leiðtogann sem tekur á málunum sem við höfum verið að berjast fyrir í fjörutíu ár.“ Fjöldi þekktra tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni í kvöld. Til að mynda enda Foo Fighters dagskrána á Pýramídasviðinu, hljómsveitin Alt J stíga síðast á svið á „Hinu sviðinu“ og franska hljómsveitin Phoenix lokar kvöldinu á „John Peel“ sviðinu.
Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Fleiri fréttir Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Sjá meira