Kolefnisjafnað Ísland Svavar Halldórsson skrifar 26. október 2017 07:00 Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða fallvötnum sem er einstakt. Hafið í kringum landið er hreint og náttúran að stórum hluta ósnortin. Hér notum við hvorki vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf í landbúnaði og efnanotkun er hverfandi. Okkur hefur lánast að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Samkvæmt umhverfisvísitölu sem Yale háskóli gefur út erum við í öðru sæti yfir umhverfisvænstu þjóðir heims. Einföld greining á styrkleikum og tækifærum sýnir okkur að skynsamlegt er að vinna áfram með þessa stöðu og verða ennþá umhverfisvænni. Út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar er skynsamlegt að allir Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki stefni að því að verða eins græn og mögulegt er. Það mun einfaldlega skila fleiri krónum í kassann og fleiri störfum um allt land. Á 21. öldinni eru umhverfis-, atvinnu-, og efnahagsmál samtvinnuð. Það njóta allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum í formi betri árangurs í útflutningi og meiri verðmætasköpunar. Við slíkar aðstæður er hins vegar alltaf hætta á því að til verði fríþegar. Einstaka aðilar sem reyna að spara sér vinnu og útgjöld í umhverfismálum en njóta ávaxtanna. Flestir eru sammála um að hið opinbera eigi að grípa inn í við slíkar aðstæður.Fordæmi grannþjóðanna Auðvelt er að færa rök fyrir því að hinu opinbera beri að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinni náttúru og jákvæðri ímynd Íslands. Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og bæði Svíar og Norðmenn hafa lýst því yfir að ríkin verði kolefnishlutlaus fyrir 2050. Hið sama eigum við Íslendingar að gera. Líklega er ekkert vestrænt ríki sem þarf að taka jafn fá og lítil skref til að verða kolefnishlutlaust ríki eins og Ísland. Við getum bæði dregið úr losun og aukið bindingu. Raunsæ en metnaðarfull áætlun um kolefnishlutleysi landsins í heild myndi styrkja ímynd lands og þjóðar. Við eigum ennþá möguleika á því að verða á undan nágrönnum okkar til að ná þessu takmarki. Yfirlýsing stjórnvalda um slíkt markmið mun vekja athygli um allan heim. Allt bendir til þess að mikill vilji sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt í þessu verkefni. Íslenskir sauðfjárbændur hafa stigið skrefið og vinna að því að kolefnisjafna greinina. Að geta selt fisk eða kjöt frá sjálfbæru og kolefnishlutlausu landi mun skila sér í beinhörðum peningum til okkar allra. Að ekki sé nú talað um öll þau tækifæri sem þetta opnar ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Kolefnisjafnað Ísland á að vera forgangsmál okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Flest íslensk fyrirtæki sem flytja út vörur eða þjónustu byggja ímynd sína að verulegu leyti á því að vera frá Íslandi. Hreinleiki landsins er því grundvallaratriði í verðmætasköpun í sjávarútvegi, ferðaþjónustu, landbúnaði og öðrum greinum. Að jafnaði aukast verðmætin eftir því sem tengingin við upprunalandið Ísland er meiri. Fá ríki í heiminum eru jafn græn og Ísland. Nánast öll okkar orka kemur frá jarðhita eða fallvötnum sem er einstakt. Hafið í kringum landið er hreint og náttúran að stórum hluta ósnortin. Hér notum við hvorki vaxtarhvetjandi hormóna né sýklalyf í landbúnaði og efnanotkun er hverfandi. Okkur hefur lánast að nýta fiskistofnana með sjálfbærum hætti. Samkvæmt umhverfisvísitölu sem Yale háskóli gefur út erum við í öðru sæti yfir umhverfisvænstu þjóðir heims. Einföld greining á styrkleikum og tækifærum sýnir okkur að skynsamlegt er að vinna áfram með þessa stöðu og verða ennþá umhverfisvænni. Út frá heildarhagsmunum þjóðarinnar er skynsamlegt að allir Íslendingar og öll íslensk fyrirtæki stefni að því að verða eins græn og mögulegt er. Það mun einfaldlega skila fleiri krónum í kassann og fleiri störfum um allt land. Á 21. öldinni eru umhverfis-, atvinnu-, og efnahagsmál samtvinnuð. Það njóta allir Íslendingar þess sem vel er gert í umhverfismálum í formi betri árangurs í útflutningi og meiri verðmætasköpunar. Við slíkar aðstæður er hins vegar alltaf hætta á því að til verði fríþegar. Einstaka aðilar sem reyna að spara sér vinnu og útgjöld í umhverfismálum en njóta ávaxtanna. Flestir eru sammála um að hið opinbera eigi að grípa inn í við slíkar aðstæður.Fordæmi grannþjóðanna Auðvelt er að færa rök fyrir því að hinu opinbera beri að standa vörð um þau verðmæti sem felast í hreinni náttúru og jákvæðri ímynd Íslands. Þetta gera nágrannaþjóðir okkar og bæði Svíar og Norðmenn hafa lýst því yfir að ríkin verði kolefnishlutlaus fyrir 2050. Hið sama eigum við Íslendingar að gera. Líklega er ekkert vestrænt ríki sem þarf að taka jafn fá og lítil skref til að verða kolefnishlutlaust ríki eins og Ísland. Við getum bæði dregið úr losun og aukið bindingu. Raunsæ en metnaðarfull áætlun um kolefnishlutleysi landsins í heild myndi styrkja ímynd lands og þjóðar. Við eigum ennþá möguleika á því að verða á undan nágrönnum okkar til að ná þessu takmarki. Yfirlýsing stjórnvalda um slíkt markmið mun vekja athygli um allan heim. Allt bendir til þess að mikill vilji sé hjá atvinnulífinu til að taka þátt í þessu verkefni. Íslenskir sauðfjárbændur hafa stigið skrefið og vinna að því að kolefnisjafna greinina. Að geta selt fisk eða kjöt frá sjálfbæru og kolefnishlutlausu landi mun skila sér í beinhörðum peningum til okkar allra. Að ekki sé nú talað um öll þau tækifæri sem þetta opnar ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum. Kolefnisjafnað Ísland á að vera forgangsmál okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsráðs kindakjöts og Icelandic lamb.
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar