Verði jafnlaunaferlið hunsað kostar það sekt Snærós Sindradóttir skrifar 28. mars 2017 06:00 Þorsteinn Víglundsson gerir ráð fyrir því að ferlið verði farið að skila árangri innan þriggja til fjögurra ára. vísir/heiða Frumvarp um jafnlaunavottun er tilbúið og hefur verið sent úr félagsmálaráðuneytinu til lokayfirlestrar í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu í ríkisstjórn í þessari viku. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki eða opinberar stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að undirgangast ferli til að hljóta jafnlaunavottun. Ef fyrirtæki getur sýnt fram á að ekki ríki kynjað launamisrétti innan fyrirtækisins hlýtur fyrirtækið vottun sem gildir í þrjú ár. Að þeim þremur árum liðnum þarf ferlið að hefjast að nýju.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaVerði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir því að þau taki gildi um næstu áramót. Stærstu fyrirtækin þurfa þá strax á því ári að undirgangast ferlið en þau minnstu, innan rammans, undirgangast ferlið að þremur árum liðnum. Öllum fyrirtækjum sem hafa þennan fjölda starfsmanna ber lagaleg skylda til að undirgangast ferlið. Ef það er trassað hefur Jafnréttisstofa það verkefni með höndum að áminna og ýta á skil á gögnum. Ef fyrirtæki hunsar þær áminningar kemur til þess að það verður rukkað um dagsektir. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman um frumvarpið. „Eðli málsins samkvæmt fæddist upprunalega hugmyndin um jafnlaunastaðla hjá vinnumarkaðnum. Við gáfum aðilunum talsvert rúman tíma til að fara vel og vandlega yfir þetta og ná saman um málið. Það er ánægjulegt að það hafi tekist að skapa sæmilega breiða samstöðu.“ Frumvarpið fer til meðferðar hjá þinginu fljótlega. Þorsteinn leggur áherslu á að fjöldatakmörkum frumvarpsins verði ekki breytt. „Það er ekki mitt að segja þinginu fyrir verkum í þeim efnum en við leggjum áherslu á að með þessu erum við að ná til um 70 prósenta af íslenskum vinnumarkaði. Sá starfsmannafjöldi sem þarna miðast við er í samræmi við núgildandi lög um jafnréttisáætlanir.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ánægjulegt að í frumvarpinu felist ákveðin tröppun þannig að smærri fyrirtæki hafi lengri tíma til að aðlagast nýjum reglum. „Það sem við höfum bent á er að mörg fyrirtæki á stærðarbilinu frá 25 og upp í 100 starfsmenn eru jafnvel ekki með mannauðsstjóra. Það er mikið umstang og rask að ráðast í þetta og þessu fylgir mikil vinna.“ Hann segir þó að ánægja ríki með jafnlaunavottunina yfirhöfuð. „Flestum af okkar aðildarfyrirtækjum ber saman um að vottunin sé afskaplega gagnleg og á endanum borgi hún sig væntanlega. Þessi aðlögunartími er til bóta þó að maður hefði viljað sjá eitthvað fleira koma á móti.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. 10. mars 2017 11:55 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Frumvarp um jafnlaunavottun er tilbúið og hefur verið sent úr félagsmálaráðuneytinu til lokayfirlestrar í forsætisráðuneytinu. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra mun að öllum líkindum mæla fyrir frumvarpinu í ríkisstjórn í þessari viku. Samkvæmt frumvarpinu þurfa fyrirtæki eða opinberar stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri að undirgangast ferli til að hljóta jafnlaunavottun. Ef fyrirtæki getur sýnt fram á að ekki ríki kynjað launamisrétti innan fyrirtækisins hlýtur fyrirtækið vottun sem gildir í þrjú ár. Að þeim þremur árum liðnum þarf ferlið að hefjast að nýju.Ólafur Stephensen Ólafur Stephensen, nýr framkvæmdastjóri Félags atvinnurekendaVerði frumvarpið að lögum er gert ráð fyrir því að þau taki gildi um næstu áramót. Stærstu fyrirtækin þurfa þá strax á því ári að undirgangast ferlið en þau minnstu, innan rammans, undirgangast ferlið að þremur árum liðnum. Öllum fyrirtækjum sem hafa þennan fjölda starfsmanna ber lagaleg skylda til að undirgangast ferlið. Ef það er trassað hefur Jafnréttisstofa það verkefni með höndum að áminna og ýta á skil á gögnum. Ef fyrirtæki hunsar þær áminningar kemur til þess að það verður rukkað um dagsektir. Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra segir ánægjulegt að aðilar vinnumarkaðarins hafi náð saman um frumvarpið. „Eðli málsins samkvæmt fæddist upprunalega hugmyndin um jafnlaunastaðla hjá vinnumarkaðnum. Við gáfum aðilunum talsvert rúman tíma til að fara vel og vandlega yfir þetta og ná saman um málið. Það er ánægjulegt að það hafi tekist að skapa sæmilega breiða samstöðu.“ Frumvarpið fer til meðferðar hjá þinginu fljótlega. Þorsteinn leggur áherslu á að fjöldatakmörkum frumvarpsins verði ekki breytt. „Það er ekki mitt að segja þinginu fyrir verkum í þeim efnum en við leggjum áherslu á að með þessu erum við að ná til um 70 prósenta af íslenskum vinnumarkaði. Sá starfsmannafjöldi sem þarna miðast við er í samræmi við núgildandi lög um jafnréttisáætlanir.“ Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir ánægjulegt að í frumvarpinu felist ákveðin tröppun þannig að smærri fyrirtæki hafi lengri tíma til að aðlagast nýjum reglum. „Það sem við höfum bent á er að mörg fyrirtæki á stærðarbilinu frá 25 og upp í 100 starfsmenn eru jafnvel ekki með mannauðsstjóra. Það er mikið umstang og rask að ráðast í þetta og þessu fylgir mikil vinna.“ Hann segir þó að ánægja ríki með jafnlaunavottunina yfirhöfuð. „Flestum af okkar aðildarfyrirtækjum ber saman um að vottunin sé afskaplega gagnleg og á endanum borgi hún sig væntanlega. Þessi aðlögunartími er til bóta þó að maður hefði viljað sjá eitthvað fleira koma á móti.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45 Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. 10. mars 2017 11:55 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Sjá meira
Skiptar skoðanir um jafnlaunavottun Búist er við því að frumvarp um jafnlaunavottun verði lagt fram á næstu vikum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda telur eðlilegra að fyrirtækin ráðist í jafnlaunavottun að eigin frumkvæði. 20. febrúar 2017 05:45
Jafnlaunavottun ríkisstjórnarinnar vekur heimsathygli Það hefur varla farið framhjá mörgum að alþjóðalegur baráttudagur kvenna var haldinn hátíðlegur í vikunni. Í tilefni af því kenndi ýmissa grasa í fjölmiðlum um allan heim þar sem fjallað var um réttindabaráttu kvenna og á meðal þess sem bar hæst í erlendum fjölmiðlum var íslenska jafnlaunavottunin. 10. mars 2017 11:55