Ríkið hefur lausn fráveitumála í Mývatnssveit í hendi sér Þorsteinn Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Kastljósþættir RÚV 21. og 22. febrúar sl. voru eignaðir fráveitumálum í Mývatnssveit. Vegna þess vill Skútustaðahreppur koma á framfæri að frá árinu 2014 hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps lagt ríka áherslu á fráveitumál í sveitarfélaginu og ítrekað haft frumkvæði að samstarfi stjórnvalda um málefnið. Sveitarfélagið hefur átt í góðum samskiptum við Umhverfisstofnun og ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála. Stofnað var til sérstaks starfshóps þessara stjórnvalda þann 17. maí 2016 um málið. Eftir að skýrsla um fráveitumál við Mývatn kom út í byrjun febrúar á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem fram koma tillögur um úrbætur, hefur Skútustaðahreppur reynt að fylgja málinu eftir, enn og aftur, með fundum m.a. með umhverfis- og auðlindaráðherra, öðrum fundi í ráðuneytinu, með fundi í kjördæmaviku með flestum þingmönnum Norðausturkjördæmis þar sem núverandi fjármálaráðherra mætti og nú síðast með bréfi til fjármálaráðherra síðasta föstudag. Skútustaðahreppur hefur áður sent erindi á fjárlaganefnd og ítrekað átt frumkvæði að samskiptum við stofnanir og ríkisvaldið til að þoka fráveitumálunum áfram en án sýnislegs árangurs, enn sem komið er. Búið er að gera fjórar skýrslur á rúmu ári sem er góðra gjalda vert en nú er kominn tími til að láta verkin tala. Viðfangsefnið tekur mið af því að stór hluti byggðar við Mývatn er innan verndarsvæðis laga nr. 97/2004 um verndun Laxár og Mývatns. Í 9. gr. laganna er kveðið á um að kostnaður við framkvæmd þeirra greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Fram til ársins 2012 var staða frárennslismála í Skútustaðahreppi talin fullnægja þáverandi kröfum. Til áréttingar er tekið fram að hvorki þá, frekar en nú, er um það að ræða að skolpi sé veitt í Mývatn eins og stundum mætti halda miðað við umræðuna í samfélaginu. Á árinu 2012 var sett ný reglugerð á grundvelli laganna, nr. 665/2012. Með reglugerðinni voru fráveitumál í Skútustaðahreppi skilgreind ófullnægjandi með einu pennastriki. Ákvæði reglugerðarinnar um skolp var sett án þess að fyrir lægju tæknilegar útfærslur á framkvæmdum eða fjármögnun þeirra tryggð formlega. Slík úrvinnsla er flókin og úr henni er ennþá verið að vinna.Hluti af stærra úrlausnarefni Fráveitumál í Skútustaðahreppi er hluti stærra úrlausnarefnis sveitarfélaga og ríkisins, að mæta auknum kröfum um uppbyggingu fráveitumannvirkja og fjármögnun slíkar uppbyggingar á landsvísu. Staða Skútustaðahrepps er þó sérstök vegna einstakrar stöðu Mývatns sem landluktrar náttúruperlu og vinsæls ferðamannastaðar og sérstakra krafna um fráveitur á verndarsvæðinu. Innan Skútustaðahrepps er þörf á fráveituframkvæmdum fyrir 500 til 700 milljónir króna til að mæta kröfum reglugerða, samkvæmt skýrslunni sem unnin var að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ennfremur hefur sveitarfélagið lagt áherslu á auknar rannsóknir á ástandi lífríkis Mývatns og þá fjölmörgu þætti sem spila þar hlutverk. Aðkoma ríkisins er lykilatriði varðandi úrbætur í fráveitumálum, eins og lög um verndun Mývatns kveða á um. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur mikilvægt að umfjöllun um fráveitumál við Mývatn nái til málsins í víðu samhengi. Jafnframt er nauðsynlegt að byggt sé á réttum upplýsingum um hlutverk einstakra stjórnvalda og ónákvæmni um það verði ekki notuð til þess að ala á tortryggni. Það þjónar ekki þeim hagsmunum sem í húfi eru. Í umræðunni hefur ekki verið gerður greinarmunur á byggingareftirliti sveitarfélags, sem fer fram samkvæmt mannvirkjalögum, og eftirliti með fráveitumálum sem er almennt í höndum heilbrigðiseftirlits. Þá hefur Umhverfisstofnun sérstaka stöðu varðandi ábyrgð og eftirlit með verndarsvæði við Mývatn, samkvæmt lögum um verndun Laxár og Mývatns. Í fréttaskýringu Kastljóss RÚV var 24. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um frárennsli til sérstakrar umfjöllunar. Í ákvæðinu kemur fram að skolp á vatnasviði Mývatns skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa í samræmi við ákvæði 2. mgr. 7. gr. um fráveitur og skolp. Reglugerð um fráveitur og skolp, nr. 798/1999, gildir ekki um allt skolp. Gildissvið reglugerðarinnar miðast eingöngu við söfnun, hreinsun og losun skolps frá þéttbýli og tiltekinni atvinnustarfsemi. Ákvæði reglugerðanna varðandi meðhöndlun skolps við Mývatn hafa verið skýrðar af Umhverfisstofnun í samræmi við þetta, m.a. með Minnisblaði, dags. 7.10.2014, og heilbrigðieftirliti með tilliti til einstakra tilvika.Engar undanþágur veittar Skútustaðahreppur hefur ekki veitt undanþágur frá reglugerðum varðandi skolp. Á vegum Skútustaðahrepps starfar byggingarfulltrúi, sem hefur m.a. það hlutverk að veita byggingarleyfi samkvæmt mannvirkjalögum. Við útgáfu byggingarleyfa kemur umsótt framkvæmd til skoðunar, en ekki aðrar framkvæmdir. Við útgáfu byggingarleyfa er ekki tekin afstaða til starfsleyfa eða fyrirkomulag væntanlegs reksturs í mannvirkjunum. Byggingareftirlit varðar byggingarframkvæmdirnar sem slíkar. Vegna þeirra tilvika sem helst hafa verið í umræðunni upplýsist. Byggingarleyfi fyrir Hótel Laxá, tók m.a. til þriggja þrepa skolphreinsivirkis. Byggingareftirlit tekur ekki til reksturs eða eftirlits með slíku hreinsivirki. Það gildir hvort sem lokaúttekt hefur farið fram eða ekki, en mannvirkjalög gera ráð fyrir að slík úttekt geti farið fram allt að þremur árum eftir að mannvirki er tekið í notkun. Byggingarleyfi fyrir starfsmannahús við Hótel Laxá tók mið af því að um var að ræða íbúðir fyrir starfsmenn. Húsin eru í nokkurri fjarlægð frá hótelinu sjálfu. Byggingarleyfið tekur m.a. til rotþróar sem þjónustar húsin og hvíldi það fyrirkomulag á skýringu heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar á ofangreindum reglugerðum. Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Sel Hótel, tók til umsóttrar viðbyggingar. Umsóknin varðaði ekki byggingu skolphreinsivirkis. Viðbyggingin var tengd eldra skolphreinsivirki, en rekstur þess fellur undir heilbrigðiseftirlit ásamt starfsleyfum hótelrekstrarins. Í ljósi fréttaumfjöllunar skal tekið fram að Skútustaðahreppur er eigandi að um 1% hlut í félagi sem á fasteign hótelsins. Sveitarfélagið á ekki hlut í félaginu sem rekur hótelið. Núverandi vinna miðar að því að finna heildarlausn á fráveitumálum fyrir allt húsnæði í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem samkvæmt aðalskipulagi eru skilgreindir sem þéttbýlisstaðir. Eftirlit með hreinsivirkjum og starfsleyfum fyrir hótelrekstur er hjá heilbrigðiseftirliti, en auk þess hefur Umhverfisstofnun umsjón með reglugerð sem hvílir á lögum um vernd Mývatns. Sveitarfélagið mun leggja áherslu á að viðkomandi stofnanir sinni eftirliti sínu sem skyldi. Þess skal getið að Landvernd hefur kært framangreind byggingarleyfi til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál og eru málin þar í hefðbundnum farvegi. Sveitarfélagið mun ekki skorast undan sinni ábyrgð og hefur beitt stjórnvöld miklum þrýstingi til að koma að borðinu varðandi fjármögnun á heildarlausn fráveitumála í sveitarfélaginu, eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögunum. Það er kjarni málsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Sjá meira
Kastljósþættir RÚV 21. og 22. febrúar sl. voru eignaðir fráveitumálum í Mývatnssveit. Vegna þess vill Skútustaðahreppur koma á framfæri að frá árinu 2014 hefur sveitarstjórn Skútustaðahrepps lagt ríka áherslu á fráveitumál í sveitarfélaginu og ítrekað haft frumkvæði að samstarfi stjórnvalda um málefnið. Sveitarfélagið hefur átt í góðum samskiptum við Umhverfisstofnun og ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála. Stofnað var til sérstaks starfshóps þessara stjórnvalda þann 17. maí 2016 um málið. Eftir að skýrsla um fráveitumál við Mývatn kom út í byrjun febrúar á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytinu þar sem fram koma tillögur um úrbætur, hefur Skútustaðahreppur reynt að fylgja málinu eftir, enn og aftur, með fundum m.a. með umhverfis- og auðlindaráðherra, öðrum fundi í ráðuneytinu, með fundi í kjördæmaviku með flestum þingmönnum Norðausturkjördæmis þar sem núverandi fjármálaráðherra mætti og nú síðast með bréfi til fjármálaráðherra síðasta föstudag. Skútustaðahreppur hefur áður sent erindi á fjárlaganefnd og ítrekað átt frumkvæði að samskiptum við stofnanir og ríkisvaldið til að þoka fráveitumálunum áfram en án sýnislegs árangurs, enn sem komið er. Búið er að gera fjórar skýrslur á rúmu ári sem er góðra gjalda vert en nú er kominn tími til að láta verkin tala. Viðfangsefnið tekur mið af því að stór hluti byggðar við Mývatn er innan verndarsvæðis laga nr. 97/2004 um verndun Laxár og Mývatns. Í 9. gr. laganna er kveðið á um að kostnaður við framkvæmd þeirra greiðist úr ríkissjóði eftir því sem fé er veitt til í fjárlögum. Fram til ársins 2012 var staða frárennslismála í Skútustaðahreppi talin fullnægja þáverandi kröfum. Til áréttingar er tekið fram að hvorki þá, frekar en nú, er um það að ræða að skolpi sé veitt í Mývatn eins og stundum mætti halda miðað við umræðuna í samfélaginu. Á árinu 2012 var sett ný reglugerð á grundvelli laganna, nr. 665/2012. Með reglugerðinni voru fráveitumál í Skútustaðahreppi skilgreind ófullnægjandi með einu pennastriki. Ákvæði reglugerðarinnar um skolp var sett án þess að fyrir lægju tæknilegar útfærslur á framkvæmdum eða fjármögnun þeirra tryggð formlega. Slík úrvinnsla er flókin og úr henni er ennþá verið að vinna.Hluti af stærra úrlausnarefni Fráveitumál í Skútustaðahreppi er hluti stærra úrlausnarefnis sveitarfélaga og ríkisins, að mæta auknum kröfum um uppbyggingu fráveitumannvirkja og fjármögnun slíkar uppbyggingar á landsvísu. Staða Skútustaðahrepps er þó sérstök vegna einstakrar stöðu Mývatns sem landluktrar náttúruperlu og vinsæls ferðamannastaðar og sérstakra krafna um fráveitur á verndarsvæðinu. Innan Skútustaðahrepps er þörf á fráveituframkvæmdum fyrir 500 til 700 milljónir króna til að mæta kröfum reglugerða, samkvæmt skýrslunni sem unnin var að beiðni umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Ennfremur hefur sveitarfélagið lagt áherslu á auknar rannsóknir á ástandi lífríkis Mývatns og þá fjölmörgu þætti sem spila þar hlutverk. Aðkoma ríkisins er lykilatriði varðandi úrbætur í fráveitumálum, eins og lög um verndun Mývatns kveða á um. Sveitarstjórn Skútustaðahrepps telur mikilvægt að umfjöllun um fráveitumál við Mývatn nái til málsins í víðu samhengi. Jafnframt er nauðsynlegt að byggt sé á réttum upplýsingum um hlutverk einstakra stjórnvalda og ónákvæmni um það verði ekki notuð til þess að ala á tortryggni. Það þjónar ekki þeim hagsmunum sem í húfi eru. Í umræðunni hefur ekki verið gerður greinarmunur á byggingareftirliti sveitarfélags, sem fer fram samkvæmt mannvirkjalögum, og eftirliti með fráveitumálum sem er almennt í höndum heilbrigðiseftirlits. Þá hefur Umhverfisstofnun sérstaka stöðu varðandi ábyrgð og eftirlit með verndarsvæði við Mývatn, samkvæmt lögum um verndun Laxár og Mývatns. Í fréttaskýringu Kastljóss RÚV var 24. gr. reglugerðar nr. 665/2012 um frárennsli til sérstakrar umfjöllunar. Í ákvæðinu kemur fram að skolp á vatnasviði Mývatns skuli hreinsað með ítarlegri hreinsun en tveggja þrepa í samræmi við ákvæði 2. mgr. 7. gr. um fráveitur og skolp. Reglugerð um fráveitur og skolp, nr. 798/1999, gildir ekki um allt skolp. Gildissvið reglugerðarinnar miðast eingöngu við söfnun, hreinsun og losun skolps frá þéttbýli og tiltekinni atvinnustarfsemi. Ákvæði reglugerðanna varðandi meðhöndlun skolps við Mývatn hafa verið skýrðar af Umhverfisstofnun í samræmi við þetta, m.a. með Minnisblaði, dags. 7.10.2014, og heilbrigðieftirliti með tilliti til einstakra tilvika.Engar undanþágur veittar Skútustaðahreppur hefur ekki veitt undanþágur frá reglugerðum varðandi skolp. Á vegum Skútustaðahrepps starfar byggingarfulltrúi, sem hefur m.a. það hlutverk að veita byggingarleyfi samkvæmt mannvirkjalögum. Við útgáfu byggingarleyfa kemur umsótt framkvæmd til skoðunar, en ekki aðrar framkvæmdir. Við útgáfu byggingarleyfa er ekki tekin afstaða til starfsleyfa eða fyrirkomulag væntanlegs reksturs í mannvirkjunum. Byggingareftirlit varðar byggingarframkvæmdirnar sem slíkar. Vegna þeirra tilvika sem helst hafa verið í umræðunni upplýsist. Byggingarleyfi fyrir Hótel Laxá, tók m.a. til þriggja þrepa skolphreinsivirkis. Byggingareftirlit tekur ekki til reksturs eða eftirlits með slíku hreinsivirki. Það gildir hvort sem lokaúttekt hefur farið fram eða ekki, en mannvirkjalög gera ráð fyrir að slík úttekt geti farið fram allt að þremur árum eftir að mannvirki er tekið í notkun. Byggingarleyfi fyrir starfsmannahús við Hótel Laxá tók mið af því að um var að ræða íbúðir fyrir starfsmenn. Húsin eru í nokkurri fjarlægð frá hótelinu sjálfu. Byggingarleyfið tekur m.a. til rotþróar sem þjónustar húsin og hvíldi það fyrirkomulag á skýringu heilbrigðiseftirlits og Umhverfisstofnunar á ofangreindum reglugerðum. Byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Sel Hótel, tók til umsóttrar viðbyggingar. Umsóknin varðaði ekki byggingu skolphreinsivirkis. Viðbyggingin var tengd eldra skolphreinsivirki, en rekstur þess fellur undir heilbrigðiseftirlit ásamt starfsleyfum hótelrekstrarins. Í ljósi fréttaumfjöllunar skal tekið fram að Skútustaðahreppur er eigandi að um 1% hlut í félagi sem á fasteign hótelsins. Sveitarfélagið á ekki hlut í félaginu sem rekur hótelið. Núverandi vinna miðar að því að finna heildarlausn á fráveitumálum fyrir allt húsnæði í Reykjahlíð og á Skútustöðum sem samkvæmt aðalskipulagi eru skilgreindir sem þéttbýlisstaðir. Eftirlit með hreinsivirkjum og starfsleyfum fyrir hótelrekstur er hjá heilbrigðiseftirliti, en auk þess hefur Umhverfisstofnun umsjón með reglugerð sem hvílir á lögum um vernd Mývatns. Sveitarfélagið mun leggja áherslu á að viðkomandi stofnanir sinni eftirliti sínu sem skyldi. Þess skal getið að Landvernd hefur kært framangreind byggingarleyfi til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál og eru málin þar í hefðbundnum farvegi. Sveitarfélagið mun ekki skorast undan sinni ábyrgð og hefur beitt stjórnvöld miklum þrýstingi til að koma að borðinu varðandi fjármögnun á heildarlausn fráveitumála í sveitarfélaginu, eins og þeim ber að gera samkvæmt verndarlögunum. Það er kjarni málsins.
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar