Af saur sem drepur æðarvörp Einar Örn Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði stefnumörkun í fiskeldi að umræðuefni á Alþingi þann 9. febrúar síðastliðinn og beindi fyrirspurn til umhverfisráðherra. Æskilegt er að málefni laxeldis séu tekin til umfjöllunar í þingsölum í ljósi þess að hér er um að ræða uppbyggingu nýs og öflugs atvinnuvegar á Íslandi sem þegar er farinn að skapa mikil verðmæti og fjölda starfa í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að umræða sé upplýst og ígrunduð eigi hún að skila árangri. Í grunnstefnu lýðræðishreyfingarinnar Pírata sem þingmaðurinn tilheyrir er einmitt lögð áhersla á „gagnrýna hugsun“, „vel upplýstar ákvarðanir“ og að „móta stefnu í ljósi gagna og þekkingar“. Það kom hins vegar fljótlega fram í máli þingmannsins að hann var ekki að fylgja grunnstefnu hreyfingarinnar hvað þessi lykilatriði varðaði. Þingmaðurinn hafði ekki kynnt sér grundvallarstaðreyndir um eðli greinarinnar, gildandi regluverk við veitingu leyfa né fyrirkomulag rekstrarumhverfisins. Ætla mátti af orðum þingmannsins að upplausnarástand ríkti varðandi leyfamál og reyndist fyrirspurn hans uppfull af merkingarhlöðnum rangfærslum og órökstuddum hræðsluáróðri gegn laxeldi. Upphafsorð þingmannsins voru: „Frú forseti. Ríkisstofnanir hafa verið að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum . . . “ Þessi fullyrðing er röng. Stjórnvöld hafa skapað framtíðarstefnu sem meðal annars er fólgin í því að laxeldi skuli aðeins leyft á afmörkuðum svæðum við landið. Gerðar eru ríkar kröfur í gildandi lögum og reglugerðum til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar sjálfrar.Langt og strangt ferli Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Ferlið hefst hjá Skipulagsstofnun á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000. Skila þarf inn ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki, samfélag, aðra starfsemi og fleira. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir bæði almenningi sem og fagaðilum. Það er því fjarri lagi að verið sé að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum. Í ræðu sinni sagði þingmaðurinn: „Nú hafa landeigendur, veiðifélög, æðarbændur, ferðaþjónusta og fuglaverndarfólk miklar áhyggjur af áformum um fiskeldi á Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum og telja að umhverfisráðuneytið hafi brugðist skyldu sinni með því að hafa hvorki látið fara fram óháð áhættumat né mat á verndargildi náttúrunnar á áðurgreindum svæðum.“ Það eitt að einhverjir aðilar telji að umhverfisráðuneyti hafi brugðist skyldu sinni er í sjálfu sér enginn dómur yfir ráðuneytinu eða rök í málinu. Við sem manneskjur verðum oftlega vitni að því að aðilar upplifi atvik þannig að þeim finnist á sér brotið þó að ekkert gefi tilefni til að ætla að svo sé. Þetta er hluti af litrófi mannlífsins og má sem ágætt dæmi nefna afstöðu nýkjörins Bandaríkjaforseta Donalds Trump sem telur að fjölmiðlar hafi með óréttmætum hætti brugðist sér. Í ljósi þess regluverks sem gildir og verklags við undirbúning og veitingu leyfa verður ekki séð að umhverfisráðuneyti eða umhverfisyfirvöld hafi með nokkrum hætti brugðist skyldum sínum. Á einum stað sagði þingmaðurinn: „Verði af áformum fjárfesta er tekin áhætta með stórfellda lífræna mengun af saur sem drepur æðarvörp . . .“ Það er nokkuð ljóst að æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi sem rekið er utan netlaga í fjörðum landsins. Hins vegar væri upplýsandi og í anda grunnstefnu Pírata ef þingmaðurinn gæti vísað til tölfræðilegra upplýsinga um fjölda æðarvarpa sem orðið hafa fyrir skaða af völdum saurs frá fiskeldi í sjó. Það er mikilvægt að þingmenn sýni ábyrgð og fjalli um málefni af þekkingu og innsæi. Ræðustóll þingsins er vettvangur ólíkra skoðanaskipta en á ekki að nýtast sem tæki í áróðursstríði þar sem órökstuddum og röngum fullyrðingum er miðlað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði stefnumörkun í fiskeldi að umræðuefni á Alþingi þann 9. febrúar síðastliðinn og beindi fyrirspurn til umhverfisráðherra. Æskilegt er að málefni laxeldis séu tekin til umfjöllunar í þingsölum í ljósi þess að hér er um að ræða uppbyggingu nýs og öflugs atvinnuvegar á Íslandi sem þegar er farinn að skapa mikil verðmæti og fjölda starfa í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að umræða sé upplýst og ígrunduð eigi hún að skila árangri. Í grunnstefnu lýðræðishreyfingarinnar Pírata sem þingmaðurinn tilheyrir er einmitt lögð áhersla á „gagnrýna hugsun“, „vel upplýstar ákvarðanir“ og að „móta stefnu í ljósi gagna og þekkingar“. Það kom hins vegar fljótlega fram í máli þingmannsins að hann var ekki að fylgja grunnstefnu hreyfingarinnar hvað þessi lykilatriði varðaði. Þingmaðurinn hafði ekki kynnt sér grundvallarstaðreyndir um eðli greinarinnar, gildandi regluverk við veitingu leyfa né fyrirkomulag rekstrarumhverfisins. Ætla mátti af orðum þingmannsins að upplausnarástand ríkti varðandi leyfamál og reyndist fyrirspurn hans uppfull af merkingarhlöðnum rangfærslum og órökstuddum hræðsluáróðri gegn laxeldi. Upphafsorð þingmannsins voru: „Frú forseti. Ríkisstofnanir hafa verið að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum . . . “ Þessi fullyrðing er röng. Stjórnvöld hafa skapað framtíðarstefnu sem meðal annars er fólgin í því að laxeldi skuli aðeins leyft á afmörkuðum svæðum við landið. Gerðar eru ríkar kröfur í gildandi lögum og reglugerðum til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar sjálfrar.Langt og strangt ferli Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Ferlið hefst hjá Skipulagsstofnun á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000. Skila þarf inn ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki, samfélag, aðra starfsemi og fleira. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir bæði almenningi sem og fagaðilum. Það er því fjarri lagi að verið sé að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum. Í ræðu sinni sagði þingmaðurinn: „Nú hafa landeigendur, veiðifélög, æðarbændur, ferðaþjónusta og fuglaverndarfólk miklar áhyggjur af áformum um fiskeldi á Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum og telja að umhverfisráðuneytið hafi brugðist skyldu sinni með því að hafa hvorki látið fara fram óháð áhættumat né mat á verndargildi náttúrunnar á áðurgreindum svæðum.“ Það eitt að einhverjir aðilar telji að umhverfisráðuneyti hafi brugðist skyldu sinni er í sjálfu sér enginn dómur yfir ráðuneytinu eða rök í málinu. Við sem manneskjur verðum oftlega vitni að því að aðilar upplifi atvik þannig að þeim finnist á sér brotið þó að ekkert gefi tilefni til að ætla að svo sé. Þetta er hluti af litrófi mannlífsins og má sem ágætt dæmi nefna afstöðu nýkjörins Bandaríkjaforseta Donalds Trump sem telur að fjölmiðlar hafi með óréttmætum hætti brugðist sér. Í ljósi þess regluverks sem gildir og verklags við undirbúning og veitingu leyfa verður ekki séð að umhverfisráðuneyti eða umhverfisyfirvöld hafi með nokkrum hætti brugðist skyldum sínum. Á einum stað sagði þingmaðurinn: „Verði af áformum fjárfesta er tekin áhætta með stórfellda lífræna mengun af saur sem drepur æðarvörp . . .“ Það er nokkuð ljóst að æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi sem rekið er utan netlaga í fjörðum landsins. Hins vegar væri upplýsandi og í anda grunnstefnu Pírata ef þingmaðurinn gæti vísað til tölfræðilegra upplýsinga um fjölda æðarvarpa sem orðið hafa fyrir skaða af völdum saurs frá fiskeldi í sjó. Það er mikilvægt að þingmenn sýni ábyrgð og fjalli um málefni af þekkingu og innsæi. Ræðustóll þingsins er vettvangur ólíkra skoðanaskipta en á ekki að nýtast sem tæki í áróðursstríði þar sem órökstuddum og röngum fullyrðingum er miðlað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun