Skorum betur í húsnæðismálum Elsa Lára Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2017 16:50 Á síðasta kjörtímabili var unnið að umfangsmiklum aðgerðum í húsnæðismálum. Í þeirri vinnu var m.a. mikið rætt um sérstakar húsnæðisbætur og húsnæðisbætur til námsmanna á aldrinum 15 – 17 ára. Það var þverpólitísk sátt meðal allra nefndarmanna í velferðarnefnd Alþingis, að frá og með síðustu áramótum væri öllum sveitarfélögum skylt að veita þennan stuðning. Til að koma á móts við þessa skyldu sveitarfélaganna voru 800 milljónir eftir í tekjugrunni þeirra, svo þau gætu sinnt þessu verkefni.Leiðbeinandi reglur voru jafnframt settar um þennan stuðning, en þær eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi að sveitarfélög skuli veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur. Í öðru lagi að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15 – 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Sá stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar. Í þriðja lagi skal meta þunga framfærslubyrði einstaklinga sem sækja um sérstakan húsnæðisstuðning og líta til félagslegra aðstæðna. Markmið þessara laga um almennan húsnæðisstuðning og leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, eru að enginn komi verr út úr nýja kerfinu en því gamla. Hins vegar er það svo að þingmenn hafa fengið upplýsingar um að fjöldi einstaklinga er ekki að fá þennan sérstaka húsnæðisstuðning. Vegna þess hef ég kallað eftir fundi í velferðarnefnd Alþingis til að fá frekari upplýsingar um þessi mál. Hef óskað eftir því að Samband Íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins mæti á fund nefndarinnar.Í störfum þingsins, á Alþingi í dag, skoraði ég jafnframt á félagsmálaráðherra að taka þessi mál til skoðunar. Kalla eftir upplýsingum frá ofangreindum aðilum og kanna með hvaða hætti hægt væri að bregðast við því að fjöldi einstaklinga er ekki að fá þennan sérstaka húsnæðisstuðning. Ég óskaði eftir því að þetta yrði skoðað samhliða þeirri vinnu sem mun eiga sér stað í aðgerðahópi í húsnæðismálum. Sá hópur á að komast að niðurstöðu innan mánaðar. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á síðasta kjörtímabili var unnið að umfangsmiklum aðgerðum í húsnæðismálum. Í þeirri vinnu var m.a. mikið rætt um sérstakar húsnæðisbætur og húsnæðisbætur til námsmanna á aldrinum 15 – 17 ára. Það var þverpólitísk sátt meðal allra nefndarmanna í velferðarnefnd Alþingis, að frá og með síðustu áramótum væri öllum sveitarfélögum skylt að veita þennan stuðning. Til að koma á móts við þessa skyldu sveitarfélaganna voru 800 milljónir eftir í tekjugrunni þeirra, svo þau gætu sinnt þessu verkefni.Leiðbeinandi reglur voru jafnframt settar um þennan stuðning, en þær eru eftirfarandi: Í fyrsta lagi að sveitarfélög skuli veita sérstakan húsnæðisstuðning í samræmi við nánari reglur sem sveitarstjórn setur. Í öðru lagi að sveitarfélög skuli veita foreldrum eða forsjáraðilum 15 – 17 ára barna sem leigja herbergi á heimavist eða námsgörðum vegna náms fjarri lögheimili húsnæðisstuðning. Sá stuðningurinn skal vera óháður tekjum og eignum foreldra eða forsjármanna og ekki yfir 75% af húsnæðiskostnaði vegna leigunnar. Í þriðja lagi skal meta þunga framfærslubyrði einstaklinga sem sækja um sérstakan húsnæðisstuðning og líta til félagslegra aðstæðna. Markmið þessara laga um almennan húsnæðisstuðning og leiðbeinandi reglur um sérstakan húsnæðisstuðning, eru að enginn komi verr út úr nýja kerfinu en því gamla. Hins vegar er það svo að þingmenn hafa fengið upplýsingar um að fjöldi einstaklinga er ekki að fá þennan sérstaka húsnæðisstuðning. Vegna þess hef ég kallað eftir fundi í velferðarnefnd Alþingis til að fá frekari upplýsingar um þessi mál. Hef óskað eftir því að Samband Íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar og ráðuneytisins mæti á fund nefndarinnar.Í störfum þingsins, á Alþingi í dag, skoraði ég jafnframt á félagsmálaráðherra að taka þessi mál til skoðunar. Kalla eftir upplýsingum frá ofangreindum aðilum og kanna með hvaða hætti hægt væri að bregðast við því að fjöldi einstaklinga er ekki að fá þennan sérstaka húsnæðisstuðning. Ég óskaði eftir því að þetta yrði skoðað samhliða þeirri vinnu sem mun eiga sér stað í aðgerðahópi í húsnæðismálum. Sá hópur á að komast að niðurstöðu innan mánaðar. Elsa Lára Arnardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar