Gáttatif – algengur og erfiður hjartasjúkdómur Davíð O. Arnar skrifar 28. febrúar 2017 08:30 Gáttatif er algeng hjartsláttartruflun og veldur oft töluverðum einkennum. Þá tengist gáttatif upp undir þriðjungi tilvika heilaáfalla og víða á Vesturlöndum fer um 1% af öllum útgjöldum til heilbrigðismála í að greina og meðhöndla gáttatif og afleiðingar þess. Gáttatif byrjar oft í stuttum hviðum en síðan verða köstin lengri og oft verður takttruflunin viðvarandi. Gáttatif er oftast greint með hjartalínuriti, en oft á tíðum er hægt að fá vísbendingu um takttruflunina með því að þreifa púlsinn, en hann er gjarnan óreglulega óreglulegur undir þessum kringumstæðum. Svo hafa á undanförnum árum komið á markað ýmiss snjalltæki sem gera það kleyft að fá takmarkað hjartalínurit sem getur í vissum tilvikum greint gáttatif. Helstu áhættuþættir fyrir gáttatifi eru háþrýstingur, saga um kransæðastíflu, hjartabilun og sykursýki. Aukning á algengi gáttatifs endurspeglar ekki síst batnandi horfur hjá einstaklingum með þessa áhættuþætti. Einnig getur tilkoma gáttatifs stundum tengst bráðum uppákomum svo sem sýkingum, ekki síst lungnabólgu, ofstarfsemi í skjaldkirtli og áfengisneyslu. Meðal nýrri áhættuþátta gáttatifs eru offita og kæfisvefn. Þá eru vísbendingar um að erfðaþættir kunni að auka áhættu á gáttatifi og er fjölskyldusaga sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þessari takttruflun. Gáttatif getur valdið fjölþættum einkennum og lífsgæði þeirra sem hafa gáttatif eru oft verulega skert. Mjög algengt er að einstaklingar með þessa hjartsláttartruflun finni fyrir hjartsláttaróþægindum, oft hröðum og óreglulegum hjartslætti. Þessi tilfinning að vera meðvitaður um hjartsláttinn er mörgum mjög óþægileg. Líkast til vilja flestir að hjartað vinni sína vinnu án þess að þeir verði nokkuð varir við það. Þá eru úthaldsskerðing og mæði oft fylgifiskar gáttatifs. Sumir finna jafnvel fyrir brjóstverk eða svimatilfinningu. Yfir 5000 einstaklingar hérlendis hafa greinst með gáttatif. Gáttatif er oftar greint hjá þeim sem eldri eru og greinist oft milli sextugs og sjötugs. Þó getur gáttatif gert vart við sig hjá þeim sem yngri eru og hraustir að öðru leyti. Því hefur verið spáð að tilvikum gáttatifs eigi eftir a fjölga verulega hérlendis og er meginástæðan hækkandi aldur þjóðarinnar. Á sama tíma fjölgar þeim sem hafa helstu áhættuþætti gáttatifs. Má búast við að algengi sjúkdómsins eigi eftir að þrefaldast á næstu fjórum áratugum.Alvarlegasta afleiðing gáttatifs er heilaáfall. Gáttatif kann að vera orsökin fyrir um þriðjungi allra blóðtappa til heila. Við gáttatif verður samdráttur í gáttavöðvanum óeðlilegur og hætta á blóðsegamyndun eykst. Blóðsegar geta losnað frá gáttinni og meðal annars farið upp til heila. Heilaáfalli geta fylgt fjölbreytt einkenni meðal annars lömun í andliti eða öðurm líkamshelmingi. Heilaáföllum vegna gáttatifs fylgir oft mikil færniskerðing. Meðferð með blóðþynningarlyfjum getur dregið úr áhættu á blóðsegamyndun við gáttatif um 65-70%. Það eru ekki allir sem hafa gáttatif sem eru í jafn mikilli hættu á blóðsegamyndun. Þeir sem hafa vissa áhættuþætti, þar með talið háþrýsting, sykursýki, hjartabilun, æðakölkun, fyrri sögu um heiláföll eða eru yfir 65 ára eru í hvað mestri hættu og ættu að vera á blóðþynningarlyfi ef ekki er skýr frábending. Þeir sem hafa engan af þessum áhættuþáttum þurfa ekki blóðþynningarlyf. Lengi vel var warfarin sem er einnig þekkt undir nafninu Kóvar eina blóðþynningarlyfið sem notað var hjá sjúklingum með gáttatif. Lyfið virkar vel en þynningaráhrif þess eru þó breytileg og þarf því að fylgjast með blóðgildum, svokölluðu INR gildi, með reglulegu millibili til að ákveða skammta lyfsins. Nýlega hafa komið á markaðinn ný blóðþynningalyf sem hafa stöðugri verkun þannig að ekki er nauðsynlegt að fylgjast með blóðmælingum til að ákvarða skammta. Með nýju lyfjunum er þó mælt með blóðprufum um það bil tvisvar á ári, meðal annars til að fylgjast með blóðrauða og nýrnastarfsemi. Þessi nýju lyf hafa reynst gagnleg víðbót og hafa náð talsverðri útbreiðslu. Helsta aukaverkun blóðþynningalyfja eru blæðingar, en tíðni alvarlegra blæðinga er fremur lág og hjá þeim sem hafa áhættuþætti fyrir blóðsegamyndun er ávinningurinn af töku þessara lyfja mun meiri en áhættan. Rannsóknir hérlendis og erlendis benda til þess að blóðþynningarmeðferð hjá einstaklingum sem hafa gáttatif og áhættuþætti fyrir segamyndun sé vannýtt og aðeins tæplega helmingur þeirra sem eiga að vera á slíkri meðferð séu það. Það er hins vegar mjög mikilvægt með hliðsjón af því hversu mikil færniskerðing getur fylgt heilaáföllum af völdum gáttatifs að þessi meðferðakostur sé nýttur eins vel og mögulegt er. Meðferð gáttatifs getur á köflum verið erfið. Í upphafi þegar takttruflunin kemur í köstum .þarf stundum að beita rafvendingu til að koma á réttum takti aftur. Rafvending er gerð í léttri svæfingu þar sem rafstuð er gefið á brjóstið til að stoppa gáttatifið og koma réttum takti á. Oft þarf að beita lyfjameðferð kjölfarið til að halda sjúklingum í réttum takti. Þau lyf sem eru í boði virka reyndar misvel eftir einstaklingum. Það er nokkuð algengt að lyfjameðferð dugar skammt og getur gjarnan þurft að prófa nokkur lyf hjá sama sjúklingnum. Brennsluaðgerð er vaxandi meðferðarform við gáttatif. Slík aðgerð er gerð í hjartaþræðingu og er árangursríkasta leiðin til að halda gáttatifi niðri. Aðgengi að brennsluaðgerðum hefur að vissu leyti verið takmarkandi þáttur. Það er ljóst að með vaxandi fjölda þeirra sem munu fá þessa takttruflun á Vesturlöndum að það er mikilvægt að reyna að þróa nýja og aðgengilega meðferðarkosti. Lykillinn að því er betri skilningur á sjúkdómnum. Rannsóknir í erfðafræði gætu verið mjög mikilvægar til að öðlast dýpri þekkingu á svokallaðri meinalífeðlisfræði gáttatifs. Rannsóknir okkar í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu hafa gefið okkur ný sjónarhorn á grunnorsakir þessa sjúkdóms og beint kastljósinu að nýjum möguleikum í þróun meðferða. Nýlegar rannsóknir okkar í samvinnu við Hjartavernd benda til þess gáttatif hafi víðtækari áhrif á heilann en þau sem orsakast af blóðsegareki. Þannig hefur gáttatif tengst minnisskerðingu og heilarýrnun óháð heilaáföllum. Vísbendingar eru um að blóðflæði til heila sé minna hjá þeim sem hafa gáttatif og kann það að skýra að minnsta kosti hluta þeirrar heilarýrnunar og minniskerðingar sem getur sést. Þetta þarfnast frekari rannsókna og þá sér í lagi hvort það að stuðla að réttum takti hjá þeim sem fá gáttatif geti seinkað þessum áhrifum á heilann. Samantekið er gáttatif algengur hjartasjúkdómur sem veldur oft á tíðum verulegum einkennum, hefur alvarlega fylgikvilla og er erfitt í meðhöndlun. Það er ein af stærstu áskorunum í hjartalækningum á næstu árum og áratugum að leita leiða til að betur meðhöndla þennan vaxandi hóp gáttatifssjúklinga og að fyrirbyggja fylgikvilla hans með viðeigandi ráðum. Grein þessi er rituð vegna Hjartamánaðar GoRed. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Gáttatif er algeng hjartsláttartruflun og veldur oft töluverðum einkennum. Þá tengist gáttatif upp undir þriðjungi tilvika heilaáfalla og víða á Vesturlöndum fer um 1% af öllum útgjöldum til heilbrigðismála í að greina og meðhöndla gáttatif og afleiðingar þess. Gáttatif byrjar oft í stuttum hviðum en síðan verða köstin lengri og oft verður takttruflunin viðvarandi. Gáttatif er oftast greint með hjartalínuriti, en oft á tíðum er hægt að fá vísbendingu um takttruflunina með því að þreifa púlsinn, en hann er gjarnan óreglulega óreglulegur undir þessum kringumstæðum. Svo hafa á undanförnum árum komið á markað ýmiss snjalltæki sem gera það kleyft að fá takmarkað hjartalínurit sem getur í vissum tilvikum greint gáttatif. Helstu áhættuþættir fyrir gáttatifi eru háþrýstingur, saga um kransæðastíflu, hjartabilun og sykursýki. Aukning á algengi gáttatifs endurspeglar ekki síst batnandi horfur hjá einstaklingum með þessa áhættuþætti. Einnig getur tilkoma gáttatifs stundum tengst bráðum uppákomum svo sem sýkingum, ekki síst lungnabólgu, ofstarfsemi í skjaldkirtli og áfengisneyslu. Meðal nýrri áhættuþátta gáttatifs eru offita og kæfisvefn. Þá eru vísbendingar um að erfðaþættir kunni að auka áhættu á gáttatifi og er fjölskyldusaga sjálfstæður áhættuþáttur fyrir þessari takttruflun. Gáttatif getur valdið fjölþættum einkennum og lífsgæði þeirra sem hafa gáttatif eru oft verulega skert. Mjög algengt er að einstaklingar með þessa hjartsláttartruflun finni fyrir hjartsláttaróþægindum, oft hröðum og óreglulegum hjartslætti. Þessi tilfinning að vera meðvitaður um hjartsláttinn er mörgum mjög óþægileg. Líkast til vilja flestir að hjartað vinni sína vinnu án þess að þeir verði nokkuð varir við það. Þá eru úthaldsskerðing og mæði oft fylgifiskar gáttatifs. Sumir finna jafnvel fyrir brjóstverk eða svimatilfinningu. Yfir 5000 einstaklingar hérlendis hafa greinst með gáttatif. Gáttatif er oftar greint hjá þeim sem eldri eru og greinist oft milli sextugs og sjötugs. Þó getur gáttatif gert vart við sig hjá þeim sem yngri eru og hraustir að öðru leyti. Því hefur verið spáð að tilvikum gáttatifs eigi eftir a fjölga verulega hérlendis og er meginástæðan hækkandi aldur þjóðarinnar. Á sama tíma fjölgar þeim sem hafa helstu áhættuþætti gáttatifs. Má búast við að algengi sjúkdómsins eigi eftir að þrefaldast á næstu fjórum áratugum.Alvarlegasta afleiðing gáttatifs er heilaáfall. Gáttatif kann að vera orsökin fyrir um þriðjungi allra blóðtappa til heila. Við gáttatif verður samdráttur í gáttavöðvanum óeðlilegur og hætta á blóðsegamyndun eykst. Blóðsegar geta losnað frá gáttinni og meðal annars farið upp til heila. Heilaáfalli geta fylgt fjölbreytt einkenni meðal annars lömun í andliti eða öðurm líkamshelmingi. Heilaáföllum vegna gáttatifs fylgir oft mikil færniskerðing. Meðferð með blóðþynningarlyfjum getur dregið úr áhættu á blóðsegamyndun við gáttatif um 65-70%. Það eru ekki allir sem hafa gáttatif sem eru í jafn mikilli hættu á blóðsegamyndun. Þeir sem hafa vissa áhættuþætti, þar með talið háþrýsting, sykursýki, hjartabilun, æðakölkun, fyrri sögu um heiláföll eða eru yfir 65 ára eru í hvað mestri hættu og ættu að vera á blóðþynningarlyfi ef ekki er skýr frábending. Þeir sem hafa engan af þessum áhættuþáttum þurfa ekki blóðþynningarlyf. Lengi vel var warfarin sem er einnig þekkt undir nafninu Kóvar eina blóðþynningarlyfið sem notað var hjá sjúklingum með gáttatif. Lyfið virkar vel en þynningaráhrif þess eru þó breytileg og þarf því að fylgjast með blóðgildum, svokölluðu INR gildi, með reglulegu millibili til að ákveða skammta lyfsins. Nýlega hafa komið á markaðinn ný blóðþynningalyf sem hafa stöðugri verkun þannig að ekki er nauðsynlegt að fylgjast með blóðmælingum til að ákvarða skammta. Með nýju lyfjunum er þó mælt með blóðprufum um það bil tvisvar á ári, meðal annars til að fylgjast með blóðrauða og nýrnastarfsemi. Þessi nýju lyf hafa reynst gagnleg víðbót og hafa náð talsverðri útbreiðslu. Helsta aukaverkun blóðþynningalyfja eru blæðingar, en tíðni alvarlegra blæðinga er fremur lág og hjá þeim sem hafa áhættuþætti fyrir blóðsegamyndun er ávinningurinn af töku þessara lyfja mun meiri en áhættan. Rannsóknir hérlendis og erlendis benda til þess að blóðþynningarmeðferð hjá einstaklingum sem hafa gáttatif og áhættuþætti fyrir segamyndun sé vannýtt og aðeins tæplega helmingur þeirra sem eiga að vera á slíkri meðferð séu það. Það er hins vegar mjög mikilvægt með hliðsjón af því hversu mikil færniskerðing getur fylgt heilaáföllum af völdum gáttatifs að þessi meðferðakostur sé nýttur eins vel og mögulegt er. Meðferð gáttatifs getur á köflum verið erfið. Í upphafi þegar takttruflunin kemur í köstum .þarf stundum að beita rafvendingu til að koma á réttum takti aftur. Rafvending er gerð í léttri svæfingu þar sem rafstuð er gefið á brjóstið til að stoppa gáttatifið og koma réttum takti á. Oft þarf að beita lyfjameðferð kjölfarið til að halda sjúklingum í réttum takti. Þau lyf sem eru í boði virka reyndar misvel eftir einstaklingum. Það er nokkuð algengt að lyfjameðferð dugar skammt og getur gjarnan þurft að prófa nokkur lyf hjá sama sjúklingnum. Brennsluaðgerð er vaxandi meðferðarform við gáttatif. Slík aðgerð er gerð í hjartaþræðingu og er árangursríkasta leiðin til að halda gáttatifi niðri. Aðgengi að brennsluaðgerðum hefur að vissu leyti verið takmarkandi þáttur. Það er ljóst að með vaxandi fjölda þeirra sem munu fá þessa takttruflun á Vesturlöndum að það er mikilvægt að reyna að þróa nýja og aðgengilega meðferðarkosti. Lykillinn að því er betri skilningur á sjúkdómnum. Rannsóknir í erfðafræði gætu verið mjög mikilvægar til að öðlast dýpri þekkingu á svokallaðri meinalífeðlisfræði gáttatifs. Rannsóknir okkar í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu hafa gefið okkur ný sjónarhorn á grunnorsakir þessa sjúkdóms og beint kastljósinu að nýjum möguleikum í þróun meðferða. Nýlegar rannsóknir okkar í samvinnu við Hjartavernd benda til þess gáttatif hafi víðtækari áhrif á heilann en þau sem orsakast af blóðsegareki. Þannig hefur gáttatif tengst minnisskerðingu og heilarýrnun óháð heilaáföllum. Vísbendingar eru um að blóðflæði til heila sé minna hjá þeim sem hafa gáttatif og kann það að skýra að minnsta kosti hluta þeirrar heilarýrnunar og minniskerðingar sem getur sést. Þetta þarfnast frekari rannsókna og þá sér í lagi hvort það að stuðla að réttum takti hjá þeim sem fá gáttatif geti seinkað þessum áhrifum á heilann. Samantekið er gáttatif algengur hjartasjúkdómur sem veldur oft á tíðum verulegum einkennum, hefur alvarlega fylgikvilla og er erfitt í meðhöndlun. Það er ein af stærstu áskorunum í hjartalækningum á næstu árum og áratugum að leita leiða til að betur meðhöndla þennan vaxandi hóp gáttatifssjúklinga og að fyrirbyggja fylgikvilla hans með viðeigandi ráðum. Grein þessi er rituð vegna Hjartamánaðar GoRed.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar