Erlent

Báru kennsl á fórnarlamb í Tvíburaturnunum

Kjartan Kjartansson skrifar
Þúsundir manna fórust þegar tveimur flugvélum var flogið á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001.
Þúsundir manna fórust þegar tveimur flugvélum var flogið á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Vísir/Getty
Réttarmeinafræðingi í New York hefur tekist að bera kennsl á lík manns sem lést í hryðjuverkárásunum á Tvíburaturnana 11. september þrátt fyrir að sextán ár séu að verða liðin frá henni.

Alls létust 2.753 í árásunum í New York og nú hefur verið borin kennsl á 1.641 þeirra. Enn hefur því ekki tekist að bera kennsl á um 40% þeirra sem fórust, alls 1.112.

Ekki hefur verið greint frá nafni mannsins sem nú hafa verið borin kennsl á að ósk fjölskyldu hans, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC.

Rúm tvö ár eru liðin frá því kennsl voru síðast borin á fórnarlamb árásanna. Réttarmeinafræðingar nota DNA-rannsóknir til þess að reyna að bera kennsl á líkamsleifar fórnarlambanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×