Aflýsa flugi WOW air til Cork vegna bilunar: Farþegar ósáttir Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 26. júlí 2017 12:45 Nánar er ekki vitað um bilunina. Vísir/Vilhelm Búið er að fresta flugi Wow air til Cork í Írlandi vegna bilunar í flugvél. Inga María Árnadóttir og Haraldur Sigþórsson áttu bókað flug með vélinni kl 6:40. Þeim var tilkynnt um seinkun en það var ekki fyrr en um níu leitið sem það kom í ljós að ferðinni var frestað vegnar bilunar. Þau gagnrýna bæði flugfélagið fyrir að vera í litlum samskiptum við farþega og segja að þau hafi varla fengið neinar upplýsingar. „Við áttum bókað með þessari flugvél til Cork kl 6:40. Svo líður og bíður. Fyrst fáum við að vita að það komi meiri upplýsingar klukkan átta. Svo var klukkan orðin vel yfir níu þá komu loksins þær upplýsingar að það hafi verið hætt við flugið. Manni brá ekkert lítið. Þetta er náttúrulega búið að taka alla nóttina,“ segir Haraldur. Þau hafi fengið þrjá möguleika; hætta við flugið og fá endurgreitt, að velja annan áfangastað eða að fara seinna. Haraldur segir alla þessa kosti vera vonda, þau fái líka engar skaðabætur. Haraldur nefnir að hann sé í hjólastól og því eigi hann ekki jafn auðvelt með að standa í svona löguðu. Erfiðara sé að standa í slíkum breytingum. Inga María segir í samtali við Vísi að þau hafi ákveðið að taka vélina til Dublin og að þau verði að reyna að redda sér þaðan til Cork. Þau hafi haft fimm klukkutíma til að taka ákvörðun um hvert næsta skref yrði. „Mér sýndust einhverjir hafa hreinlega hætt við,“ segir Inga María um aðra farþega og nefnir að henni finnist skrítið að ekki hafi verið gerðar ráðstafanir fyrir farþega að komast á áfangastað með öðru flugfélagi.Uppfært 13:15Samkvæmt WOW air varð bilun í Airbus 320. Haft hafi verið samband við farþegar um leið og þetta hafi verið ljóst og þeim boðin endurgreiðsla eða að færa sig á önnur flug með félaginu. Ekki er reiknað með að bilunin muni hafa frekari áhrif á áæltun WOW air. Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira
Búið er að fresta flugi Wow air til Cork í Írlandi vegna bilunar í flugvél. Inga María Árnadóttir og Haraldur Sigþórsson áttu bókað flug með vélinni kl 6:40. Þeim var tilkynnt um seinkun en það var ekki fyrr en um níu leitið sem það kom í ljós að ferðinni var frestað vegnar bilunar. Þau gagnrýna bæði flugfélagið fyrir að vera í litlum samskiptum við farþega og segja að þau hafi varla fengið neinar upplýsingar. „Við áttum bókað með þessari flugvél til Cork kl 6:40. Svo líður og bíður. Fyrst fáum við að vita að það komi meiri upplýsingar klukkan átta. Svo var klukkan orðin vel yfir níu þá komu loksins þær upplýsingar að það hafi verið hætt við flugið. Manni brá ekkert lítið. Þetta er náttúrulega búið að taka alla nóttina,“ segir Haraldur. Þau hafi fengið þrjá möguleika; hætta við flugið og fá endurgreitt, að velja annan áfangastað eða að fara seinna. Haraldur segir alla þessa kosti vera vonda, þau fái líka engar skaðabætur. Haraldur nefnir að hann sé í hjólastól og því eigi hann ekki jafn auðvelt með að standa í svona löguðu. Erfiðara sé að standa í slíkum breytingum. Inga María segir í samtali við Vísi að þau hafi ákveðið að taka vélina til Dublin og að þau verði að reyna að redda sér þaðan til Cork. Þau hafi haft fimm klukkutíma til að taka ákvörðun um hvert næsta skref yrði. „Mér sýndust einhverjir hafa hreinlega hætt við,“ segir Inga María um aðra farþega og nefnir að henni finnist skrítið að ekki hafi verið gerðar ráðstafanir fyrir farþega að komast á áfangastað með öðru flugfélagi.Uppfært 13:15Samkvæmt WOW air varð bilun í Airbus 320. Haft hafi verið samband við farþegar um leið og þetta hafi verið ljóst og þeim boðin endurgreiðsla eða að færa sig á önnur flug með félaginu. Ekki er reiknað með að bilunin muni hafa frekari áhrif á áæltun WOW air.
Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Sjá meira