Kýrskýrar mannvitsbrekkur Jón Axel Egilsson skrifar 26. júlí 2017 15:18 MannvitsbrekkaÍ Þjóðviljanum 10. maí 1978 á blaðsíðu 6 er athyglisverð þingsjá um þingræðu Vilborgar Harðardóttur (1935-2002) um endurskoðun meiðyrðalöggjafarinnar: Mannvitsbrekka getur táknað viskufjall. Vilborg vitnar í ummæla Úlfars Þormóðssonar, blaðamanns, sem hafði m.a. þessi orð um meðlimi Varins lands: „...þessi hópur mannvitsbrekkna...“, en Varið land sem vildi ekki að herinn færi, stefndu honum fyrir meiðyrði. Í athugasemdum lögmanns stefnenda segir svo um ummæli Úlfars: „Stefnendur telja þessi ummæli móðgandi og refsa beri fyrir þau skv. 234. gr. laga nr. 19/1940.“ Úlfar var sýknaður, en Svavar Gestsson (varastefndi) mátti greiða fyrir hönd Þjóðviljans. Þessi málatilbúningur kom til vegna þess að menn þekktu m.a. ekki merkingu orðsins „mannvitsbrekka“. Guðrún Kvaran prófessor, skýrir þetta svo á Vísindavefnum: „Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið merki þá 'sú sem býr yfir miklu viti, mikilli þekkingu'. Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um notkun orðsins úr síðari alda máli frá 1915. Þar er það notað í yfirfærðri merkingu um að standa á einhverjum stað í mannvitsbrekkunni, það er að segja um það vit sem einhverjum er gefið. Í yngra dæmi frá Halldóri Laxness er greinilega verið að tala um vit fólks, bæði kvenna og karla, og er það sú merking sem lögð er í orðið nú, í heldur kaldhæðnislegum tón.“ (Ég held að kaldhæðnin sé að mestu horfin úr merkingunni.) En áfram úr þingræðu Vilborgar: „Almennastur skilningur viðurnefnisins mun á þessari öld hafa verið e.k. „viskufjall" eða sá klettur, sem vitsmunir annarra stranda á. Er þessi skýring runnin frá þýska málfræðingnum Hugo Gering árið 1894, sem þýðir það á þýsku sem „Weisheitsklippe". Eldri skýring viðurnefnisins kemur hinsvegar fram hjá sjálfum Konrad Maurer árið 1855. Þar er orðið talið skylt dönsku sögninni „brække", enskunni „break" og þýskunni „brechen", „Mannerwitzbrecherin", þ.e. sú sem brýtur niður vit karlmanna eða töfrar og tælir horska hali: die verstandige Manner Bezaubernde. Er þá talið, að orðið „maður" hafi i fornmáli þýtt karlmaður einsog skyld orð í öðrum málum gera enn í dag. Finnur Jónsson skilur viðurnefnið hinsvegar meira jarðlegum skilningi: Þar sem mannvitið var á þeim tíma talið eiga heima i brjóstholinu, hafi orðið mannvitsbrekka átt við konu með sérlega þrýstinn barm.“ (Skýring Finns myndi teljast „karlrembuskýring“ í dag. Ég held að hrútskýring nái því ekki.)KýrskýrÞví spyrði ég þessi tvö orð saman að orðið „kýrskýr“ hefur farið svipaða leið með öfugum formerkjum. Í sveitinni þóttu kýr ekki stíga í vitið og var orðið notað um heimska menn (og konur); suma svo heimska að þeir voru „sauðgreindir“ líka. Eins gott að það orði skipti ekki um merkingu. Þó væri gaman að heyra þingmenn segja: „Háttvirtur þingmaður er svo sauðgreindur að hann samþykkti búvörusamninginn.“ Vefsíður eins og Íslenska málfélagið, malid.is og fleiri í þeim dúr segja orðið „kýrskýr“ merki „heimskur“; en einstaklingar eins og Eiður Guðnason (1939-2017) og Sigurður G. Tómasson bæta um betur og segja „nautheimskur“. Látum vera þó að einstaka snjáldurbókarvini verði á að nota orðið í rangri merkingu, en manni bregður í brún er mannvitsbrekkur eins og Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og núna síðast Ari Trausti Guðmundsson nota orðið „kýrskýrt“ í merkingunni augljóst. Rúsínan í pylsuendanum er svo að grein Ara Trausta nefnist: „Röng skilaboð“... Heimildir:https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=222240&pageId=2860679&lang=is&q=Mannvitsbrekkahttps://www.visindavefur.is/svar.php?id=1034https://xn--mlfri-xqa2b6e.is/grein.php?id=638https://malid.is/leit/k%C3%BDrsk%C3%BDrhttps://eidur.is/617https://einherji.blog.is/blog/einherji/entry/225807//g/2013702059937https://eyjan.pressan.is/frettir/2010/12/11/ogmundur-segir-thad-%E2%80%9Ekyrskyrt%E2%80%9C-ad-ser-hafi-verid-hotad-rikisstjornarslitum-vegna-icesave/https://vefblod.visir.is/index.php?s=10712&p=228935 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
MannvitsbrekkaÍ Þjóðviljanum 10. maí 1978 á blaðsíðu 6 er athyglisverð þingsjá um þingræðu Vilborgar Harðardóttur (1935-2002) um endurskoðun meiðyrðalöggjafarinnar: Mannvitsbrekka getur táknað viskufjall. Vilborg vitnar í ummæla Úlfars Þormóðssonar, blaðamanns, sem hafði m.a. þessi orð um meðlimi Varins lands: „...þessi hópur mannvitsbrekkna...“, en Varið land sem vildi ekki að herinn færi, stefndu honum fyrir meiðyrði. Í athugasemdum lögmanns stefnenda segir svo um ummæli Úlfars: „Stefnendur telja þessi ummæli móðgandi og refsa beri fyrir þau skv. 234. gr. laga nr. 19/1940.“ Úlfar var sýknaður, en Svavar Gestsson (varastefndi) mátti greiða fyrir hönd Þjóðviljans. Þessi málatilbúningur kom til vegna þess að menn þekktu m.a. ekki merkingu orðsins „mannvitsbrekka“. Guðrún Kvaran prófessor, skýrir þetta svo á Vísindavefnum: „Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið merki þá 'sú sem býr yfir miklu viti, mikilli þekkingu'. Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um notkun orðsins úr síðari alda máli frá 1915. Þar er það notað í yfirfærðri merkingu um að standa á einhverjum stað í mannvitsbrekkunni, það er að segja um það vit sem einhverjum er gefið. Í yngra dæmi frá Halldóri Laxness er greinilega verið að tala um vit fólks, bæði kvenna og karla, og er það sú merking sem lögð er í orðið nú, í heldur kaldhæðnislegum tón.“ (Ég held að kaldhæðnin sé að mestu horfin úr merkingunni.) En áfram úr þingræðu Vilborgar: „Almennastur skilningur viðurnefnisins mun á þessari öld hafa verið e.k. „viskufjall" eða sá klettur, sem vitsmunir annarra stranda á. Er þessi skýring runnin frá þýska málfræðingnum Hugo Gering árið 1894, sem þýðir það á þýsku sem „Weisheitsklippe". Eldri skýring viðurnefnisins kemur hinsvegar fram hjá sjálfum Konrad Maurer árið 1855. Þar er orðið talið skylt dönsku sögninni „brække", enskunni „break" og þýskunni „brechen", „Mannerwitzbrecherin", þ.e. sú sem brýtur niður vit karlmanna eða töfrar og tælir horska hali: die verstandige Manner Bezaubernde. Er þá talið, að orðið „maður" hafi i fornmáli þýtt karlmaður einsog skyld orð í öðrum málum gera enn í dag. Finnur Jónsson skilur viðurnefnið hinsvegar meira jarðlegum skilningi: Þar sem mannvitið var á þeim tíma talið eiga heima i brjóstholinu, hafi orðið mannvitsbrekka átt við konu með sérlega þrýstinn barm.“ (Skýring Finns myndi teljast „karlrembuskýring“ í dag. Ég held að hrútskýring nái því ekki.)KýrskýrÞví spyrði ég þessi tvö orð saman að orðið „kýrskýr“ hefur farið svipaða leið með öfugum formerkjum. Í sveitinni þóttu kýr ekki stíga í vitið og var orðið notað um heimska menn (og konur); suma svo heimska að þeir voru „sauðgreindir“ líka. Eins gott að það orði skipti ekki um merkingu. Þó væri gaman að heyra þingmenn segja: „Háttvirtur þingmaður er svo sauðgreindur að hann samþykkti búvörusamninginn.“ Vefsíður eins og Íslenska málfélagið, malid.is og fleiri í þeim dúr segja orðið „kýrskýr“ merki „heimskur“; en einstaklingar eins og Eiður Guðnason (1939-2017) og Sigurður G. Tómasson bæta um betur og segja „nautheimskur“. Látum vera þó að einstaka snjáldurbókarvini verði á að nota orðið í rangri merkingu, en manni bregður í brún er mannvitsbrekkur eins og Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og núna síðast Ari Trausti Guðmundsson nota orðið „kýrskýrt“ í merkingunni augljóst. Rúsínan í pylsuendanum er svo að grein Ara Trausta nefnist: „Röng skilaboð“... Heimildir:https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=222240&pageId=2860679&lang=is&q=Mannvitsbrekkahttps://www.visindavefur.is/svar.php?id=1034https://xn--mlfri-xqa2b6e.is/grein.php?id=638https://malid.is/leit/k%C3%BDrsk%C3%BDrhttps://eidur.is/617https://einherji.blog.is/blog/einherji/entry/225807//g/2013702059937https://eyjan.pressan.is/frettir/2010/12/11/ogmundur-segir-thad-%E2%80%9Ekyrskyrt%E2%80%9C-ad-ser-hafi-verid-hotad-rikisstjornarslitum-vegna-icesave/https://vefblod.visir.is/index.php?s=10712&p=228935
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar