Kýrskýrt að FBI var hér í heimildarleysi Stígur Helgason skrifar 5. febrúar 2013 06:00 Össur og Ögmundur voru sammála um að koma þyrfti FBI úr landi. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á „varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara" í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra voru sannfærðir um að fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI væru hér á landi í heimildarleysi sumarið 2011 að rannsaka málefni Wikileaks. Þeir komu því til leiðar að þeir færu úr landi, ekki síst til að vernda hagsmuni íslensks pilts sem FBI var komið hingað til að ræða við. „Innanríkisráðherra hafði samband við mig og tjáði mér málavöxtu þann sama morgun og hann varð þess áskynja að þessir menn væru hér – og það var alveg klárt að hann hafði enga hugmynd um það fyrr," segir Össur um málið. „Hann leitaði ráðlegginga hjá mér og mínum ráðuneytisstjóra og við töldum það algjörlega kýrskýrt, eins og málið var lagt upp við okkur, að FBI væri hér í heimildarleysi. Ráðlegging okkar var mjög ljós: Við töldum að þetta væri utan við það sem rétt væri og við töldum þar að auki að drengurinn sem málið snerist um gerði sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hann að ræða með þessum hætti hugsanlega þátttöku sína í athæfi af þessu tagi. Innanríkisráðherra var okkur algjörlega sammála," segir Össur. „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri sendu frá sér samantekt um málið í gær, þar sem sagði að samstarfið hefði verið vegna grunsemda um yfirvofandi árás alþjóðlegra þrjóta á tölvukerfi Stjórnarráðsins og að rannsóknin stæði enn. Þá sagði að innanríkisráðuneytið hefði haft aðkomu að því á öllum stigum. Össur er ekki sáttur við útskýringar embættanna. „Eins og ég skil varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara í þessu máli þá líta þeir svo á að atburðirnir í ágústlok séu tengdir komu sérfræðinga hingað meira en mánuði fyrr, þegar talið var að yfirvofandi væri einhvers konar tölvuárás á íslenskar stofnanir. Ég fellst ekki á þá skýringu. Ég tel að þar sé um alls óskyldan atburð að ræða," segir ráðherrann. „Það er eitt að kanna yfirvofandi árásir og viðbúnað íslenskra stofnana gagnvart þeim – við höfðum verið vöruð við því opinberlega, Kristinn Hrafnsson benti meðal annars á það hálfu ári fyrr að örygginu væri áfátt – en það er allt annað að rannsaka einhvern dreng sem taldi sig búa yfir upplýsingum sem vörðuðu Wikileaks," segir Össur. Ögmundur Jónasson er staddur í Kína ásamt helstu embættismönnum innanríkisráðuneytisins og ekki náðist tal af þeim vegna málsins í gær. Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra fellst ekki á „varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara" í máli tengdu komu FBI hingað til landsins sumarið 2011. Þeir Ögmundur Jónasson hafi komið FBI úr landi til að vernda ungan íslenskan pilt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra voru sannfærðir um að fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI væru hér á landi í heimildarleysi sumarið 2011 að rannsaka málefni Wikileaks. Þeir komu því til leiðar að þeir færu úr landi, ekki síst til að vernda hagsmuni íslensks pilts sem FBI var komið hingað til að ræða við. „Innanríkisráðherra hafði samband við mig og tjáði mér málavöxtu þann sama morgun og hann varð þess áskynja að þessir menn væru hér – og það var alveg klárt að hann hafði enga hugmynd um það fyrr," segir Össur um málið. „Hann leitaði ráðlegginga hjá mér og mínum ráðuneytisstjóra og við töldum það algjörlega kýrskýrt, eins og málið var lagt upp við okkur, að FBI væri hér í heimildarleysi. Ráðlegging okkar var mjög ljós: Við töldum að þetta væri utan við það sem rétt væri og við töldum þar að auki að drengurinn sem málið snerist um gerði sér ekki grein fyrir því hvaða afleiðingar það gæti haft fyrir hann að ræða með þessum hætti hugsanlega þátttöku sína í athæfi af þessu tagi. Innanríkisráðherra var okkur algjörlega sammála," segir Össur. „Þess vegna töldum við í utanríkisráðuneytinu að það bæri að koma í veg fyrir þessi samtöl, meðal annars til að vernda þennan íslenska borgara, af því samtölin áttu sér stað utan við það sem gátu talist eðlilegar heimildir. Okkur var ekki kunnugt um neina slíka beiðni, um að ræða við þennan mann." Ríkissaksóknari og ríkislögreglustjóri sendu frá sér samantekt um málið í gær, þar sem sagði að samstarfið hefði verið vegna grunsemda um yfirvofandi árás alþjóðlegra þrjóta á tölvukerfi Stjórnarráðsins og að rannsóknin stæði enn. Þá sagði að innanríkisráðuneytið hefði haft aðkomu að því á öllum stigum. Össur er ekki sáttur við útskýringar embættanna. „Eins og ég skil varnir ríkislögreglustjóra og ríkissaksóknara í þessu máli þá líta þeir svo á að atburðirnir í ágústlok séu tengdir komu sérfræðinga hingað meira en mánuði fyrr, þegar talið var að yfirvofandi væri einhvers konar tölvuárás á íslenskar stofnanir. Ég fellst ekki á þá skýringu. Ég tel að þar sé um alls óskyldan atburð að ræða," segir ráðherrann. „Það er eitt að kanna yfirvofandi árásir og viðbúnað íslenskra stofnana gagnvart þeim – við höfðum verið vöruð við því opinberlega, Kristinn Hrafnsson benti meðal annars á það hálfu ári fyrr að örygginu væri áfátt – en það er allt annað að rannsaka einhvern dreng sem taldi sig búa yfir upplýsingum sem vörðuðu Wikileaks," segir Össur. Ögmundur Jónasson er staddur í Kína ásamt helstu embættismönnum innanríkisráðuneytisins og ekki náðist tal af þeim vegna málsins í gær.
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira