
Kýrskýrar mannvitsbrekkur
Í Þjóðviljanum 10. maí 1978 á blaðsíðu 6 er athyglisverð þingsjá um þingræðu Vilborgar Harðardóttur (1935-2002) um endurskoðun meiðyrðalöggjafarinnar: Mannvitsbrekka getur táknað viskufjall.
Vilborg vitnar í ummæla Úlfars Þormóðssonar, blaðamanns, sem hafði m.a. þessi orð um meðlimi Varins lands: „...þessi hópur mannvitsbrekkna...“, en Varið land sem vildi ekki að herinn færi, stefndu honum fyrir meiðyrði. Í athugasemdum lögmanns stefnenda segir svo um ummæli Úlfars: „Stefnendur telja þessi ummæli móðgandi og refsa beri fyrir þau skv. 234. gr. laga nr. 19/1940.“ Úlfar var sýknaður, en Svavar Gestsson (varastefndi) mátti greiða fyrir hönd Þjóðviljans.
Þessi málatilbúningur kom til vegna þess að menn þekktu m.a. ekki merkingu orðsins „mannvitsbrekka“. Guðrún Kvaran prófessor, skýrir þetta svo á Vísindavefnum:
„Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið merki þá 'sú sem býr yfir miklu viti, mikilli þekkingu'. Í söfnum Orðabókar Háskólans er elst dæmi um notkun orðsins úr síðari alda máli frá 1915. Þar er það notað í yfirfærðri merkingu um að standa á einhverjum stað í mannvitsbrekkunni, það er að segja um það vit sem einhverjum er gefið. Í yngra dæmi frá Halldóri Laxness er greinilega verið að tala um vit fólks, bæði kvenna og karla, og er það sú merking sem lögð er í orðið nú, í heldur kaldhæðnislegum tón.“ (Ég held að kaldhæðnin sé að mestu horfin úr merkingunni.)
En áfram úr þingræðu Vilborgar: „Almennastur skilningur viðurnefnisins mun á þessari öld hafa verið e.k. „viskufjall" eða sá klettur, sem vitsmunir annarra stranda á. Er þessi skýring runnin frá þýska málfræðingnum Hugo Gering árið 1894, sem þýðir það á þýsku sem „Weisheitsklippe".
Eldri skýring viðurnefnisins kemur hinsvegar fram hjá sjálfum Konrad Maurer árið 1855. Þar er orðið talið skylt dönsku sögninni „brække", enskunni „break" og þýskunni „brechen", „Mannerwitzbrecherin", þ.e. sú sem brýtur niður vit karlmanna eða töfrar og tælir horska hali: die verstandige Manner Bezaubernde. Er þá talið, að orðið „maður" hafi i fornmáli þýtt karlmaður einsog skyld orð í öðrum málum gera enn í dag.
Finnur Jónsson skilur viðurnefnið hinsvegar meira jarðlegum skilningi: Þar sem mannvitið var á þeim tíma talið eiga heima i brjóstholinu, hafi orðið mannvitsbrekka átt við konu með sérlega þrýstinn barm.“ (Skýring Finns myndi teljast „karlrembuskýring“ í dag. Ég held að hrútskýring nái því ekki.)
Kýrskýr
Því spyrði ég þessi tvö orð saman að orðið „kýrskýr“ hefur farið svipaða leið með öfugum formerkjum. Í sveitinni þóttu kýr ekki stíga í vitið og var orðið notað um heimska menn (og konur); suma svo heimska að þeir voru „sauðgreindir“ líka. Eins gott að það orði skipti ekki um merkingu. Þó væri gaman að heyra þingmenn segja: „Háttvirtur þingmaður er svo sauðgreindur að hann samþykkti búvörusamninginn.“
Vefsíður eins og Íslenska málfélagið, malid.is og fleiri í þeim dúr segja orðið „kýrskýr“ merki „heimskur“; en einstaklingar eins og Eiður Guðnason (1939-2017) og Sigurður G. Tómasson bæta um betur og segja „nautheimskur“.
Látum vera þó að einstaka snjáldurbókarvini verði á að nota orðið í rangri merkingu, en manni bregður í brún er mannvitsbrekkur eins og Össur Skarphéðinsson, Ögmundur Jónasson og núna síðast Ari Trausti Guðmundsson nota orðið „kýrskýrt“ í merkingunni augljóst. Rúsínan í pylsuendanum er svo að grein Ara Trausta nefnist: „Röng skilaboð“...
Heimildir:
https://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=222240&pageId=2860679&lang=is&q=Mannvitsbrekka
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=1034
https://xn--mlfri-xqa2b6e.is/grein.php?id=638
https://malid.is/leit/k%C3%BDrsk%C3%BDr
https://eidur.is/617
https://einherji.blog.is/blog/einherji/entry/225807/
/g/2013702059937
https://eyjan.pressan.is/frettir/2010/12/11/ogmundur-segir-thad-%E2%80%9Ekyrskyrt%E2%80%9C-ad-ser-hafi-verid-hotad-rikisstjornarslitum-vegna-icesave/
https://vefblod.visir.is/index.php?s=10712&p=228935
Skoðun

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar

Malað dag eftir dag eftir dag
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að velja friðinn fram yfir réttlætið
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar?
Guðrún Högnadóttir skrifar

Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna
Jóhanna Jakobsdóttir skrifar

Heilbrigðisþjónusta á krossgötum?
Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur
Rúnar Sigurjónsson skrifar

Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland?
Stefán Jón Hafstein skrifar

Lífeyrir skal fylgja launum
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“
Meyvant Þórólfsson skrifar

Hvernig er staða lesblindra á Íslandi?
Guðmundur S. Johnsen skrifar