Við erum komnir heim Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. ágúst 2017 06:00 Snorri Steinn Guðjónsson er kominn heim. vísir/stefán Það stefnir allt í að Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili verði sú sterkasta í áraraðir. Deildin var mjög góð á síðasta tímabili en í sumar hafa 13 leikmenn komið heim úr atvinnumennsku og þeir munu styrkja deildina til mikilla muna. Að sama skapi hafa fáir leikmenn farið út í atvinnumennsku í sumar. Á meðal þeirra eru þrír sem voru í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010; Snorri Steinn Guðjónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson. Þar fyrir utan eru tveir fastamenn í landsliðinu komnir heim, Bjarki Már Gunnarsson og Aron Rafn Eðvarðsson, líkt og Atli Ævar Ingólfsson sem átti góð ár í Svíþjóð og hefur bankað á landsliðsdyrnar. Þá er besti leikmaður Olís-deildarinnar 2014-2015, Björgvin Hólmgeirsson, kominn aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Dúbaí sem og Árni Þór Sigtryggsson, Einar Ingi Hrafnsson og Pétur Pálsson sem spiluðu sem atvinnumenn í fjölda ára. Þorgrímur Smári Ólafsson og Leó Snær Pétursson stoppuðu styttra við í atvinnumennskunni en gerðu ágæta hluti. Það eru ekki bara tólf atvinnumenn sem eru komnir heim heldur er Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, kominn aftur í Olís-deildina eftir tveggja ára hlé. Patrekur er tekinn við Selfossi sem endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. „Ég man að deildin var ágætlega góð þegar ég var með Haukana 2013-2015. En hún er töluvert sterkari núna,“ sagði Patrekur þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á heimkomu atvinnumannanna. „Þetta eru í sumum tilfellum menn sem eru búnir að vera lengi úti og í öðrum tilfellum menn sem eru yngri og hafa ekki verið jafn lengi úti. Það eru misjafnar ástæður. En ég held að þetta sé mjög gott fyrir deildina og íslenskan handbolta.“ Patrekur segir að þótt Olís-deildin sé ekki atvinnumannadeild sé umgjörðin í kringum liðin góð. „Við erum með marga góða þjálfara og bjóðum upp á eins gott umhverfi og hægt er. Auðvitað er þetta ekki 100% atvinnumennska en flest lið eru að gera vel miðað við aðstæður,“ sagði Patrekur og bætti því við að reynsla leikmannanna sem eru komnir heim geti reynst yngri samherjum þeirra vel. „Það er mikilvægt að þeir sem hafa verið í atvinnumennsku geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna. Blandan er mikilvæg,“ sagði þjálfarinn. Olís-deild karla hefst með leik Hauka og ÍR sunnudaginn 10. september nk. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Það stefnir allt í að Olís-deild karla í handbolta á næsta tímabili verði sú sterkasta í áraraðir. Deildin var mjög góð á síðasta tímabili en í sumar hafa 13 leikmenn komið heim úr atvinnumennsku og þeir munu styrkja deildina til mikilla muna. Að sama skapi hafa fáir leikmenn farið út í atvinnumennsku í sumar. Á meðal þeirra eru þrír sem voru í íslenska landsliðinu sem vann til silfurverðlauna á Ólympíuleikunum 2008 og bronsverðlauna á EM 2010; Snorri Steinn Guðjónsson, Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson. Þar fyrir utan eru tveir fastamenn í landsliðinu komnir heim, Bjarki Már Gunnarsson og Aron Rafn Eðvarðsson, líkt og Atli Ævar Ingólfsson sem átti góð ár í Svíþjóð og hefur bankað á landsliðsdyrnar. Þá er besti leikmaður Olís-deildarinnar 2014-2015, Björgvin Hólmgeirsson, kominn aftur heim eftir tveggja ára dvöl í Dúbaí sem og Árni Þór Sigtryggsson, Einar Ingi Hrafnsson og Pétur Pálsson sem spiluðu sem atvinnumenn í fjölda ára. Þorgrímur Smári Ólafsson og Leó Snær Pétursson stoppuðu styttra við í atvinnumennskunni en gerðu ágæta hluti. Það eru ekki bara tólf atvinnumenn sem eru komnir heim heldur er Patrekur Jóhannesson, þjálfari austurríska landsliðsins, kominn aftur í Olís-deildina eftir tveggja ára hlé. Patrekur er tekinn við Selfossi sem endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra. „Ég man að deildin var ágætlega góð þegar ég var með Haukana 2013-2015. En hún er töluvert sterkari núna,“ sagði Patrekur þegar Fréttablaðið leitaði álits hans á heimkomu atvinnumannanna. „Þetta eru í sumum tilfellum menn sem eru búnir að vera lengi úti og í öðrum tilfellum menn sem eru yngri og hafa ekki verið jafn lengi úti. Það eru misjafnar ástæður. En ég held að þetta sé mjög gott fyrir deildina og íslenskan handbolta.“ Patrekur segir að þótt Olís-deildin sé ekki atvinnumannadeild sé umgjörðin í kringum liðin góð. „Við erum með marga góða þjálfara og bjóðum upp á eins gott umhverfi og hægt er. Auðvitað er þetta ekki 100% atvinnumennska en flest lið eru að gera vel miðað við aðstæður,“ sagði Patrekur og bætti því við að reynsla leikmannanna sem eru komnir heim geti reynst yngri samherjum þeirra vel. „Það er mikilvægt að þeir sem hafa verið í atvinnumennsku geti miðlað af reynslu sinni til yngri leikmanna. Blandan er mikilvæg,“ sagði þjálfarinn. Olís-deild karla hefst með leik Hauka og ÍR sunnudaginn 10. september nk.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Körfubolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Vålerenga fór illa að ráði sínu Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira