Um súlur og höfuð sem stungið er í sandinn Helgi Þorláksson skrifar 5. desember 2017 07:00 Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar