Um súlur og höfuð sem stungið er í sandinn Helgi Þorláksson skrifar 5. desember 2017 07:00 Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Herra, má ég fá meiri graut? Magnús Þór Jónsson Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í fésbókarfærslu sakar Vala Garðarsdóttir fornleifafræðingur einhverja andstæðinga hótelbyggingar í Víkurgarði um að „fara rangt með staðreyndir, villa fyrir um og stinga höfðinu í sandinn við öllu því sem er rétt og staðreynd í þessu máli“. Hún sakar þá um uppspuna og sinnuleysi um fornminjar. Við sem köllum okkur Varðmenn Víkurgarðs munum vera meðal þeirra sem eiga að taka þetta til sín. Við erum fimm félagar og höfum skrifað greinar gegn áformum um að reisa hótel í hinum forna kirkjugarði Reykjavíkurkirkju sem við köllum Víkurgarð og eigum þá við allan hinn gamla garð að austustu mörkum. Svar okkar við þessu er í stuttu máli það að við höfum aldrei hafnað neinum fornleifafræðilegum niðurstöðum Völu. Fréttablaðið spurði Völu hvað það væri sem við færum rangt með og birti svar hennar 24.11. sl. Hún taldi að það væri helst tvennt. Annað var það að við segðum að viðbygging frá 1967 við Landsímahúsið væri reist á súlum. Ekki kannast ég við að við höfum lagt neina áherslu á þetta, man ekki einu sinni til að félagar mínir hafi drepið á þetta í greinum. En hvað mér við kemur, ég ritaði grein í ágúst sl. og vísaði í frétt Morgunblaðsins frá 13. desember 1966 þar sem sagði um fyrirhugaða viðbyggingu, „ ... við gröft fyrir súlum verður að gæta þess sérstaklega að raska ekki líkamsleifum?…“ Hér eru súlur nefndar. Í grein minni í ágúst sl. reifaði ég kjarnann í frétt blaðsins frá 1966 og bætti við: „Grafið skyldi varlega fyrir súlum byggingarinnar og mátti ekki raska líkamsleifum sem kynnu að koma í ljós, eins og segir í dagblaði.“ Ekki lýsti ég neinum skoðunum á því að húsið stæði í reynd á súlum. Núna fullyrðir Vala í Fréttablaðinu 24.11. að húsið hafi ekki verið reist á súlum og mér dettur ekki í hug að andæfa. Hitt atriðið sem við förum rangt með að mati Völu er það að við höldum fram að undir gólfi viðbyggingar Landsímahússins séu jarðneskar leifar fólks. Í tillögu sem Póstur og sími lagði fram 16.11. 1966 og skipulagsnefnd kirkjugarða felldi sig við „eftir atvikum“ segir um svæði hins gamla kirkjugarðs sem lenda skyldi undir gólfi viðbyggingarinnar, „... óþarft er að hrófla nokkuð við hvíldarstöðunum sjálfum þar undir.“ Á uppdrætti sem fylgdi sést hvaða þekktar grafir myndu lenda undir gólfinu. Niðurstaðan var að leyfa ekki gröft fyrir kjallara undir gólfinu, til að hlífa gröfunum. Ég benti á þetta á fundi 7. september sl. og heyrði þá Völu í fyrsta sinn segja, og hún fullyrti beinlínis, að ekki væru jarðneskar leifar undir gólfinu. Samkvæmt þessu var að engu höfð lausn sú sem Póstur og sími lagði til 1966, og leiddi til niðurstöðu eftir deilur. Það þykir mér reyndar undarlegt. Ég treysti mér ekki til að hafna niðurstöðu Völu um þetta en bendi á að forsvarsmenn Borgarsögusafns telja í umsögn frá 6.10. sl. viðbúið að grafir séu enn undir gólfinu. Ber að hvetja til varkárni, ef gólfið verður brotið og þar undir verður grafið fyrir kjallara eins og til stendur að leyfa. Við fimmmenningar teljum að virða eigi lög um kirkjugarða (36/1993, sbr. eldri lög) þar sem segir að ekki skuli reistar byggingar í niðurlögðum kirkjugörðum heldur skuli nota þá sem almenningsgarða. Það er fáheyrt að ætla að reisa veraldlega byggingu í kirkjugarði frá seinni tíð, m.a.s. stóra hótelbyggingu.Höfundur er sagnfræðingur.
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir Skoðun