Hvað er í pokunum? Hermann Stefánsson skrifar 23. nóvember 2017 07:00 Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni. Fátt geti verið einfaldara en að taka plastpoka úr umferð – ef ekki væri fyrir blessað lýðræðið. Því fyrst þarf að semja þingsályktunartillögu með hliðsjón af tilskipun frá EES og svo þarf að skipa starfshóp sem mótar tillögur um að draga úr notkun plastpoka. Þingsályktunartillagan kom árið 2015 og starfshópur skilaði skýrslu 2016. Næst þarf að vinna úr þeim tillögum og skipa samráðshóp sem verður „vettvangur fyrir umræðu og eftir atvikum tillögur“ eins og starfshópurinn orðar það. Það þarf að huga að ýmsu, gera aðgerðaáætlun, fara í átaksverkefni, „meta hugsanleg kostnaðaráhrif“, tilgreina „kostunaraðila og ábyrgðaraðila“ og miðla fræðslu sem stuðlar að „vitundarvakningu meðal almennings“. Eða svo fastar sé kveðið að orði: „verslanir verði strax hvattar til að afhenda ekki ókeypis plastpoka“ eins og starfshópurinn feitletrar í skýrslu sinni. Strax! Furðuleg blanda af ákafa og hangandi haus: „Aðgerðaáætlun strax!“ Báknið burt! – að uppfylltum stjórnsýslulegum skilyrðum. Út með spillinguna – skoðum verkferla! Starfshópurinn feitletrar að Umhverfisstofnun leggi áherslu á að verkefnið verði „unnið í nánu [svo] samvinnu við haghafa [svo?] og með góða og jákvæða kynningu í huga“. Hvað eru annars „haghafar“? Líklega það sama og hagsmunaaðilar. Því í lýðræði þurfa mál að fara til umsagnar. Samráð skal haft við hagsmunaaðila. Það þarf að hafa grenndarkynningu á öskuhaugum, plasteyjurnar verða að falla að rammaáætlun. Svo þarf að ræða þetta. Strax. Þess vegna taka hlutirnir svona langan tíma. Austurríki hefur bannað plastpoka. Er þetta ekki skelfilegt vesen fyrir neytendur? Nei, maður kaupir sér bara bréfpoka eða kemur með taupoka. Var málið lengi í vinnslu? Ekki sérstaklega, þetta var ekki mikið afrek, eiginlega bara nauðaeinföld innleiðing á Evrópureglugerð. Kenýa bannaði líka plastpoka á dögunum og þar varðar háum fjársektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn banninu. Í Kenýa er samkynhneigð reyndar líka ólögleg og refsiverð með fjórtán árum í fangelsi. Í þannig ríki er nauðaeinfalt að banna hvað sem helst. Á Íslandi þurfa málin að fara í farveg. Enginn velkist í vafa um að rétt eins og vísindamenn keppast við að segja stefni mannkyn fram af hengiflugi. Eins og bátur fram af fossi. En þó má alla vega dunda sér við að skoða í pokann um borð. Þeir eru fullir af nefndarálitum sem fjalla um að afstýra þurfi umhverfishamförum, að setja verði málið fyrst í aðra nefnd sem skipar starfshóp sem skipar samráðshóp sem gerir aðgerðaáætlun að höfðu samráði við haghafa strax. Höfundur er rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Sjá meira
Hversu mikið mál er að taka plastpoka úr umferð? Það er sáraeinfalt, maður bara tekur þá úr umferð. En í þróuðu lýðræðissamfélagi getur þetta reynst ofraun. Jafnvel þótt allir séu sammála um að höfin séu að fyllast af plasti og plast sé skaðvaldur, hluti af umhverfisvanda sem ógnar lífi á jörðinni. Fátt geti verið einfaldara en að taka plastpoka úr umferð – ef ekki væri fyrir blessað lýðræðið. Því fyrst þarf að semja þingsályktunartillögu með hliðsjón af tilskipun frá EES og svo þarf að skipa starfshóp sem mótar tillögur um að draga úr notkun plastpoka. Þingsályktunartillagan kom árið 2015 og starfshópur skilaði skýrslu 2016. Næst þarf að vinna úr þeim tillögum og skipa samráðshóp sem verður „vettvangur fyrir umræðu og eftir atvikum tillögur“ eins og starfshópurinn orðar það. Það þarf að huga að ýmsu, gera aðgerðaáætlun, fara í átaksverkefni, „meta hugsanleg kostnaðaráhrif“, tilgreina „kostunaraðila og ábyrgðaraðila“ og miðla fræðslu sem stuðlar að „vitundarvakningu meðal almennings“. Eða svo fastar sé kveðið að orði: „verslanir verði strax hvattar til að afhenda ekki ókeypis plastpoka“ eins og starfshópurinn feitletrar í skýrslu sinni. Strax! Furðuleg blanda af ákafa og hangandi haus: „Aðgerðaáætlun strax!“ Báknið burt! – að uppfylltum stjórnsýslulegum skilyrðum. Út með spillinguna – skoðum verkferla! Starfshópurinn feitletrar að Umhverfisstofnun leggi áherslu á að verkefnið verði „unnið í nánu [svo] samvinnu við haghafa [svo?] og með góða og jákvæða kynningu í huga“. Hvað eru annars „haghafar“? Líklega það sama og hagsmunaaðilar. Því í lýðræði þurfa mál að fara til umsagnar. Samráð skal haft við hagsmunaaðila. Það þarf að hafa grenndarkynningu á öskuhaugum, plasteyjurnar verða að falla að rammaáætlun. Svo þarf að ræða þetta. Strax. Þess vegna taka hlutirnir svona langan tíma. Austurríki hefur bannað plastpoka. Er þetta ekki skelfilegt vesen fyrir neytendur? Nei, maður kaupir sér bara bréfpoka eða kemur með taupoka. Var málið lengi í vinnslu? Ekki sérstaklega, þetta var ekki mikið afrek, eiginlega bara nauðaeinföld innleiðing á Evrópureglugerð. Kenýa bannaði líka plastpoka á dögunum og þar varðar háum fjársektum og allt að fjögurra ára fangelsi að brjóta gegn banninu. Í Kenýa er samkynhneigð reyndar líka ólögleg og refsiverð með fjórtán árum í fangelsi. Í þannig ríki er nauðaeinfalt að banna hvað sem helst. Á Íslandi þurfa málin að fara í farveg. Enginn velkist í vafa um að rétt eins og vísindamenn keppast við að segja stefni mannkyn fram af hengiflugi. Eins og bátur fram af fossi. En þó má alla vega dunda sér við að skoða í pokann um borð. Þeir eru fullir af nefndarálitum sem fjalla um að afstýra þurfi umhverfishamförum, að setja verði málið fyrst í aðra nefnd sem skipar starfshóp sem skipar samráðshóp sem gerir aðgerðaáætlun að höfðu samráði við haghafa strax. Höfundur er rithöfundur.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar