Náði fullum bata eftir 20 ára baráttu við alvarlega kvíðaröskun Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. apríl 2017 11:00 Maður sem náð hefur fullum bata við alvarlegri kvíðaröskun sem hann glímdi við í rúma tvo áratugi segir að pottur sé brotinn í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Hann segir að inngripið þurfi að eiga sér stað strax á barnsaldri til að fleiri lendi ekki í sömu sporum og hann. Á Íslandi eru margir sem fá ekki viðeigandi meðferð við geðrænum vanda vegna þess að aðgengi almennings að geðheilbrigðisþjónustu er skert. Þetta vandamál á sér aðra og alvarlegri birtingarmynd sem er sú staðreynd að þjónustustigið er mismunandi eftir landshlutum. Fólk sem býr á landsbyggðinni hefur ekki sama aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fólk á suðvesturhorninu. Heilinn er eitt mikilvægasta líffærið í mannslíkamanum. Einhverra hluta vegna þrífast fordómar í garð sjúkdóma sem hrjá heilann en ekki önnur líffæri. Eymundur Eymundsson glímdi við mjög alvarlega kvíðaröskun sem barn á Akureyri. Aðeins tólf ára gamall gerðu sjálfsvígshugsanir vart við sig.Ef þú ferð til baka í huganum geturðu lýst týpískri líðan þinni sem 15 ára ungmenni? „Hún var satt að segja ömurleg. Ég var farinn að fela mína vanlíðan með trúðslátum svo enginn myndi sjá hvernig mér liði. Ég átti erfitt með að læra og einbeita mér því kvíðinn var orðinn svo mikill að ég var farinn að einbeita mér að því hvort aðrir væru að fylgjast með mér eða gera lítið úr mér. Ég hafði ekkert sjálfstraust og mig vantaði sjálfsvirðingu,“ segir Eymundur. Þetta er það sem börn og unglingar, sem glíma við geðheilbrigðisvandamál, gera stundum. Nota trúðslæti til að fela vanlíðan. Setja upp grímu til að passa inn í hóp. Eftir meira en 20 ára baráttu við þetta mein heilans náði Eymundur bata. Hann byrjaði á að leita til heimilislæknis og síðan fékk hann aðstoð sálfræðings. Hrund Þrándardóttir formaður Sálfræðingafélags Íslans. Sálfræðingafélagið stendur nú fyrir söfnun um áskorun til heilbrigðisráðherra um að taka þátt í kostnaði við sjálfræðiþjónustu. Markmiðið er að auka aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonMikill aðstöðumunur er á Íslandi þegar kemur að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Fólk sem býr á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að sömu þjónustu og fólk í Reykjavík.Eru einhver börn á Akureyri í dag sem fá ekki meðferð við kvíðaröskun? „Það kemur fyrir og það þarf að bíða lengi. Þetta myndi ekki gerast með líkamleg veikindi. Þá fá menn hjálp strax,“ segir Eymundur. Hann er þar að vísa til veikinda sem hrjá hönnur líffæri líkamans en heilann. „Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á fyrsti meðferðarkostur að vera sálfræðiþjónusta, sem er hugræn atferlismeðferð en það eru afar fáir sem byrja á þeim endanum,“ segir Hrund Þrándardóttir formaður Sálfræðingafélags Íslands. Sálfræðingafélag Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun undir áskorun til heilbrigðisráðherra um að auka aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu. „Besta mögulega útkoman væri að það væri raunverulegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera. Það þýðir að þjónusta væri í boði og biðlistar væru ásættanlegir, ekki of langir en dæmi eru um að þeir fari upp í tvö til þrjú ár. Og að þjónusta sjálfstætt starfandi sálfræðinga væri niðurgreidd. Eins og önnur þjónusta heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Hrund. Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Maður sem náð hefur fullum bata við alvarlegri kvíðaröskun sem hann glímdi við í rúma tvo áratugi segir að pottur sé brotinn í geðheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Hann segir að inngripið þurfi að eiga sér stað strax á barnsaldri til að fleiri lendi ekki í sömu sporum og hann. Á Íslandi eru margir sem fá ekki viðeigandi meðferð við geðrænum vanda vegna þess að aðgengi almennings að geðheilbrigðisþjónustu er skert. Þetta vandamál á sér aðra og alvarlegri birtingarmynd sem er sú staðreynd að þjónustustigið er mismunandi eftir landshlutum. Fólk sem býr á landsbyggðinni hefur ekki sama aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu og fólk á suðvesturhorninu. Heilinn er eitt mikilvægasta líffærið í mannslíkamanum. Einhverra hluta vegna þrífast fordómar í garð sjúkdóma sem hrjá heilann en ekki önnur líffæri. Eymundur Eymundsson glímdi við mjög alvarlega kvíðaröskun sem barn á Akureyri. Aðeins tólf ára gamall gerðu sjálfsvígshugsanir vart við sig.Ef þú ferð til baka í huganum geturðu lýst týpískri líðan þinni sem 15 ára ungmenni? „Hún var satt að segja ömurleg. Ég var farinn að fela mína vanlíðan með trúðslátum svo enginn myndi sjá hvernig mér liði. Ég átti erfitt með að læra og einbeita mér því kvíðinn var orðinn svo mikill að ég var farinn að einbeita mér að því hvort aðrir væru að fylgjast með mér eða gera lítið úr mér. Ég hafði ekkert sjálfstraust og mig vantaði sjálfsvirðingu,“ segir Eymundur. Þetta er það sem börn og unglingar, sem glíma við geðheilbrigðisvandamál, gera stundum. Nota trúðslæti til að fela vanlíðan. Setja upp grímu til að passa inn í hóp. Eftir meira en 20 ára baráttu við þetta mein heilans náði Eymundur bata. Hann byrjaði á að leita til heimilislæknis og síðan fékk hann aðstoð sálfræðings. Hrund Þrándardóttir formaður Sálfræðingafélags Íslans. Sálfræðingafélagið stendur nú fyrir söfnun um áskorun til heilbrigðisráðherra um að taka þátt í kostnaði við sjálfræðiþjónustu. Markmiðið er að auka aðgengi fólks að geðheilbrigðisþjónustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonMikill aðstöðumunur er á Íslandi þegar kemur að aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu. Fólk sem býr á landsbyggðinni hefur ekki aðgang að sömu þjónustu og fólk í Reykjavík.Eru einhver börn á Akureyri í dag sem fá ekki meðferð við kvíðaröskun? „Það kemur fyrir og það þarf að bíða lengi. Þetta myndi ekki gerast með líkamleg veikindi. Þá fá menn hjálp strax,“ segir Eymundur. Hann er þar að vísa til veikinda sem hrjá hönnur líffæri líkamans en heilann. „Samkvæmt klínískum leiðbeiningum landlæknis á fyrsti meðferðarkostur að vera sálfræðiþjónusta, sem er hugræn atferlismeðferð en það eru afar fáir sem byrja á þeim endanum,“ segir Hrund Þrándardóttir formaður Sálfræðingafélags Íslands. Sálfræðingafélag Íslands stendur nú fyrir undirskriftasöfnun undir áskorun til heilbrigðisráðherra um að auka aðgengi almennings að sálfræðiþjónustu. „Besta mögulega útkoman væri að það væri raunverulegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu hjá hinu opinbera. Það þýðir að þjónusta væri í boði og biðlistar væru ásættanlegir, ekki of langir en dæmi eru um að þeir fari upp í tvö til þrjú ár. Og að þjónusta sjálfstætt starfandi sálfræðinga væri niðurgreidd. Eins og önnur þjónusta heilbrigðisstarfsmanna,“ segir Hrund.
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira