Sameining framhaldsskóla og útboð þjónustusamninga Ólafur Johnson skrifar 3. júlí 2017 09:45 Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Nokkuð er rætt um hagræðingu í rekstri framhaldsskólanna þessa dagana. Hæst ber þar umræðu um sameiningu skóla. Annars vegar FÁ og Tækniskólans og hins vegar MR og Kvennó. Fleiri athyglisverð mál þarfnast skoðunar á næstunni eins og útboð á þjónustusamningum Versló, Tækniskólans, Menntaskóla Borgarfjarðar og auðvitað á nýjum þjónustusamningi Fjölbrautaskólans við Ármúla, ef færa á rekstur hans úr höndum ríkisins til einkaaðila. Lítum nánar á þessi mál hvert fyrir sig:1. Sameining FÁ og Tækniskólans. Ef til stendur að einkavæða FÁ, sem er áhugaverður kostur, verður slík einkavæðing að fara í útboð á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 sem tóku gildi í lok síðasta árs. Það ferli sem skilgreint er í lögunum útilokar með öllu að ráðherra eða ríkisstjórn geti haft það í hendi sér fyrir fram hvaða aðili tekur við rekstri skólans. Þar með er útilokað að Tækniskólinn hafi einhverja sérstöðu ef af þessu verður. Því er óraunhæft á þessu stigi að tala sérstaklega um sameiningu þessara tveggja skóla. Ef það er rétt, sem haldið hefur verið fram í fjölmiðlum, að ráðherra hafi rætt sérstaklega við tiltekna einkaaðila um „að taka við skólanum“ án opins útboðs er það brot á þessum lögum. Í 1. grein laganna segir: „Markmið með lögum þessum er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, verkum og þjónustu.“ Lögin ná til kaupa ríkisins á þjónustu yfir kr. 50 milljónum. Ekki þarf því fleiri orð um þetta atriði. Að auki er alls ekki óhugsandi að erlendir aðilar vilji koma að skólarekstrinum sem gæti orðið lyftistöng fyrir íslenskt menntakerfi.2. Sameining MR og Kvennó. Um það er lítið annað að segja en að sameining tveggja ríkisstofnana er einfalt mál sé það vilji stjórnvalda (ráðherra, ríkisstjórnar og Alþingis). Ekkert útboð þarf til. Bara einfalt samþykki þessara aðila. Auðvitað má þó búast við mótmælaöldu eins og alltaf þegar einhverju á að breyta í blessuðu menntakerfinu. Hinu verður ekki á móti mælt að þessir skólar eru um margt líkir bóknámsskólar sem höfða til svipaðs nemendahóps, þ.e. nemenda sem eru að leita þekkingar í raungreinum, tungumálum og félagsvísindum og eru á leið í nám í háskóla. Engin sérstök sérhæfing er augljós sem líkleg er til að tapast verði skólarnir sameinaðir, þótt hagsmunaaðilar beggja skóla muni vafalítið benda á ýmislegt. Verður því ekki annað séð en að sameining geti verið skynsöm ákvörðun enda einfalt að spara með því mikið fé. Útboð á rekstri þessara skóla mundi enn fremur vera líklegt til að auka nýsköpun og bæta rekstur. Það er mikilvægt.3. Þjónustusamningar ríkisins við Versló (samningur rennur út 31. desember 2017), Tækniskólann (samningur rennur út 31. maí 2018) og Menntaskóla Borgarfjarðar (samningur rennur út 31. desember 2017) renna út á næstu mánuðum. Í lögum nr. 120/2016 eru skýr ákvæði um að slíkan rekstur eigi að bjóða út. Ekki er þó óhugsandi að stjórnvöld reyni með tæknilegum brellum eða reglugerðum að forðast útboð. Slíkir tilburðir nú eru óskynsamlegir og stríða gegn lögunum. Um leið yrði fórnað tækifæri til endurskipulagningar á því skólastarfi sem þessir skólar sinna og reyndar til endurskipulagningar á íslenska framhaldsskólakerfinu öllu. Ljóst er að spennandi tímar með einstökum tækifærum eru fram undan í íslenskum framhaldsskólum. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að nýta þessi tækifæri okkur öllum til hagsbóta en þó fyrst og fremst til hagsbóta fyrir ungmenni framtíðarinnar. Að þjóna þeim hópi sem best með vönduðu og fjölbreyttu skólastarfi er auðvitað það sem þetta allt snýst um. Því mikilvæga atriði má ekki gleyma við vörslu sérhagsmuna. Höfundur er fyrrverandi skólastjóri.
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson Skoðun