Erlent

Þrír piltar handteknir í Bodø eftir hótun um skotárás í skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Vopnaðir lögreglumenn tóku átt í aðgerðum norsku lögreglunnar í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Vopnaðir lögreglumenn tóku átt í aðgerðum norsku lögreglunnar í dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Lögregla í Bodø í Norður-Noregi hefur handtekið þrjá pilta sem grunaðir eru um haft í hyggju að framkvæma skotárás í skóla. Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu standa nú yfir í bænum.

VG, NRK og fleiri norskir fjölmiðlar greina frá málinu.

Lögreglustjórinn Bent-Are Eilertsen segir að lögregla hafi gert húsleit á nokkrum stöðum í og í nágrenni Bodø síðdegis í dag. Hald var lagt á eitthvað sem lögregla vill þó ekki tilngreina að svo stöddu.

Avisa Nordland greinir frá því að lögreglumenn vopnaðir skjöldum og skotvopnum hafi tekið þátt í aðgerðum lögreglu.

Lögreglu barst hótun klukkan 12:30 að staðartíma í dag sem beindist að Bodø gagnfræðiskólanum. Lögregla segir í yfirlýsingu að hætta hafi verið talin á að piltarnir myndu framkvæma það sem fram kom í hótuninni.

Eilertsen útilokar að fleiri handtökur séu væntanlegar. Piltarnir sem handteknir voru í dag eru nemendur við skólann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×