„Fólk ríður sér til ánægju, það er hluti af lífinu“ Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. nóvember 2017 21:30 Emilia Clarke er ein af stjörnunum í Game of Thrones. Vísir / Getty Images Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke prýðir forsíðu tímaritsins Harper’s BAZAAR. Í viðtalinu segist hún meðal annars vera búin að fá sig fullsadda á því að fólk einblíni á nektina í Game of Thrones. „Ég er að verða svolítið pirruð á því þegar fólk segir hluti eins: Ó, já, allar klámsíðurnar fóru niður þegar Game of Thrones byrjaði aftur. Og ég hugsa: The Handmaid’s Tale? Ég dýrka þann þátt og ég grét þegar serían var búin því ég var svo sár yfir því að geta ekki séð meira. Sá þáttur snýst um kynlíf og nekt. Það eru svo margir þættir sem snúast um þá sönnu staðreynd að fólk fjölgar sér,” segir Emilia í viðtalinu og heldur áfram. „Fólk ríður sér til ánægju - það er hluti af lífinu.” Emilia klæðist glæsilegum kjólum í Harper's BAZAAR. Ástríða fyrir list Nú nálgast endalok Game of Thrones, en síðasta serían verður sýnd annað hvort á næsta ári eða ári 2019. Emilia fer hins vegar úr Khaleesi-hamnum næsta vor þegar kvikmyndin Solo, sem er afleiða af Star Wars-myndunum, verður frumsýnd. Hún segir það hafa sína kosti að vera stórstjarna, sérstaklega þegar kemur að ástríðu hennar fyrir fínni list. „Þegar ég byrjaði að þéna peninga keypti ég endurprentanir. Ég á eina eftir Matisse sem er ein af 1002 og er nánast á viðráðanlegu verði. Ég er hrifin af kvenkyns listamönnum og verkum sem eru innblásin af konum. Nú er ég að reyna að kaupa upprunaleg verk en ég hef ekki efni á verkum eftir fræga listamenn,” segir Emilia. Þá segist hún einnig lengi vel hafa verið vonsvikin að heyra að hún liti ekki út á réttan hátt fyrir skemmtanaiðnaðinn. „Ég varð reið. Tja, ekki reið. Reið er rangt orð. En það ýtti mér í átt að annarri týpu, neyddi mig til að vera leikkona. Í staðinn fyrir að leika bara Júlíu og gera létt efni, var ég vitra og fyndna amman eða vændiskona sem hafði séð betri daga,” segir Emilia en viðtalið í heild sinni má lesa hér. Æðisleg Emilia.Forsíða Harper's BAZAAR. Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira
Game of Thrones-stjarnan Emilia Clarke prýðir forsíðu tímaritsins Harper’s BAZAAR. Í viðtalinu segist hún meðal annars vera búin að fá sig fullsadda á því að fólk einblíni á nektina í Game of Thrones. „Ég er að verða svolítið pirruð á því þegar fólk segir hluti eins: Ó, já, allar klámsíðurnar fóru niður þegar Game of Thrones byrjaði aftur. Og ég hugsa: The Handmaid’s Tale? Ég dýrka þann þátt og ég grét þegar serían var búin því ég var svo sár yfir því að geta ekki séð meira. Sá þáttur snýst um kynlíf og nekt. Það eru svo margir þættir sem snúast um þá sönnu staðreynd að fólk fjölgar sér,” segir Emilia í viðtalinu og heldur áfram. „Fólk ríður sér til ánægju - það er hluti af lífinu.” Emilia klæðist glæsilegum kjólum í Harper's BAZAAR. Ástríða fyrir list Nú nálgast endalok Game of Thrones, en síðasta serían verður sýnd annað hvort á næsta ári eða ári 2019. Emilia fer hins vegar úr Khaleesi-hamnum næsta vor þegar kvikmyndin Solo, sem er afleiða af Star Wars-myndunum, verður frumsýnd. Hún segir það hafa sína kosti að vera stórstjarna, sérstaklega þegar kemur að ástríðu hennar fyrir fínni list. „Þegar ég byrjaði að þéna peninga keypti ég endurprentanir. Ég á eina eftir Matisse sem er ein af 1002 og er nánast á viðráðanlegu verði. Ég er hrifin af kvenkyns listamönnum og verkum sem eru innblásin af konum. Nú er ég að reyna að kaupa upprunaleg verk en ég hef ekki efni á verkum eftir fræga listamenn,” segir Emilia. Þá segist hún einnig lengi vel hafa verið vonsvikin að heyra að hún liti ekki út á réttan hátt fyrir skemmtanaiðnaðinn. „Ég varð reið. Tja, ekki reið. Reið er rangt orð. En það ýtti mér í átt að annarri týpu, neyddi mig til að vera leikkona. Í staðinn fyrir að leika bara Júlíu og gera létt efni, var ég vitra og fyndna amman eða vændiskona sem hafði séð betri daga,” segir Emilia en viðtalið í heild sinni má lesa hér. Æðisleg Emilia.Forsíða Harper's BAZAAR.
Mest lesið Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Laufey á landinu Lífið Fleiri fréttir Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Sjá meira