Gráu svæðin í velferðarþjónustu – heimahjúkrun Guðjón Bragason skrifar 23. október 2017 07:00 Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Þegar rof verður á nauðsynlegri opinberri þjónustu er það yfirleitt vegna þess að þjónustan er á svokölluðu gráu svæði. Eitt af mörgum aðkallandi dæmum um það er heimahjúkrun. Reglulega birtast fréttir af langveikum börnum eða fullorðnum, sem hafa af því ríka hagsmuni að komast af sjúkrahúsinu og heim til sín. Í sumum tilvikunum er þörf á sólarhringsþjónustu á heimili viðkomandi og hafa málefni svonefnds öndunarvélahóps verið töluvert í umræðunni í því sambandi. Hópurinn er ekki stór (á bilinu fimm til tíu manns) en þarf mikla, samfellda og fjölþætta þjónustu. Líf liggur við að þjónustan sé veitt á forsvarandi hátt, af til þess hæfu starfsfólki. Einnig þarf að tryggja nauðsynlega aðstoð við athafnir daglegs lífs og félagslegan stuðning til þess að rjúfa einangrun og vinna gegn öðrum neikvæðum félagslegum afleiðingum sem fylgja langvinnum sjúkdómum.Hvar er gráa svæðið? Gráa svæðið hér birtist í því rofi sem verður á nauðsynlegri heilbrigðisþjónustu á heimili þess sem þarf á þjónustunni að halda. Í stað áframhaldandi hjúkrunar og umönnunar er aðkoma heilbrigðisþjónustunnar takmörkuð við stutt innlit heimahjúkrunar, gjarnan að hámarki tvær klukkustundir á dag. Það sem reynir sérstaklega á hér er öryggiseftirlit yfir nóttina. Heilbrigðisyfirvöld telja að sveitarfélögum beri að veita þessa sólarhringsþjónustu. Sveitarfélögin telja á hinn bóginn að næturvakt í öryggisskyni verði hvorki felld undir nauðsynlega aðstoð við athafnir dagslegs lífs né félagslegan stuðning. Félagsþjónusta sveitarfélaga hafi enda ekki á að skipa sérhæfðu heilbrigðisstarfsfólki sem geti borið ábyrgð á lífi og heilsu sjúklinga. Í einhverjum tilvikum hafa sveitarfélög gert notendasamning (eða NPA-samning) um heildstæða, samfellda þjónustu á heimili. Margir notendur kalla eftir slíkum samningum og ljóst er að þeir hafa ýmsa kosti í för með sér. Erfiðlega hefur hins vegar gengið að fá heilbrigðisyfirvöld til þess að leggja fram nauðsynlegt fjármagn til slíkra samninga.Hvað er til ráða? Lausnin á þeim vanda sem hér hefur verið lýst felst í því, að heilbrigðisþjónustan komi betur til móts við þarfir þessa afmarkaða hóps sjúklinga, m.a. með verkefninu „Sjúkrahúsið heim“ sem Landspítali vinnur nú að. Mjög mikilvægt er einnig að þróa aðkomu heilbrigðisþjónustu að fjármögnun þeirra notendasamninga sem gerðir eru. Bendir flest til að hlutdeild heilbrigðisþjónustunnar í þeirri fjármögnun geti að lágmarki verið fjórðungur af andvirði þeirra. Nálgast má frekari upplýsingar um gráu svæðin í velferðarþjónustunni í Grábók á vef sambandsins.Höfund er sviðstjóri sjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun