Raunverulegur stöðugleiki Smári McCarthy skrifar 23. október 2017 06:00 Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Smári McCarthy Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Sjá meira
Að festast í skotgrafahernaði er atvinnusjúkdómur stjórnmálamanna. Ofbeldissamband stjórnar og stjórnarandstöðu snýst um aðþrengingu. Kollegum í þinghúsinu er skipt í lið og andstæðingurinn skal sko ekki komast upp með neitt. Margar heiðarlegar tilraunir hafa verið gerðar til að láta af þessum svæsna ósið, en hann heldur áfram. Ástæðan er einföld. Meirihlutinn hefur nær ótakmarkað vald til að koma sínum hugðarefnum áleiðis, með dagskrárvaldi og meirihluta atkvæða, en minnihlutinn þarf að sætta sig við að gelta bara á meðan. Von minnihlutans er að ef hann geltir nógu hátt muni einhver taka eftir þeim í samfélaginu, og geti þá stöðvað lítið rædda eða illa ígrundaða lagasetningu sem annars færi í gegn í þeirra óþökk. Svona stjórnmál eru samfélaginu dýrkeypt. Árangurinn verður í mýflugumynd og margt situr á hakanum. Almenningur bíður enn eftir að uppgjörinu við hrunið sé að fullu lokið og að uppbygging hefjist fyrir alvöru. En nei, stjórnmálamenningin getur bara af sér endalausar þrætur og ríkisstjórnir hrynja í gríð og erg. Þetta er hvimleitt. Það er mikil þörf á bættri stjórnmálamenningu, en það er fráleitt að ætla að það eitt að skipta út fólki muni duga. Píratar hafa frá stofnun talað fyrir kerfisbreytingum til að bæta skilvirkni, þjónustugæði og áreiðanleika í stjórnkerfinu. Við skiljum að oft getur vel meinandi fólk verið fast í mannskemmandi umhverfi þar sem lélegar niðurstöður eru óhjákvæmilegar. Það er líka satt í stjórnmálum: enginn fer í stjórnmál af illum hug. En vondar reglur leiða af sér vondar niðurstöður. Sé vilji til verksins má laga reglurnar. Laga starfshætti þingsins og ferli þingmála, auka getu stjórnkerfisins til að vinna mál hratt en vel. Draga úr sóun og auka skilvirkni. Í þannig umhverfi getur samvinna blómstrað þrátt fyrir pólitískan ágreining. Í stjórnmálum er endalaust rætt um stöðugleika. Raunverulegur stöðugleiki verður ekki til í vondu vinnuumhverfi. Lögum það.Höfundur er þingmaður Pírata.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun