Markmiðið hlýtur að vera að fækka brotum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2017 06:00 Ragnheiður segir frumvarp Viðreisnar draga samþykki fram í dagsljósið. Það sé auðskiljanlegt og geti hugsanlega fyrirbyggt brot. vísir/hanna Það kann að vera mögulegt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsiheimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingardómum fyrir nauðgun. Reynsla Englendinga sýni að lágt sakfellingarvandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sakfellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunarákvæðið. Til dæmis öflugar forvarnir,“ segir Ragnheiður. Ólíkar tillögur að 194. grein1. málsgrein 194. greinar í núgildandi lögumHver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1. málsgrein 194. greinar samkvæmt tillögu Viðreisnar„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.‟ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira
Það kann að vera mögulegt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsiheimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingardómum fyrir nauðgun. Reynsla Englendinga sýni að lágt sakfellingarvandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sakfellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunarákvæðið. Til dæmis öflugar forvarnir,“ segir Ragnheiður. Ólíkar tillögur að 194. grein1. málsgrein 194. greinar í núgildandi lögumHver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1. málsgrein 194. greinar samkvæmt tillögu Viðreisnar„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.‟
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fimm fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Sjá meira