Markmiðið hlýtur að vera að fækka brotum Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. september 2017 06:00 Ragnheiður segir frumvarp Viðreisnar draga samþykki fram í dagsljósið. Það sé auðskiljanlegt og geti hugsanlega fyrirbyggt brot. vísir/hanna Það kann að vera mögulegt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsiheimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingardómum fyrir nauðgun. Reynsla Englendinga sýni að lágt sakfellingarvandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sakfellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunarákvæðið. Til dæmis öflugar forvarnir,“ segir Ragnheiður. Ólíkar tillögur að 194. grein1. málsgrein 194. greinar í núgildandi lögumHver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1. málsgrein 194. greinar samkvæmt tillögu Viðreisnar„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.‟ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Það kann að vera mögulegt að fækka nauðgunarbrotum með því að breyta nauðgunarákvæði í almennum hegningarlögum og efla forvarnir. Þetta kom fram í máli Ragnheiðar Bragadóttur, prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, á hádegisfyrirlestri Rannsóknarstofnunar í jafnréttisfræðum í gær. Ragnheiður vakti athygli á því að núgildandi nauðgunarákvæði væri frá árinu 2007. Á árunum 2007 til ársins 2013 hefði sex sinnum verið flutt frumvarp á Alþingi um að afnema verknaðarlýsingu úr nauðgunarákvæðinu. Ástæðan væri sú að dómar vegna nauðgunar væru of fáir. Prófessorinn telur hins vegar að með þeirri breytingu sem lögð var til yrði ákvæðið of óljóst til þess að uppfylla skilyrði um skýrleika refsiheimilda og hefði ekki orðið til þess að fjölga dómum. „Síðastliðið vor var skilgreining á nauðgun út frá samþykki tekin upp að nýju þegar fjórir þingmenn Viðreisnar fluttu frumvarp um breytingu á fyrstu málsgrein 194. greinar,“ sagði Ragnheiður. Með samþykkt frumvarpsins yrði betur skilgreint hvenær samþykki er fyrir hendi og hvenær ekki. „Þessi tillaga er að mínu mati miklu betri en tillagan sem kom fram fyrir tíu árum,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir hugmyndir síðastliðinna tíu ára um breytingar á nauðgunarákvæðinu hafa haft það að markmiði að fjölga sakfellingardómum fyrir nauðgun. Reynsla Englendinga sýni að lágt sakfellingarvandamál sé líka vandamál þótt að það sé byggt á skilgreiningum nauðgunar út frá samþykki. Sænskir sérfræðingar sem helst hafa mælt með ákvæði, þar sem samþykki er í forgrunni, telja ekki endilega að það auki líkur á að ákærum fjölgi. Hins vegar felist í því staðfesting á jafnræði kynjanna og kynferðislegum sjálfsákvörðunarrétti. Þeir telja sem sagt að þessi leið sé ekki til þess fallin að fjölga sakfellingardómum heldur leiði hún til færri brota. „Og kannski er það líka aðalatriðið. Markmiðið hlýtur að vera að fækka nauðgunarbrotum. En til þess er svo margt annað sem við þurfum að líta til en nauðgunarákvæðið. Til dæmis öflugar forvarnir,“ segir Ragnheiður. Ólíkar tillögur að 194. grein1. málsgrein 194. greinar í núgildandi lögumHver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann með því að beita ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.1. málsgrein 194. greinar samkvæmt tillögu Viðreisnar„Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann án samþykkis hans gerist sekur um nauðgun og skal sæta fangelsi ekki skemur en 1 ár og allt að 16 árum. Samþykki telst liggja fyrir ef það er tjáð af frjálsum vilja. Samþykki telst ekki liggja fyrir ef það er fengið með ofbeldi, hótunum eða annars konar ólögmætri nauðung, eða með því að beita blekkingum eða hagnýta sér villu viðkomandi um aðstæður. Til ofbeldis telst svipting sjálfræðis með innilokun, lyfjum eða öðrum sambærilegum hætti.“1. málsgrein 194. greinar án verknaðarlýsingar„Hver sem gerist sekur um nauðgun skal sæta fangelsi ekki skemur en 2 ár og allt að 16 árum.‟
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent