Lögbann -- og ritskoðun og þöggun Vésteinn Valgarðsson skrifar 20. október 2017 16:00 Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana er mikið rætt um lögbannið sem sett var á umfjöllun Stundarinnar um Bjarna Benediktsson. Um það er óhætt að nota orð eins og hneisu, svívirðu og fleiri í sama þyngdarflokki. Ritskoðun og þöggun eru stór orð. Samt detta mér varla önnur í hug þegar ég hugsa um viðmótið sem við í Alþýðufylkingunni upplifum, bæði frá fjölmiðlum og félagasamtökum. Fjölmiðlarnir skilja Alþýðufylkinguna ítrekað útundan í umfjöllun um kosningarnar. Til dæmis var formaður okkar Þorvaldur Þorvaldsson næstum alveg klipptur út úr málefnaþætti RÚV um efnahags- og velferðarmál mánudag, og oddviti okkar Þorsteinn Bergsson var einnig mjög naumt klipptur í málefnaþætti um atvinnu-, samgöngu- og umhverfismál. Þetta er ekki bara RÚV -- Stöð tvö ákvað að Alþýðufylkingin fengi ekki að taka þátt í kjördæmaþáttum hjá sér. Og þetta er ekki nýtt, í síðustu kosningum hafði RÚV okkur -- ásamt öðrum flokkum sem mældust með lítið fylgi -- saman í sérstakri neðrideild smáflokkanna, en „alvöru“ framboð voru höfð saman í þætti. Og þá vildi Stöð tvö ekki sjá okkur í sjónvarpsþáttum, frekar en nú. Þegar félagasamtök halda framboðsfundi er oft það sama uppi á teningnum. Til dæmis hafa, bara undanfarna viku, Samtök ferðaþjónustunnar, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Kennarasamtök Íslands, Samtök eldri borgara og Náttúruverndarsamtök Íslands -- svo ég nefni nokkur -- haldið framboðsfundi þar sem Alþýðufylkingin er skilin útundan. Af hverju vilja stjórnir þessara félaga ekki að meðlimirnir heyri boðskap okkar? Þá má nefna að sumir framhaldsskólar hafa haldið kynningarfundi fyrir nemendur, og ekki séð ástæðu til að bjóða Alþýðufylkingunni að vera með -- þótt við höfum að fyrra bragði haft samband við alla framhaldsskóla í öllum kjördæmum sem við bjóðum fram í, til að gefa kost á okkur. Því er jafnan borið við að Alþýðufylkingin mælist með svo lítið fylgi að hún eigi ekki séns. En það eru ekki rök fyrir því að útiloka okkur frá umræðunni, heldur þvert á móti -- heldur er það einmitt útilokunin sem heldur okkur á jaðrinum: fólk myndar sér ekki skoðun á okkur ef það heyrir ekki í okkur. Þá er stundum sagt að bara sé fjallað um flokka sem bjóða fram á landsvísu. Það er jafn ómálefnalegt og ólýðræðislegt -- en virkar auk þess ekki þegar við bjóðum fram í 4 kjördæmum af 6, og 80% kjósenda geta kosið okkur, m.a. næstum allir sem mæta á framboðsfundi í Reykjavík. Það hlýtur að vera önnur, raunveruleg ástæða fyrir því að einu rödd sósíalismans sé haldið utan við umræðuna. Við erum ekki að fara fram á neina sérmeðferð. Við viljum bara njóta jafnræðis á við önnur framboð. Okkur höfum sjálf á tilfinningunni að við komum best út þegar við fáum að kynna málstað okkar jafnfætis öðrum flokkum. Hver óttast það? Hver hefur ástæðu til að þagga niður í okkur? Það þarf lögbann til að þagga niður í Stundinni. En það er ekkert lögbann til að þagga niður í Alþýðufylkingunni. Það er nóg að beita þöggun og ritskoðun.Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar og oddviti í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun