Nýja stjórnarskráin vísar sérhagsmunum á dyr Þórdís Björk Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2017 16:55 Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar