Tryggja þarf rétt til aðstoðar við að krefjast sanngirnisbóta Ívar Þór Jóhannsson skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Mikil umræða hefur farið fram undanfarið um greiðslu sanngirnisbóta í tengslum við útgáfu Vistheimilanefndar á nýrri skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993. Niðurstöður skýrslunnar eru afdráttarlausar og er óþarfi að rekja þær hér að öðru leyti en því að þar sættu vistmenn í verulegum mæli líkamlegu- og andlegu ofbeldi auk þess að þola illa meðferð. Er því ljóst að margir vistmenn kunna að uppfylla skilyrði fyrir greiðslu sanngirnisbóta vegna vistunar skv. lögum nr. 47/2010.Framkvæmd stjórnvalda stóðst ekki lög Undirritaður hefur áður skrifað blaðagrein um sanngirnisbætur en greinin birtist í Fréttablaðinu þann 27. nóvember 2015 undir yfirskriftinni „Eiga fleiri rétt á sanngirnisbótum?“. Fjallaði greinin um dómsmál sem undirritaður rak fyrir hönd ungrar konu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en sýslumaður og Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta höfðu synjað henni um sanngirnisbætur á þeim grundvelli að sú illa meðferð og ofbeldi sem hún varð fyrir í Heyrnleysingjaskólanum hefði ekki farið fram innan þess tímabils sem Vistheimilanefnd kaus að beina rannsókn sinni að. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði þegar greinin var skrifuð fellt umræddar stjórnvaldsákvarðanir úr gildi og síðar staðfesti Hæstiréttur Íslands þá niðurstöðu, sem leiddi til þess að fleiri tjónþolar töldust eiga rétt á sanngirnisbótum.Tjónþolar þurfa hagsmunagæslu Þessar niðurstöður dómstóla staðfesta að tjónþolar geta þurft á lagalegri réttindagæslu að halda þegar þeir krefjast sanngirnisbóta hjá stjórnvöldum enda eru úrlausnir stjórnvalda ekki óbrigðular. Í málaflokknum reynir á tiltölulega nýleg lagaákvæði sem ekki hefur reynt mikið á fyrir dómstólum. Þessu til frekari staðfestingar má benda á að unga konan sem höfðaði framangreint dómsmál undirbýr nú nýtt dómsmál þar sem reyna mun á réttindi hennar tengd sanngirnisbótum auk þess sem fleiri aðilar hafa leitað til undirritaðs sökum þess að þeir geta ekki fellt sig við niðurstöðu stjórnvalda varðandi kröfur þeirra. Í öllu falli er ljóst að huga getur þurft gætilega að lagalegum réttindum tjónþola við kröfugerð og í samskiptum þeirra við stjórnvöld.Tryggja þarf rétt til aðstoðar Undirritaður tekur af heilum hug undir orð Hrefnu Friðriksdóttur, formanns vistheimilanefndar, í viðtali við Ríkisútvarpið þann 7. febrúar 2017 þar sem lögð er áhersla á að tjónþolar fái aðstoð við að lýsa kröfum og fylgja þeim eftir. Samkvæmt núgildandi lögum um sanngirnisbætur virðist ekki fyrir hendi heimild til greiðslu kostnaðar lögmanns vegna hagsmunagæslu á lægra stjórnsýslustigi, þ.e. hjá sýslumanni. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að tjónþolar geti fengið slíkan kostnað greiddan vegna hagsmunagæslu á æðra stjórnsýslustigi, þ.e. fyrir Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta, en slík þóknun takmarkast þó við sem svarar að hámarki 10 klst. vinnu. Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta hefur túlkað umrædda lagareglu á þá leið að tjónþolar eigi ekki rétt á greiðslu lögmannskostnaðar nema þeir eigi jafnframt rétt á greiðslu sanngirnisbóta. Þeir tjónþolar sem kjósa að leita réttar síns þurfa því að bera kostnað við það, ef krafa þeirra nær ekki fram að ganga. Af þessu er ljóst að tryggja þarf betur réttindi tjónþola til aðstoðar við að krefjast sanngirnisbóta, bæði á lægra og æðra stjórnsýslustigi enda um mikilvægt hagsmunamál þess hóps að ræða. Reynslan hefur sýnt að slík aðstoð er nauðsynleg bæði hvað varðar lagaleg atriði og í því skyni að aðstoða tjónþola til að koma kröfum sínum á framfæri. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur farið fram undanfarið um greiðslu sanngirnisbóta í tengslum við útgáfu Vistheimilanefndar á nýrri skýrslu um vistun barna á Kópavogshæli á árunum 1952 til 1993. Niðurstöður skýrslunnar eru afdráttarlausar og er óþarfi að rekja þær hér að öðru leyti en því að þar sættu vistmenn í verulegum mæli líkamlegu- og andlegu ofbeldi auk þess að þola illa meðferð. Er því ljóst að margir vistmenn kunna að uppfylla skilyrði fyrir greiðslu sanngirnisbóta vegna vistunar skv. lögum nr. 47/2010.Framkvæmd stjórnvalda stóðst ekki lög Undirritaður hefur áður skrifað blaðagrein um sanngirnisbætur en greinin birtist í Fréttablaðinu þann 27. nóvember 2015 undir yfirskriftinni „Eiga fleiri rétt á sanngirnisbótum?“. Fjallaði greinin um dómsmál sem undirritaður rak fyrir hönd ungrar konu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en sýslumaður og Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta höfðu synjað henni um sanngirnisbætur á þeim grundvelli að sú illa meðferð og ofbeldi sem hún varð fyrir í Heyrnleysingjaskólanum hefði ekki farið fram innan þess tímabils sem Vistheimilanefnd kaus að beina rannsókn sinni að. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði þegar greinin var skrifuð fellt umræddar stjórnvaldsákvarðanir úr gildi og síðar staðfesti Hæstiréttur Íslands þá niðurstöðu, sem leiddi til þess að fleiri tjónþolar töldust eiga rétt á sanngirnisbótum.Tjónþolar þurfa hagsmunagæslu Þessar niðurstöður dómstóla staðfesta að tjónþolar geta þurft á lagalegri réttindagæslu að halda þegar þeir krefjast sanngirnisbóta hjá stjórnvöldum enda eru úrlausnir stjórnvalda ekki óbrigðular. Í málaflokknum reynir á tiltölulega nýleg lagaákvæði sem ekki hefur reynt mikið á fyrir dómstólum. Þessu til frekari staðfestingar má benda á að unga konan sem höfðaði framangreint dómsmál undirbýr nú nýtt dómsmál þar sem reyna mun á réttindi hennar tengd sanngirnisbótum auk þess sem fleiri aðilar hafa leitað til undirritaðs sökum þess að þeir geta ekki fellt sig við niðurstöðu stjórnvalda varðandi kröfur þeirra. Í öllu falli er ljóst að huga getur þurft gætilega að lagalegum réttindum tjónþola við kröfugerð og í samskiptum þeirra við stjórnvöld.Tryggja þarf rétt til aðstoðar Undirritaður tekur af heilum hug undir orð Hrefnu Friðriksdóttur, formanns vistheimilanefndar, í viðtali við Ríkisútvarpið þann 7. febrúar 2017 þar sem lögð er áhersla á að tjónþolar fái aðstoð við að lýsa kröfum og fylgja þeim eftir. Samkvæmt núgildandi lögum um sanngirnisbætur virðist ekki fyrir hendi heimild til greiðslu kostnaðar lögmanns vegna hagsmunagæslu á lægra stjórnsýslustigi, þ.e. hjá sýslumanni. Lögin gera hins vegar ráð fyrir því að tjónþolar geti fengið slíkan kostnað greiddan vegna hagsmunagæslu á æðra stjórnsýslustigi, þ.e. fyrir Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta, en slík þóknun takmarkast þó við sem svarar að hámarki 10 klst. vinnu. Úrskurðarnefnd sanngirnisbóta hefur túlkað umrædda lagareglu á þá leið að tjónþolar eigi ekki rétt á greiðslu lögmannskostnaðar nema þeir eigi jafnframt rétt á greiðslu sanngirnisbóta. Þeir tjónþolar sem kjósa að leita réttar síns þurfa því að bera kostnað við það, ef krafa þeirra nær ekki fram að ganga. Af þessu er ljóst að tryggja þarf betur réttindi tjónþola til aðstoðar við að krefjast sanngirnisbóta, bæði á lægra og æðra stjórnsýslustigi enda um mikilvægt hagsmunamál þess hóps að ræða. Reynslan hefur sýnt að slík aðstoð er nauðsynleg bæði hvað varðar lagaleg atriði og í því skyni að aðstoða tjónþola til að koma kröfum sínum á framfæri. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun