Hverjir eru úti að aka? Vilborg Halldórsdóttir skrifar 23. febrúar 2017 07:00 Meðan ekki er veitt nægilegt fé til vegabóta í fjarlægum fjörðum þessa lands – Dýrafjarðargöng – og álíka vegabætur, á þá að ausa fé í að búa til útskot til myndatöku á hringveginum fyrir ferðamenn? Uppbyggingu innviða fyrir túrismann á ekki að taka af skattfé hins almenna borgara. Okkar skattfé greiðir fyrir velferðarkerfið: menntakerfi, heilsugæslu og samgöngur fyrir íbúa landsins. Augljóst er að það þarf að fara strax í vegabætur vegna túrisma og að auka landvörslu. En – Júlli Jóns á Bíldudal á ekki að greiða fyrir þessi myndaútskot eða landvörslu í Reynisfjöru með skertu aðgengi að sinni læknisþjónustu. Gesturinn á að greiða fyrir þá þjónustu sem hann þarf. Ef hann kýs að hunsa varnargirðingar og að lesa ekki á skilti, né lesa upplýsingar sem eru alls staðar… hvort heldur á neti eða í ferðabókum. Nú, þá verður að hafa vit fyrir honum. Slíkur landvörður á að fá sín laun greidd úr sjóði sem gistináttagjald rynni beint í. Alls staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við er tekið gistináttagjald. Hvet ég lesendur til að sannreyna það og fara á netið og reyna að kaupa sér gistingu. Farið er að taka slíkt gjald einnig af Airbnb og þess háttar gistingu. Reykjavík er aðalviðkomustaður ferðamanna – og mikið sem það gæti orðið frábært, ef borgin fengi að innheimta alvöru „city-tax“ eins og aðrar borgir. Mér varð hugsað til þess á síðastliðinni Airwaves-hátíð, að hingað flykkjast ferðamenn til að hlusta á tónlist í borginni. Við eigum frábært tónlistarfólk og tónlistarskóla, hvar það hefur fengið sitt tónlistaruppeldi. Væri nú ekki stórkostlegt ef Reykjavíkurborg gæti notað hluta síns gistináttagjalds – til að greiða tónlistarkennurum mannsæmandi laun? Þar með væri tónlistarneytandinn/ferðamaðurinn að greiða til uppsprettunnar – sem hann svo nýtur. Hvað eru samningarnir annars búnir að vera lausir lengi? Af hverju ætti ég að greiða komugjald í hvert skipti sem ég kem heim til mín? Ég greiði nú þegar flugvallarskatt í hvert skipti. Yfirstjórn ferðamála á Íslandi er búin að vera úti að aka í bókstaflegri merkingu þess orðs allt of lengi. Fóru ekki ferðamálayfirvöld í herferð árið 2010? „Inspired by Iceland“… ekki reyna að afsaka ykkur með því að þessi túristaflaumur komi ykkur í „opna skjöldu“!?Ekkert skipulag Eða borgin – árum saman voru rútufyrirtækin búin að biðla til skipulagsyfirvalda í Reykjavíkurborg um að koma upp „pick- up /drop off“ stæðum og skiltum, þannig að þau gætu selt sínar skoðunarferðir með þessum upphafs- og endareitum. 17. júní 2016 sá ég fyrsta skiltið uppkomið… og því miður hunsa alltof margir bílstjórar þau, vegna þess hve seint þau komu upp. Þegar lappir eru dregnar of lengi… myndast ósiður sem erfitt getur orðið að vinda ofan af. Og bílastæðamál íbúa miðborgar, eigum við að ræða það? Í flestum löndum sem ég þekki til mega aðkomumenn ekki leggja í stæði íbúanna. Við því liggja sektir. En hérlendis má leggja tugþúsundum bílaleigubíla hvar sem hverjum sýnist í íbúðahverfum. Það er enginn rammi, ekkert skipulag. Bílaleigur (einkaframtakið) bara leigja og leigja bílaleigubíla – og 99% þeirra fara inn í 101 Reykjavík. Hvað með kolefnisspor? Eftirlit með löglegum ökuskírteinum og hæfni erlendra bílstjóra er efni í aðra grein. Af hverju eru hlutir enn svona árið 2017? Allt í boði hér, sem ekki myndi líðast annars staðar? Er það af því að við teljum okkur alltaf þurfa að finna upp hjólið? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að setja hér á alvöru gistináttagjald, sem rynni í alvöru gistináttasjóð? Skyldi það vera af því að það gæti ruggað bát hóteleigendanna með sína himinháu prísa? Einkaframtakið þarf náttúrulega að greiða út sinn arð – svo betra er að láta bara Júlla Jóns borga á meðan. Hann getur ugglaust dregið það aðeins lengur að fara til læknis. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Meðan ekki er veitt nægilegt fé til vegabóta í fjarlægum fjörðum þessa lands – Dýrafjarðargöng – og álíka vegabætur, á þá að ausa fé í að búa til útskot til myndatöku á hringveginum fyrir ferðamenn? Uppbyggingu innviða fyrir túrismann á ekki að taka af skattfé hins almenna borgara. Okkar skattfé greiðir fyrir velferðarkerfið: menntakerfi, heilsugæslu og samgöngur fyrir íbúa landsins. Augljóst er að það þarf að fara strax í vegabætur vegna túrisma og að auka landvörslu. En – Júlli Jóns á Bíldudal á ekki að greiða fyrir þessi myndaútskot eða landvörslu í Reynisfjöru með skertu aðgengi að sinni læknisþjónustu. Gesturinn á að greiða fyrir þá þjónustu sem hann þarf. Ef hann kýs að hunsa varnargirðingar og að lesa ekki á skilti, né lesa upplýsingar sem eru alls staðar… hvort heldur á neti eða í ferðabókum. Nú, þá verður að hafa vit fyrir honum. Slíkur landvörður á að fá sín laun greidd úr sjóði sem gistináttagjald rynni beint í. Alls staðar í þeim löndum sem við berum okkur saman við er tekið gistináttagjald. Hvet ég lesendur til að sannreyna það og fara á netið og reyna að kaupa sér gistingu. Farið er að taka slíkt gjald einnig af Airbnb og þess háttar gistingu. Reykjavík er aðalviðkomustaður ferðamanna – og mikið sem það gæti orðið frábært, ef borgin fengi að innheimta alvöru „city-tax“ eins og aðrar borgir. Mér varð hugsað til þess á síðastliðinni Airwaves-hátíð, að hingað flykkjast ferðamenn til að hlusta á tónlist í borginni. Við eigum frábært tónlistarfólk og tónlistarskóla, hvar það hefur fengið sitt tónlistaruppeldi. Væri nú ekki stórkostlegt ef Reykjavíkurborg gæti notað hluta síns gistináttagjalds – til að greiða tónlistarkennurum mannsæmandi laun? Þar með væri tónlistarneytandinn/ferðamaðurinn að greiða til uppsprettunnar – sem hann svo nýtur. Hvað eru samningarnir annars búnir að vera lausir lengi? Af hverju ætti ég að greiða komugjald í hvert skipti sem ég kem heim til mín? Ég greiði nú þegar flugvallarskatt í hvert skipti. Yfirstjórn ferðamála á Íslandi er búin að vera úti að aka í bókstaflegri merkingu þess orðs allt of lengi. Fóru ekki ferðamálayfirvöld í herferð árið 2010? „Inspired by Iceland“… ekki reyna að afsaka ykkur með því að þessi túristaflaumur komi ykkur í „opna skjöldu“!?Ekkert skipulag Eða borgin – árum saman voru rútufyrirtækin búin að biðla til skipulagsyfirvalda í Reykjavíkurborg um að koma upp „pick- up /drop off“ stæðum og skiltum, þannig að þau gætu selt sínar skoðunarferðir með þessum upphafs- og endareitum. 17. júní 2016 sá ég fyrsta skiltið uppkomið… og því miður hunsa alltof margir bílstjórar þau, vegna þess hve seint þau komu upp. Þegar lappir eru dregnar of lengi… myndast ósiður sem erfitt getur orðið að vinda ofan af. Og bílastæðamál íbúa miðborgar, eigum við að ræða það? Í flestum löndum sem ég þekki til mega aðkomumenn ekki leggja í stæði íbúanna. Við því liggja sektir. En hérlendis má leggja tugþúsundum bílaleigubíla hvar sem hverjum sýnist í íbúðahverfum. Það er enginn rammi, ekkert skipulag. Bílaleigur (einkaframtakið) bara leigja og leigja bílaleigubíla – og 99% þeirra fara inn í 101 Reykjavík. Hvað með kolefnisspor? Eftirlit með löglegum ökuskírteinum og hæfni erlendra bílstjóra er efni í aðra grein. Af hverju eru hlutir enn svona árið 2017? Allt í boði hér, sem ekki myndi líðast annars staðar? Er það af því að við teljum okkur alltaf þurfa að finna upp hjólið? Af hverju er ekki fyrir löngu búið að setja hér á alvöru gistináttagjald, sem rynni í alvöru gistináttasjóð? Skyldi það vera af því að það gæti ruggað bát hóteleigendanna með sína himinháu prísa? Einkaframtakið þarf náttúrulega að greiða út sinn arð – svo betra er að láta bara Júlla Jóns borga á meðan. Hann getur ugglaust dregið það aðeins lengur að fara til læknis. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun