Allt stefnir í að í ár verði annað met slegið í fjölda hælisumsókna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 3. maí 2017 20:45 Allt stefnir í það að í ár verði met slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi. Það sem af er ári hafa um 300 umsóknir borist. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir stofnunina búa sig undir að allt að 2000 manns sæki um hæli í ár. Fjöldi umsókna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var samanlagt 287 eða næstum helmingi meiri en á sama tíma á síðasta ári (179). 67 einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi í janúar en til samanburðar sóttu 50 um hæli í sama mánuði á síðasta ári. 71 einstaklingur sótti um hæli í febrúar en umsóknirnar voru 38 í febrúar í fyrra. Þá sóttu 85 manns um hæli í mars og 64 í apríl sem er einnig mikil aukning frá því á síðasta ári. Áframhaldandi fjölgun umsókna það sem af er ári, samanborið við árið 2016, bendir til þess að heildarfjöldi umsókna verði meiri í ár en í fyrra „Á síðasta ári tókum við við rétt rúmlega 1130 umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi og það sem af er þessu ári gefur okkur tilefni til að ætla það að við séum að horfa á að minnsta kosti jafn stórt og mjög líklega stærra ár þegar kemur að þessum fjölda. Jafnvel allt á bilinu 1700 til 2000 umsóknir sem við getum átt von á í ár,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. Hann segir að nú sé unnið að undirbúningi við að taka á móti fólkinu í góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Þá sé lögð áhersla á það að stofnunin verði í stakk búin til að afgreiða málin fljótt og örugglega. Þá útskýrir Þorsteinn að ný ríki sé að bætast á listinn. „Þar ber kannski hæst að við erum að sjá fleiri umsóknir frá Írak og Pakistan,“ segir Þorsteinn og bætir við að þó séu Albanir enn fjölmennasti hópurinn. Þorsteinn segir stöðuna í búsetuúrræðum stofnunarinnar þokkalega eins og staðan er í dag. „Við erum að horfa til haustsins og erum að reyna vera undir það búin að geta tekið við fleiri einstaklingum á skömmum tíma,“ segir Þorsteinn. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Allt stefnir í það að í ár verði met slegið í fjölda hælisumsókna hér á landi. Það sem af er ári hafa um 300 umsóknir borist. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir stofnunina búa sig undir að allt að 2000 manns sæki um hæli í ár. Fjöldi umsókna á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs var samanlagt 287 eða næstum helmingi meiri en á sama tíma á síðasta ári (179). 67 einstaklingar sóttu um hæli á Íslandi í janúar en til samanburðar sóttu 50 um hæli í sama mánuði á síðasta ári. 71 einstaklingur sótti um hæli í febrúar en umsóknirnar voru 38 í febrúar í fyrra. Þá sóttu 85 manns um hæli í mars og 64 í apríl sem er einnig mikil aukning frá því á síðasta ári. Áframhaldandi fjölgun umsókna það sem af er ári, samanborið við árið 2016, bendir til þess að heildarfjöldi umsókna verði meiri í ár en í fyrra „Á síðasta ári tókum við við rétt rúmlega 1130 umsóknum um alþjóðlega vernd á Íslandi og það sem af er þessu ári gefur okkur tilefni til að ætla það að við séum að horfa á að minnsta kosti jafn stórt og mjög líklega stærra ár þegar kemur að þessum fjölda. Jafnvel allt á bilinu 1700 til 2000 umsóknir sem við getum átt von á í ár,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. Hann segir að nú sé unnið að undirbúningi við að taka á móti fólkinu í góðu samstarfi við dómsmálaráðuneytið. Þá sé lögð áhersla á það að stofnunin verði í stakk búin til að afgreiða málin fljótt og örugglega. Þá útskýrir Þorsteinn að ný ríki sé að bætast á listinn. „Þar ber kannski hæst að við erum að sjá fleiri umsóknir frá Írak og Pakistan,“ segir Þorsteinn og bætir við að þó séu Albanir enn fjölmennasti hópurinn. Þorsteinn segir stöðuna í búsetuúrræðum stofnunarinnar þokkalega eins og staðan er í dag. „Við erum að horfa til haustsins og erum að reyna vera undir það búin að geta tekið við fleiri einstaklingum á skömmum tíma,“ segir Þorsteinn.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira