Þau í dag – við á morgun Sindri Geir Óskarsson skrifar 15. nóvember 2017 07:00 Myndu börnin mín kalla sig Þingeyinga þegar þau verða fullorðin ef við þyrftum að flýja sveitina okkar fögru í dag vegna loftslagsbreytinga? Þau eru tveggja og fjögurra ára gömul og myndu eiga minningar úr sveitinni, allavega minningar af sögum okkar foreldranna, sögum frá ömmu og afa. Eldri kynslóðin myndi ekki sleppa sinni sjálfsmynd en ég veit ekki með börnin. Þau myndu ekki þekkja Goðafoss og Aldeyjarfoss ef þeir væru farnir á kaf vegna hækkandi sjávarmáls. Sagan af Þorgeiri Ljósvetningagoða myndi lifa, en það væri aldrei hægt að ganga í fótsporin hans. Sveitin þar sem langafi ólst upp, heiðin sem pabbi byrjaði að smala þegar hann var 6 ára, það sem gaf merkingu og tilgang og ekki síst stolt. Það er farið. Landið sem langalangafi vann fyrir og eignaðist. Kirkjan þar sem afi var organisti, grafir forfeðranna. Allt farið. Auðvitað myndum við búa á nýjum stað. Eiga heimili. En hluti af því sem gerði okkur að þeim sem við erum, að minnsta kosti í eigin augum, er farið. Á Fídjíeyjum er þetta glíma yfir hundrað samfélaga. Það var tregi og reiði í rödd James, prestsins frá Fídjí sem er staddur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi þessara samfélaga, þegar ég ræddi við hann. Hann er hér sem fulltrúi fólks sem er búið að missa söguna sína, atvinnuvegina, lífsstílinn, heimilin, kirkjurnar og hluta menningar sinnar, vegna loftslagsbreytinga.Breytt samfélag Það er ekki bara hækkandi yfirborð sjávar sem ógnar þeim, undanfarna mánuði hefur metfjöldi fellibylja riðið yfir eyjarnar þar sem margir lifa enn hálfgerðu sjálfsþurftarlífi, hafa haft nóg í sig og á af gjöfum náttúrunnar. En nú hefur súrnun sjávar, dauði kóralrifja og hrun fiskistofna líka sett það strik í reikninginn að ættbálkar sem lifðu kynslóðum saman á afskekktum eyjum hafa þurft að flytja í þéttbýlið. Án þess að vilja og án þess að hafa réttu kunnáttuna hafa fjölskyldur þurft að takast á við líf í gjörsamlega breyttu samfélagi. Þar hefur kirkjan leikið stórt hlutverk, sinnt hjálparstarfi og sálgæslu – tekið við reiðinni sem kraumar í James þegar hann ræðir ábyrgð okkar velstæðu og ríku landanna, sem sögulega berum svo gott sem alla ábyrgð á loftslagsbreytingum og öðrum umhverfisvám á borð við plastmengun. Ákall Fídjí og margra annarra þjóða hér á COP23, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er að það verði settar skýrar leikreglur um það hvernig bætt verði fyrir tjón þeirra samfélaga sem bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum. Þar að auki er það krafa þeirra að hugað verði sérstaklega að stöðu kvenna en þær koma einna verst út í samfélögum sem glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er líka ákall og stefna Lútherska heimssambandsins sem sendi mig á COP23 sem fulltrúa þjóðkirkjunnar. Lútherska heimssambandið heldur utan um Lutheran World Relief, ein stærstu hjálparsamtök í heimi og hafa langa reynslu af því að stunda þróunaraðstoð og björgunarstarf. Hér erum við hins vegar fyrst og fremst í því hlutverki að vera talsmenn þeirra 140 kirkna í 100 löndum sem eru aðildarkirkjur okkar. Margar þessara kirkna lifa við afleiðingar loftslagsbreytinga og með mér í sendinefndinni er ungt fólk frá Indlandi, Filippseyjum og Indónesíu sem hefur reynt á eigin skinni hvað auknir þurrkar, tíðari flóð og hækkandi meðalhiti þýða fyrir lífsgæði venjulegs fólks á suðurhveli jarðar.Allar þjóðir setji sér skýr markmið Við erum heppin á Íslandi. Það er ein af stóru tilfinningunum sem ég finn fyrir inni í mér. En á sama tíma fæ ég á tilfinninguna að við séum líka skeytingarlaus gagnvart lífum, örlögum og sögu allra þeirra sem þjást vegna þessara manngerðu hamfara. Ísland hefur ekki tekið þá afstöðu að vera meðal þjóðanna sem eru afdráttarlausar í stuðningi sínum við fátækustu og viðkvæmustu samfélög jarðar. Við fylgjum hinum vestrænu ríkjunum, pössum forréttindi okkar í staðinn fyrir að opna okkur fyrir því að við erum í raun og veru öll á sama báti. Þó að stafninn á Titanic hafi sokkið á undan skutnum breytir það ekki staðreyndinni að skipið liggur á hafsbotni. Loftslagsbreytingar virða engin landamæri. Það er ákall okkar í Lútherska heimssambandinu að allar þjóðir setji sér skýr og róttæk markmið um hvernig þau ætli að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum til að halda hækkun meðalhita jarðar undir 1,5°C. Eins er það ákall þeirra til okkar Íslendinga sem ríkrar þjóðar að við styðjum betur við systkini okkar sem eru að upplifa fordæmalausar hamfarir. Það er þörf á aðgerðum en fyrst þurfum við kannski að skilja að þó að hamfarirnar séu ekki að gerast hér þá eru þær samt að gerast. Þar í dag – hér á morgun. Þau í dag – þú á morgun. Snúum þróuninni við áður en það er of seint. Höfundur er guðfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Myndu börnin mín kalla sig Þingeyinga þegar þau verða fullorðin ef við þyrftum að flýja sveitina okkar fögru í dag vegna loftslagsbreytinga? Þau eru tveggja og fjögurra ára gömul og myndu eiga minningar úr sveitinni, allavega minningar af sögum okkar foreldranna, sögum frá ömmu og afa. Eldri kynslóðin myndi ekki sleppa sinni sjálfsmynd en ég veit ekki með börnin. Þau myndu ekki þekkja Goðafoss og Aldeyjarfoss ef þeir væru farnir á kaf vegna hækkandi sjávarmáls. Sagan af Þorgeiri Ljósvetningagoða myndi lifa, en það væri aldrei hægt að ganga í fótsporin hans. Sveitin þar sem langafi ólst upp, heiðin sem pabbi byrjaði að smala þegar hann var 6 ára, það sem gaf merkingu og tilgang og ekki síst stolt. Það er farið. Landið sem langalangafi vann fyrir og eignaðist. Kirkjan þar sem afi var organisti, grafir forfeðranna. Allt farið. Auðvitað myndum við búa á nýjum stað. Eiga heimili. En hluti af því sem gerði okkur að þeim sem við erum, að minnsta kosti í eigin augum, er farið. Á Fídjíeyjum er þetta glíma yfir hundrað samfélaga. Það var tregi og reiði í rödd James, prestsins frá Fídjí sem er staddur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi þessara samfélaga, þegar ég ræddi við hann. Hann er hér sem fulltrúi fólks sem er búið að missa söguna sína, atvinnuvegina, lífsstílinn, heimilin, kirkjurnar og hluta menningar sinnar, vegna loftslagsbreytinga.Breytt samfélag Það er ekki bara hækkandi yfirborð sjávar sem ógnar þeim, undanfarna mánuði hefur metfjöldi fellibylja riðið yfir eyjarnar þar sem margir lifa enn hálfgerðu sjálfsþurftarlífi, hafa haft nóg í sig og á af gjöfum náttúrunnar. En nú hefur súrnun sjávar, dauði kóralrifja og hrun fiskistofna líka sett það strik í reikninginn að ættbálkar sem lifðu kynslóðum saman á afskekktum eyjum hafa þurft að flytja í þéttbýlið. Án þess að vilja og án þess að hafa réttu kunnáttuna hafa fjölskyldur þurft að takast á við líf í gjörsamlega breyttu samfélagi. Þar hefur kirkjan leikið stórt hlutverk, sinnt hjálparstarfi og sálgæslu – tekið við reiðinni sem kraumar í James þegar hann ræðir ábyrgð okkar velstæðu og ríku landanna, sem sögulega berum svo gott sem alla ábyrgð á loftslagsbreytingum og öðrum umhverfisvám á borð við plastmengun. Ákall Fídjí og margra annarra þjóða hér á COP23, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er að það verði settar skýrar leikreglur um það hvernig bætt verði fyrir tjón þeirra samfélaga sem bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum. Þar að auki er það krafa þeirra að hugað verði sérstaklega að stöðu kvenna en þær koma einna verst út í samfélögum sem glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga. Þetta er líka ákall og stefna Lútherska heimssambandsins sem sendi mig á COP23 sem fulltrúa þjóðkirkjunnar. Lútherska heimssambandið heldur utan um Lutheran World Relief, ein stærstu hjálparsamtök í heimi og hafa langa reynslu af því að stunda þróunaraðstoð og björgunarstarf. Hér erum við hins vegar fyrst og fremst í því hlutverki að vera talsmenn þeirra 140 kirkna í 100 löndum sem eru aðildarkirkjur okkar. Margar þessara kirkna lifa við afleiðingar loftslagsbreytinga og með mér í sendinefndinni er ungt fólk frá Indlandi, Filippseyjum og Indónesíu sem hefur reynt á eigin skinni hvað auknir þurrkar, tíðari flóð og hækkandi meðalhiti þýða fyrir lífsgæði venjulegs fólks á suðurhveli jarðar.Allar þjóðir setji sér skýr markmið Við erum heppin á Íslandi. Það er ein af stóru tilfinningunum sem ég finn fyrir inni í mér. En á sama tíma fæ ég á tilfinninguna að við séum líka skeytingarlaus gagnvart lífum, örlögum og sögu allra þeirra sem þjást vegna þessara manngerðu hamfara. Ísland hefur ekki tekið þá afstöðu að vera meðal þjóðanna sem eru afdráttarlausar í stuðningi sínum við fátækustu og viðkvæmustu samfélög jarðar. Við fylgjum hinum vestrænu ríkjunum, pössum forréttindi okkar í staðinn fyrir að opna okkur fyrir því að við erum í raun og veru öll á sama báti. Þó að stafninn á Titanic hafi sokkið á undan skutnum breytir það ekki staðreyndinni að skipið liggur á hafsbotni. Loftslagsbreytingar virða engin landamæri. Það er ákall okkar í Lútherska heimssambandinu að allar þjóðir setji sér skýr og róttæk markmið um hvernig þau ætli að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum til að halda hækkun meðalhita jarðar undir 1,5°C. Eins er það ákall þeirra til okkar Íslendinga sem ríkrar þjóðar að við styðjum betur við systkini okkar sem eru að upplifa fordæmalausar hamfarir. Það er þörf á aðgerðum en fyrst þurfum við kannski að skilja að þó að hamfarirnar séu ekki að gerast hér þá eru þær samt að gerast. Þar í dag – hér á morgun. Þau í dag – þú á morgun. Snúum þróuninni við áður en það er of seint. Höfundur er guðfræðingur.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun