

Þau í dag – við á morgun
Sveitin þar sem langafi ólst upp, heiðin sem pabbi byrjaði að smala þegar hann var 6 ára, það sem gaf merkingu og tilgang og ekki síst stolt. Það er farið. Landið sem langalangafi vann fyrir og eignaðist. Kirkjan þar sem afi var organisti, grafir forfeðranna. Allt farið. Auðvitað myndum við búa á nýjum stað. Eiga heimili. En hluti af því sem gerði okkur að þeim sem við erum, að minnsta kosti í eigin augum, er farið.
Á Fídjíeyjum er þetta glíma yfir hundrað samfélaga. Það var tregi og reiði í rödd James, prestsins frá Fídjí sem er staddur á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fulltrúi þessara samfélaga, þegar ég ræddi við hann. Hann er hér sem fulltrúi fólks sem er búið að missa söguna sína, atvinnuvegina, lífsstílinn, heimilin, kirkjurnar og hluta menningar sinnar, vegna loftslagsbreytinga.
Breytt samfélag
Það er ekki bara hækkandi yfirborð sjávar sem ógnar þeim, undanfarna mánuði hefur metfjöldi fellibylja riðið yfir eyjarnar þar sem margir lifa enn hálfgerðu sjálfsþurftarlífi, hafa haft nóg í sig og á af gjöfum náttúrunnar. En nú hefur súrnun sjávar, dauði kóralrifja og hrun fiskistofna líka sett það strik í reikninginn að ættbálkar sem lifðu kynslóðum saman á afskekktum eyjum hafa þurft að flytja í þéttbýlið. Án þess að vilja og án þess að hafa réttu kunnáttuna hafa fjölskyldur þurft að takast á við líf í gjörsamlega breyttu samfélagi. Þar hefur kirkjan leikið stórt hlutverk, sinnt hjálparstarfi og sálgæslu – tekið við reiðinni sem kraumar í James þegar hann ræðir ábyrgð okkar velstæðu og ríku landanna, sem sögulega berum svo gott sem alla ábyrgð á loftslagsbreytingum og öðrum umhverfisvám á borð við plastmengun.
Ákall Fídjí og margra annarra þjóða hér á COP23, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er að það verði settar skýrar leikreglur um það hvernig bætt verði fyrir tjón þeirra samfélaga sem bera hitann og þungann af loftslagsbreytingum. Þar að auki er það krafa þeirra að hugað verði sérstaklega að stöðu kvenna en þær koma einna verst út í samfélögum sem glíma við afleiðingar loftslagsbreytinga.
Þetta er líka ákall og stefna Lútherska heimssambandsins sem sendi mig á COP23 sem fulltrúa þjóðkirkjunnar. Lútherska heimssambandið heldur utan um Lutheran World Relief, ein stærstu hjálparsamtök í heimi og hafa langa reynslu af því að stunda þróunaraðstoð og björgunarstarf. Hér erum við hins vegar fyrst og fremst í því hlutverki að vera talsmenn þeirra 140 kirkna í 100 löndum sem eru aðildarkirkjur okkar. Margar þessara kirkna lifa við afleiðingar loftslagsbreytinga og með mér í sendinefndinni er ungt fólk frá Indlandi, Filippseyjum og Indónesíu sem hefur reynt á eigin skinni hvað auknir þurrkar, tíðari flóð og hækkandi meðalhiti þýða fyrir lífsgæði venjulegs fólks á suðurhveli jarðar.
Allar þjóðir setji sér skýr markmið
Við erum heppin á Íslandi. Það er ein af stóru tilfinningunum sem ég finn fyrir inni í mér. En á sama tíma fæ ég á tilfinninguna að við séum líka skeytingarlaus gagnvart lífum, örlögum og sögu allra þeirra sem þjást vegna þessara manngerðu hamfara. Ísland hefur ekki tekið þá afstöðu að vera meðal þjóðanna sem eru afdráttarlausar í stuðningi sínum við fátækustu og viðkvæmustu samfélög jarðar. Við fylgjum hinum vestrænu ríkjunum, pössum forréttindi okkar í staðinn fyrir að opna okkur fyrir því að við erum í raun og veru öll á sama báti. Þó að stafninn á Titanic hafi sokkið á undan skutnum breytir það ekki staðreyndinni að skipið liggur á hafsbotni. Loftslagsbreytingar virða engin landamæri.
Það er ákall okkar í Lútherska heimssambandinu að allar þjóðir setji sér skýr og róttæk markmið um hvernig þau ætli að minnka losun sína á gróðurhúsalofttegundum til að halda hækkun meðalhita jarðar undir 1,5°C. Eins er það ákall þeirra til okkar Íslendinga sem ríkrar þjóðar að við styðjum betur við systkini okkar sem eru að upplifa fordæmalausar hamfarir.
Það er þörf á aðgerðum en fyrst þurfum við kannski að skilja að þó að hamfarirnar séu ekki að gerast hér þá eru þær samt að gerast. Þar í dag – hér á morgun. Þau í dag – þú á morgun. Snúum þróuninni við áður en það er of seint.
Höfundur er guðfræðingur.
Skoðun

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar