Þrjátíu ár frá því Rust flaug úr Reykjavík á Rauða torgið Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2017 22:00 Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos. Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Á þessum degi fyrir þrjátíu árum var nafn þýska unglingsins Mathias Rust á vörum heimsbyggðarinnar. Kvöldið áður hafði honum tekist að fljúga lítilli einshreyfils vél í gegnum loftvarnir Sovétmanna og lenda henni við Kremlarmúra. Færri muna að Reykjavík kom mjög við sögu þessa atburðar, sem talinn er hafa flýtt fyrir falli Sovétríkjanna. Þetta var rifjað upp á Stöð 2 í kvöld í tíu mínútna umfjöllun, sem sjá má í spilaranum hér að ofan. Um íslensku hliðina á þessari mögnuðu sögu var rætt við flugvirkjana Þóri Garðarsson og Theodór Brynjólfsson. Theodór er áhugamaður um þetta flugævintýri þýska unglingsins og Þórir er einn af flugvirkjunum sem óafvitandi hjálpuðu Rust að komast til Moskvu. Einnig voru endursýndir kaflar úr frétt Þóris Guðmundssonar á Stöð 2 árið 1987. Þar ræddi Þórir við Svein Björnsson hjá Flugþjónustunni, sem afgreiddi Rust í Reykjavík. Þórir Garðarsson flugvirki í skýli 25 á Reykjavíkurflugvelli. Í baksýn er Cessna 172, samskonar og vél Rust, sem skoðuð var í þessu sama skýli en þar er nú flugklúbburinn Geirfugl.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Dagana eftir Moskvuförina var Mathias Rust aðalefni sjónvarpsfréttanna, forsíðufrétt heimspressunnar, sem og íslenskra fjölmiðla, og sovéski herinn varð aðhlátursefni fyrir að hafa látið þýskan ungling sleppa í gegnum loftvarnir Sovétríkjanna alla leið inn að Kremlarmúrum. Það þótti sérkennilegt að Rust skyldi byrja á því að fljúga til Íslands á leið sinni til Moskvu en hann tók vélina á leigu frá flugskóla utan við Hamborg og tók fimmtán daga í ferðalagið. Í huga Rusts var hins vegar ljómi yfir leiðtogafundi Reagans og Gorbatsjovs í Reykjavík haustið áður og því sagðist hann hafa viljað fljúga þaðan; hann vildi flytja friðarboðskap með flugi sínu.Theodór Brynjólfsson flugvirki. Hann telur Rust hafa notað flugið til Íslands sem æfingaferð fyrir Moskvuflugið.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Þórir Garðarsson rak þá með félögum sínum viðhaldsstöð fyrir einkavélar í skýli 25 í Fluggörðum. Þórir lýsir viðskiptum sínum við Rust, sem óskaði eftir því að vélin yrði tekin í 50 tíma skoðun í Reykjavík. Mathias Rust notaði tímann á Íslandi einnig til að fljúga til Vestfjarða en vegna þess var hann grunaður um að vera fálkaungaræningi. Svo vildi til að ljósmyndarinn Pétur P. Johnson var staddur á Reykjavíkurflugvelli þegar lögregla og útlendingaeftirlitið tóku Rust til yfirheyrslu sem grunaðan fálkaþjóf. Reykjavíkurflugvelli í maí árið 1987. Lögreglumenn leituðu að fálkaungum í Cessnunni þegar Mathias Rust kom frá Vestfjörðum.Mynd/Pétur P. Johnson.Mathias Rust var dæmdur til fjögurra ára fangavistar og afplánaði í helsta öryggisfangelsi Rússa. Hann var látinn laus eftir 15 mánuði.Mynd/Nordic photos.
Tengdar fréttir Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Þegar Mathias Rust lenti á Rauða torginu Fyrir þrjátíu árum lagði nítján ára gamall Þjóðverji út á opið úthaf á eins hreyfils flugvél til Moskvu. Hann hafði orðið fyrir vonbrigðum með leiðtogafundinn í Höfða árið 1986 og vildi gera eitthvað róttækt í málinu. 28. maí 2017 09:00