Ingibjörg Sólrún segir sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum Heimir Már Pétursson skrifar 18. júlí 2017 19:58 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skipuð framkvæmdastjóri yfir Lýðræðis-og mannréttindaskrifstofu Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi. Vísir.is/Andri Marinó Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ögrandi að takast á við styrkingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu um þessar mundir. En það sé helsta verkefni Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi sem hún hefur nú verið skipuð framkvæmdastjóri yfir. Þegar skipað er í stöðu sem þessa er horft á feril viðkomandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, frá árinu 1994 til 2003. Hún settist á Alþingi árið 2005 og varð utanríkisráðherra árið 2007. Eins og frægt er slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fljótlega eftir hrun bankanna í október 2008 en stjórnin fór frá hinn 1. febrúar 2009. Þá hafði Ingibjörg Sólrún glímt við töluverð veikindi. Síðast liðinn fimm og hálft ár hefur hún unnið fyrir UN Women, fyrst sem sendifulltrúi í Afganistan og síðast liðin þrjú og hálft ár sem svæðisstjóri samtakanna í Istanbul í Tyrklandi.Skipað er í æðstu stöður hjá ÖSE til þriggja ára í senn. Ingibjörg Sólrún segist sjálf ekki hafa verið með augastað á framkvæmdastjórastöðunni. „Það var eiginlega utanríkisráðuneytið sem vakti athygli mína á henni. Taldi að ég hefði þann bakgrunn sem gæti hentað mjög vel í þessa stöðu. Bæði minn pólitíski bakgrunnur og störf mín fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ég er líka búin að vera að vinna í Evrópu og mið-Asíu síðast liðinn þrjú og hálft ár,“ segir Ingibjörg Sólrún sem heldur til Varsjár í Póllandi í næstu viku á sinn fyrsta stóra fund á vegum Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofunnar.Áhrifamikil staðaGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir skipan Ingibjargar Sólrúnar fagnaðarefni enda um að ræða eina af áhrifamestu stöðum sem Íslendingur hafi gegnt á alþjóðavettvangi. Hún sé vel að stöðunni komin og hafi til að bera þá þekkingu og reynslu sem á þurfi að halda. En öll aðildarríkin 57 þurfa að samþykkja skipan í stöðuna. „Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir þann stuðning sem í þessu felst. En þetta er líka mikil ögrun því þetta er mikið jarðsprengjusvæði sem ég er að fara inn á,“ segir Ingibjörg Sólrún. Stóru verkefnin snúi að þróun og styrkingu lýðræðis í álfunni og kosningaeftirlit sé stór þáttur í starfsemi stofnunarinar sem hafi haft eftirlit með kosningum í fimmtán ríkjum á síðasta ári. Þá segir Ingibjörg Sólrún stofnunina styðja við ríki til að taka á hatursorðræðu og hatursglæpum, meðal annars í samvinnu við lögreglu og saksóknara hér á Íslandi. Lýðræði og mannréttindum sé líka ögrað í vestur Evrópu með vaxandi populisma og flóttamannastraumi. „Þetta er mjög ögrandi á þessum tímum sem við erum að lifa núna. Vegna þess að það er sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum. En kannski einmitt þess vegna aldrei mikilvægara að standa vörð um þau og leggja aðildarríkjum ÖSE sem eru 57 talsins upp í hendurnar ákveðin tæki til að takast á við þessi mál,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir ögrandi að takast á við styrkingu lýðræðis og mannréttinda í Evrópu um þessar mundir. En það sé helsta verkefni Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofu Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu í Varsjá í Póllandi sem hún hefur nú verið skipuð framkvæmdastjóri yfir. Þegar skipað er í stöðu sem þessa er horft á feril viðkomandi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var borgarstjóri í Reykjavík í níu ár, frá árinu 1994 til 2003. Hún settist á Alþingi árið 2005 og varð utanríkisráðherra árið 2007. Eins og frægt er slitnaði upp úr stjórnarsamstarfi Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar fljótlega eftir hrun bankanna í október 2008 en stjórnin fór frá hinn 1. febrúar 2009. Þá hafði Ingibjörg Sólrún glímt við töluverð veikindi. Síðast liðinn fimm og hálft ár hefur hún unnið fyrir UN Women, fyrst sem sendifulltrúi í Afganistan og síðast liðin þrjú og hálft ár sem svæðisstjóri samtakanna í Istanbul í Tyrklandi.Skipað er í æðstu stöður hjá ÖSE til þriggja ára í senn. Ingibjörg Sólrún segist sjálf ekki hafa verið með augastað á framkvæmdastjórastöðunni. „Það var eiginlega utanríkisráðuneytið sem vakti athygli mína á henni. Taldi að ég hefði þann bakgrunn sem gæti hentað mjög vel í þessa stöðu. Bæði minn pólitíski bakgrunnur og störf mín fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Ég er líka búin að vera að vinna í Evrópu og mið-Asíu síðast liðinn þrjú og hálft ár,“ segir Ingibjörg Sólrún sem heldur til Varsjár í Póllandi í næstu viku á sinn fyrsta stóra fund á vegum Lýðræðis- og mannréttindaskrifstofunnar.Áhrifamikil staðaGuðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir skipan Ingibjargar Sólrúnar fagnaðarefni enda um að ræða eina af áhrifamestu stöðum sem Íslendingur hafi gegnt á alþjóðavettvangi. Hún sé vel að stöðunni komin og hafi til að bera þá þekkingu og reynslu sem á þurfi að halda. En öll aðildarríkin 57 þurfa að samþykkja skipan í stöðuna. „Ég er auðvitað mjög þakklát fyrir þann stuðning sem í þessu felst. En þetta er líka mikil ögrun því þetta er mikið jarðsprengjusvæði sem ég er að fara inn á,“ segir Ingibjörg Sólrún. Stóru verkefnin snúi að þróun og styrkingu lýðræðis í álfunni og kosningaeftirlit sé stór þáttur í starfsemi stofnunarinar sem hafi haft eftirlit með kosningum í fimmtán ríkjum á síðasta ári. Þá segir Ingibjörg Sólrún stofnunina styðja við ríki til að taka á hatursorðræðu og hatursglæpum, meðal annars í samvinnu við lögreglu og saksóknara hér á Íslandi. Lýðræði og mannréttindum sé líka ögrað í vestur Evrópu með vaxandi populisma og flóttamannastraumi. „Þetta er mjög ögrandi á þessum tímum sem við erum að lifa núna. Vegna þess að það er sótt að lýðræði og mannréttindum úr ýmsum áttum. En kannski einmitt þess vegna aldrei mikilvægara að standa vörð um þau og leggja aðildarríkjum ÖSE sem eru 57 talsins upp í hendurnar ákveðin tæki til að takast á við þessi mál,“ segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent