Margfalt betri afkoma sveitarfélaga Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 23. apríl 2017 18:45 Stærstu sveitarfélög landsins skiluðu margfalt betri rekstrarniðurstöðu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélag vera að skila betri afkomu en undanfarin 10 til 15 ár, en þó blasi við kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum.Ríflega fjórfalt betri afkoma í Kópavogi Sveitarfélög eru um þessar mundir að birta uppgjör fyrir árið 2016. Hafnarfjarðarbær skilaði rúmlega 500 milljóna króna afgangi í fyrra, um 180 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Garðabær skilaði tæplega 800 milljóna afgangi, um hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi upp á um 1,2 milljarða, ríflega fjórfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ísafjarðarbær skilaði tæplega 180 milljóna króna afgangi en áætlanir gerðu ráð fyrir 18 milljónum. Dalvík skilaði um tvöfalt meiri afgangi en gert var ráð fyrir, um 250 milljónum. Akureyrarbær var rekinn með 80 milljón króna halla sem er þó ríflega 600 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fljótsdalshérað skilaði tæplega 260 milljóna króna afgangi, um fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega 400 milljóna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar, en áætlanir gerðu ráð fyrir um 140 milljónum. Þá skilaði Reykjanesbær tæplega 130 milljóna króna afgangi, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 70.Miklar launahækkanir og lág verðbólga Þess má geta að Reykjavíkurborg birtir ársreikning næsta fimmtudag. En hvað skýrir þessa afkomu sveitarfélaga, sem er í flestum tilvikum margfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir? Sveitarstjórnarfólk sem fréttastofa ræddi við í dag nefnir meðal annars miklar launahækkanir í fyrra sem hafi skilað sér í meiri útsvarstekjum.Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir það að mörgu leyti rétt, en skýringar séu þó fleiri. „Annað sem við sjáum líka, það er það að verðbólgan er minni en menn gerðu ráð fyrir. Það þýðir að verðbætur eru lægri sem að skuldugu sveitarfélögin eru að greiða,“ segir Sigurður.Ágæt hagræðing í gangi Hann nefnir einnig að almenn rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa hækkað mun minna en tekjur. „Það segir okkur að það hefur verið ágæt hagræðing í gangi í mörgum sveitarfélögum,“ segir Sigurður.Björninn ekki unninn Hjá mörgum sveitarfélögum sé þetta betri niðurstaða en undanfarin 10 til 15 ár. Varðandi framhaldið nefnir Sigurður að fjárfestingar sveitarfélaga hafi síðastliðin tvö til þrjú ár verið í algjöru lágmarki og þær verði kostnaðarsamar á næstu árum. „Þó að þessar fréttir núna um ársreikninga 2016 séu góðar, þá er þar með ekki björninn unninn. Það eru heilmikið fram undan hjá sveitarfélögunum í sérstaklega fjárfestingum, innviðum og öðru slíku,“ segir Sigurður. Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Stærstu sveitarfélög landsins skiluðu margfalt betri rekstrarniðurstöðu í fyrra en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélag vera að skila betri afkomu en undanfarin 10 til 15 ár, en þó blasi við kostnaðarsamar fjárfestingar á næstu árum.Ríflega fjórfalt betri afkoma í Kópavogi Sveitarfélög eru um þessar mundir að birta uppgjör fyrir árið 2016. Hafnarfjarðarbær skilaði rúmlega 500 milljóna króna afgangi í fyrra, um 180 milljónum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Garðabær skilaði tæplega 800 milljóna afgangi, um hálfum milljarði meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rekstur Kópavogsbæjar skilaði afgangi upp á um 1,2 milljarða, ríflega fjórfalt meira en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ísafjarðarbær skilaði tæplega 180 milljóna króna afgangi en áætlanir gerðu ráð fyrir 18 milljónum. Dalvík skilaði um tvöfalt meiri afgangi en gert var ráð fyrir, um 250 milljónum. Akureyrarbær var rekinn með 80 milljón króna halla sem er þó ríflega 600 milljónum króna betri niðurstaða en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Fljótsdalshérað skilaði tæplega 260 milljóna króna afgangi, um fjórfalt meira en gert var ráð fyrir. Rúmlega 400 milljóna afgangur varð af rekstri Vestmannaeyjabæjar, en áætlanir gerðu ráð fyrir um 140 milljónum. Þá skilaði Reykjanesbær tæplega 130 milljóna króna afgangi, en áætlanir gerðu ráð fyrir rúmlega 70.Miklar launahækkanir og lág verðbólga Þess má geta að Reykjavíkurborg birtir ársreikning næsta fimmtudag. En hvað skýrir þessa afkomu sveitarfélaga, sem er í flestum tilvikum margfalt betri en áætlanir gerðu ráð fyrir? Sveitarstjórnarfólk sem fréttastofa ræddi við í dag nefnir meðal annars miklar launahækkanir í fyrra sem hafi skilað sér í meiri útsvarstekjum.Sigurður Ármann Snævarr, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir það að mörgu leyti rétt, en skýringar séu þó fleiri. „Annað sem við sjáum líka, það er það að verðbólgan er minni en menn gerðu ráð fyrir. Það þýðir að verðbætur eru lægri sem að skuldugu sveitarfélögin eru að greiða,“ segir Sigurður.Ágæt hagræðing í gangi Hann nefnir einnig að almenn rekstrargjöld sveitarfélaganna hafa hækkað mun minna en tekjur. „Það segir okkur að það hefur verið ágæt hagræðing í gangi í mörgum sveitarfélögum,“ segir Sigurður.Björninn ekki unninn Hjá mörgum sveitarfélögum sé þetta betri niðurstaða en undanfarin 10 til 15 ár. Varðandi framhaldið nefnir Sigurður að fjárfestingar sveitarfélaga hafi síðastliðin tvö til þrjú ár verið í algjöru lágmarki og þær verði kostnaðarsamar á næstu árum. „Þó að þessar fréttir núna um ársreikninga 2016 séu góðar, þá er þar með ekki björninn unninn. Það eru heilmikið fram undan hjá sveitarfélögunum í sérstaklega fjárfestingum, innviðum og öðru slíku,“ segir Sigurður.
Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira