Baráttan gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi heldur áfram Svandís Svavarsdóttir skrifar 19. október 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi hefur verið mikið á dagskrá nú í sumar og haust og ekki síst í tengslum við mál það sem varð ríkisstjórninni að falli. Þung undiralda kvenfrelsissjónarmiða og femínískra byltinga fangaði kröfuna um að uppreist æra kynferðisbrotamanns yrði endurskoðuð og ekki síst að starfsréttindi hans yrðu ekki afhent án fyrirstöðu. Það er ekki ofsögum sagt að fall þessarar ríkisstjórnar verður af þessum sökum kafli í kvenfrelsissögu Íslands. Brotaþolar höfðu hátt og kröfðust áheyrnar kerfisins og stjórnmálamanna meira en nokkru sinn fyrr. Með stuðningi fjölmiðla varð þrýstingurinn meiri en svo að ríkisstjórnin þyldi hann og endaði með því að hún fór frá. Við stefnum nú á alþingiskosningar aðeins ári frá síðustu kosningum og þær kosningar eru haldnar í þessu ljósi. Árið 2011 var Istanbúl-samningurinn undirritaður af hálfu Íslands en um er að ræða samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi. Ofbeldi gegn konum, þar með talið heimilisofbeldi, er ein alvarlegasta tegund kynbundinna mannréttindabrota sem um getur og samfélagsmein hvar sem þess gætir. Istanbúl-samningurinn skuldbindur aðildarríkin til að gera ráðstafanir gegn ofbeldi gegn konum og er því mikilvægt að hann verði fullgiltur hér á landi og þær breytingar gerðar á lögum sem fullgildingin krefst. Fyrir liggur greinargerðin Skýrsla um samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi og aðlögun íslenskra laga og reglna vegna aðildar frá haustinu 2012 sem gerð var á vegum Mannréttindastofnunar Háskóla Íslands. Undirbúningur að fullgildingu Istanbúl-samningsins er þannig kominn nokkuð á veg og sjálfsagt að halda honum áfram og ljúka verkinu eins fljótt og auðið er. Þegar Alþingi var slitið á dögunum lá fyrir að þau mál sem lúta að kynbundnu ofbeldi af ýmsu tagi hlytu að vera í brennidepli þessarar kosningabaráttu. Um það leyti voru fjöldamörg þingmál í burðarliðnum og þar á meðal þingmál sem laut að því að fullgilda Istanbúl-samninginn en tekist hafði að fá meðflutningsmenn í öllum flokkum utan einum. Því liggur fyrir að slíkt mál hlýtur að verða hluti af stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Höfundur er formaður þingflokks Vinstri grænna.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun