Opið bréf til Skipulagsstofnunar og Alþingis - Hvammsvirkjun Borghildur Óskarsdóttir skrifar 29. júní 2017 07:00 Ég geri athugasemdir við auglýsingu Skipulagsstofnunar á skýrslu vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjanir í Þjórsá eru gríðarmiklar og umdeildar framkvæmdir, sem breyta ásýnd landsins og koma okkur almenningi mikið við. Starfsmenn Skipulagsstofnunar hafa farið eftir reglum og skyldum um hvernig skuli auglýsa kynningu á svona skýrslum, en ég sakna þess að engin sérstök áhersla virtist lögð á að auglýsingarnar næðu til almennings. Tilviljun var að auglýsing í lok hádegisfrétta 26. maí náði eyrum mínum. Þar var sagt að frummatsskýrsla vegna Hvammsvirkjunar væri í endurskoðun og almenningi boðið að kynna sér skýrsluna og gera athugasemdir næstu sex vikur. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað nákvæmlega fælist í orðinu frummatsskýrsla en gat mér þess þó til. Skýrara hefði verið að tala um endurskoðun skýrslu frá árinu 2004 um mat á umhverfisáhrifum. Ég var svo heppin að heyra þessa auglýsingu og tók eftir henni vegna þess að ég þekki það svæði sem áformað er að fari undir virkjun og lón og áttaði mig á alvöru málsins. Ýmsir þeir sem ég hef spurt og láta sig þessi mál varða höfðu ekki heyrt skýrsluna auglýsta né kynningarfundina. Ég hringdi í verkefnastjóra Landsvirkjunar og bað um að fá skýrsluna í hendur, það var auðsótt. Mér var í leiðinni bent á kynningarfundina þrjá, sem ég hafði ekki haft hugmynd um.Athugasemdir fyrir 6. júlí Mín skoðun er að Skipulagsstofnun ætti að bera ábyrgð á að mikilvæg mál sem þessi komist örugglega til skila til almennings og að stofnunin mælist til þess við fjölmiðla að þeir taki málið til umfjöllunar. Eflaust hefur Ríkissjónvarpið fengið þessa tilkynningu eins og Ríkisútvarpið, en hvort þar hafi auglýsingunni verið komið á framfæri veit ég ekki, þeim ber víst ekki skylda til þess. Skipulagsstofnun ætti að sjá til þess að ríkisreknir fjölmiðlar, eins og útvarp og sjónvarp, hefðu góðar kynningar og umræður um jafn umdeilda og óafturkræfa framkvæmd. Kynningarfundir Landsvirkjunar voru auglýstir á vef stofnunarinnar og í Lögbirtingablaðinu og ýmsum dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu, einnig í fjölmiðli sem þeir ætla að nái til þeirra sem búa nærri framkvæmdasvæði. Gott er að taka mið af þeim sem búa nálægt svæðinu og bendi ég á að mjög mikil andstaða við þessa virkjun er í Gnúpverjahreppi. www.verndumthjorsa.is. Við búum í lýðræðisríki og sanngjarnt væri að gagnrýnendur virkjunarinnar gætu kosið sína fulltrúa sem væru á launum hjá hinu opinbera eins og hönnuðir og verkefnastjórar framkvæmdaaðilanna. Þeir gætu þá kynnt sér málin vel og unnið faglega og án fordóma og þannig kæmist jafnvægi í mikilvæga orðræðu. En almenningi er boðið að kynna sér framkvæmd virkjunarinnar á sex vikum nú í byrjun sumars í vel gerðri, 144 blaðsíðna langri frummatsskýrslu. Þar eru metin sérstaklega áhrif virkjunar á útivist og landslag og ásýnd lands. Athugasemdum þarf að skila til Skipulagsstofnunar fyrir 6. júlí.Fjársjóður til framtíðar Í skýrslunni er mikið af ljósmyndum af fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Sama ljósmyndin er endurtekin tvisvar til að sýna framkvæmdasvæðið fyrir og eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Önnur myndin er „fótósjoppuð“ til að sýna framtíðarásýndina. En ég geri athugasemdir við að miklu færri myndir í skýrslunni sýna ásýnd frá Landsveit vestur yfir, frá grónum bökkum Þjórsár norðan Skarðsfjalls, þar sem fyrirhugað er að byggja stíflugarð. Þar væri fróðlegt að sjá samanburð mynda, fyrir og eftir fyrirhugaðan garð. Hann verður margra kílómetra langur og um 5 metra hár mælt frá núverandi landhæð, þar sem Skarðsselstóftir kúra enn. Tóftirnar munu fara undir stíflugarðinn og einnig mun garðurinn byrgja sýn vestur yfir, þar sem nú er fagurt útsýni yfir straumþungt fljótið, kjarrivaxnar eyjar og sker, yfir á fellin handan fljótsins og búsældarlega sveitina. Og ef við horfum í aðrar áttir þá tekur við í fjarska fjallahringur. Það segir sig sjálft að þarna mun hljóðheimurinn einnig gjörbreytast. Undanfarin sumur hef ég komið á þetta svæði. Það er í einkaeign; hagi fyrir búpening og lítil umferð manna síðan byggð lagðist af í Skarðsseli fyrir miðja síðustu öld. Þar sjást ekki erlendir ferðamenn, en við vitum að landið er ekki síður verðmætt þótt öngvir séu ferðamennirnir. Fagurt óspillt landslag er verðmætt í sjálfu sér og fjársjóður til framtíðar. Þetta svæði býr yfir töfrum, sem verða nú dýrmætari með hverju ári sem líður. Þar sem við erum öll vörslumenn náttúrunnar með þá skyldu að koma henni sem heilbrigðastri áfram til næstu kynslóða, þá höfum við ekki heimild til að eyðileggja þessa fallegu landslagsheild, þar sem rætur okkar og saga liðinna kynslóða liggur í jörðu og fléttast saman við sögu náttúruaflanna. Eða erum við sem búum á Íslandi svo fátæk og aðframkomin að fórna verði fegurð landsins vegna áætlaðrar vöntunar á rafmagni eftir 10 ár? Væri ekki betra að loka einu álveri, til dæmis? Því ef við eyðileggjum dýrmætin sem við eigum þá verðum við fátæk. Höfundur er myndlistarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Sjá meira
Ég geri athugasemdir við auglýsingu Skipulagsstofnunar á skýrslu vegna fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar. Virkjanir í Þjórsá eru gríðarmiklar og umdeildar framkvæmdir, sem breyta ásýnd landsins og koma okkur almenningi mikið við. Starfsmenn Skipulagsstofnunar hafa farið eftir reglum og skyldum um hvernig skuli auglýsa kynningu á svona skýrslum, en ég sakna þess að engin sérstök áhersla virtist lögð á að auglýsingarnar næðu til almennings. Tilviljun var að auglýsing í lok hádegisfrétta 26. maí náði eyrum mínum. Þar var sagt að frummatsskýrsla vegna Hvammsvirkjunar væri í endurskoðun og almenningi boðið að kynna sér skýrsluna og gera athugasemdir næstu sex vikur. Í fyrstu áttaði ég mig ekki á hvað nákvæmlega fælist í orðinu frummatsskýrsla en gat mér þess þó til. Skýrara hefði verið að tala um endurskoðun skýrslu frá árinu 2004 um mat á umhverfisáhrifum. Ég var svo heppin að heyra þessa auglýsingu og tók eftir henni vegna þess að ég þekki það svæði sem áformað er að fari undir virkjun og lón og áttaði mig á alvöru málsins. Ýmsir þeir sem ég hef spurt og láta sig þessi mál varða höfðu ekki heyrt skýrsluna auglýsta né kynningarfundina. Ég hringdi í verkefnastjóra Landsvirkjunar og bað um að fá skýrsluna í hendur, það var auðsótt. Mér var í leiðinni bent á kynningarfundina þrjá, sem ég hafði ekki haft hugmynd um.Athugasemdir fyrir 6. júlí Mín skoðun er að Skipulagsstofnun ætti að bera ábyrgð á að mikilvæg mál sem þessi komist örugglega til skila til almennings og að stofnunin mælist til þess við fjölmiðla að þeir taki málið til umfjöllunar. Eflaust hefur Ríkissjónvarpið fengið þessa tilkynningu eins og Ríkisútvarpið, en hvort þar hafi auglýsingunni verið komið á framfæri veit ég ekki, þeim ber víst ekki skylda til þess. Skipulagsstofnun ætti að sjá til þess að ríkisreknir fjölmiðlar, eins og útvarp og sjónvarp, hefðu góðar kynningar og umræður um jafn umdeilda og óafturkræfa framkvæmd. Kynningarfundir Landsvirkjunar voru auglýstir á vef stofnunarinnar og í Lögbirtingablaðinu og ýmsum dagblöðum sem gefin eru út á landsvísu, einnig í fjölmiðli sem þeir ætla að nái til þeirra sem búa nærri framkvæmdasvæði. Gott er að taka mið af þeim sem búa nálægt svæðinu og bendi ég á að mjög mikil andstaða við þessa virkjun er í Gnúpverjahreppi. www.verndumthjorsa.is. Við búum í lýðræðisríki og sanngjarnt væri að gagnrýnendur virkjunarinnar gætu kosið sína fulltrúa sem væru á launum hjá hinu opinbera eins og hönnuðir og verkefnastjórar framkvæmdaaðilanna. Þeir gætu þá kynnt sér málin vel og unnið faglega og án fordóma og þannig kæmist jafnvægi í mikilvæga orðræðu. En almenningi er boðið að kynna sér framkvæmd virkjunarinnar á sex vikum nú í byrjun sumars í vel gerðri, 144 blaðsíðna langri frummatsskýrslu. Þar eru metin sérstaklega áhrif virkjunar á útivist og landslag og ásýnd lands. Athugasemdum þarf að skila til Skipulagsstofnunar fyrir 6. júlí.Fjársjóður til framtíðar Í skýrslunni er mikið af ljósmyndum af fyrirhuguðu virkjunarsvæði. Sama ljósmyndin er endurtekin tvisvar til að sýna framkvæmdasvæðið fyrir og eftir fyrirhugaðar framkvæmdir. Önnur myndin er „fótósjoppuð“ til að sýna framtíðarásýndina. En ég geri athugasemdir við að miklu færri myndir í skýrslunni sýna ásýnd frá Landsveit vestur yfir, frá grónum bökkum Þjórsár norðan Skarðsfjalls, þar sem fyrirhugað er að byggja stíflugarð. Þar væri fróðlegt að sjá samanburð mynda, fyrir og eftir fyrirhugaðan garð. Hann verður margra kílómetra langur og um 5 metra hár mælt frá núverandi landhæð, þar sem Skarðsselstóftir kúra enn. Tóftirnar munu fara undir stíflugarðinn og einnig mun garðurinn byrgja sýn vestur yfir, þar sem nú er fagurt útsýni yfir straumþungt fljótið, kjarrivaxnar eyjar og sker, yfir á fellin handan fljótsins og búsældarlega sveitina. Og ef við horfum í aðrar áttir þá tekur við í fjarska fjallahringur. Það segir sig sjálft að þarna mun hljóðheimurinn einnig gjörbreytast. Undanfarin sumur hef ég komið á þetta svæði. Það er í einkaeign; hagi fyrir búpening og lítil umferð manna síðan byggð lagðist af í Skarðsseli fyrir miðja síðustu öld. Þar sjást ekki erlendir ferðamenn, en við vitum að landið er ekki síður verðmætt þótt öngvir séu ferðamennirnir. Fagurt óspillt landslag er verðmætt í sjálfu sér og fjársjóður til framtíðar. Þetta svæði býr yfir töfrum, sem verða nú dýrmætari með hverju ári sem líður. Þar sem við erum öll vörslumenn náttúrunnar með þá skyldu að koma henni sem heilbrigðastri áfram til næstu kynslóða, þá höfum við ekki heimild til að eyðileggja þessa fallegu landslagsheild, þar sem rætur okkar og saga liðinna kynslóða liggur í jörðu og fléttast saman við sögu náttúruaflanna. Eða erum við sem búum á Íslandi svo fátæk og aðframkomin að fórna verði fegurð landsins vegna áætlaðrar vöntunar á rafmagni eftir 10 ár? Væri ekki betra að loka einu álveri, til dæmis? Því ef við eyðileggjum dýrmætin sem við eigum þá verðum við fátæk. Höfundur er myndlistarkona.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun