Borgarstjóri segir málefnum flugvallarins haldið í skotgröfunum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. apríl 2017 14:00 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/Stefán Borgarstjóra finnst merkilegt að átján þingmenn úr fjórum flokkum ætli að halda málefnum Reykjavíkurflugvallar í skotgröfunum með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð vallarins í Vatsmýri. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa þingmenn úr fjórum flokkum lagt fram þingályktunartillögu um að þjóðin fái að ákveða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir málefnum flugvallarins haldið í skotgröfunum. „Mér finnst merkilegt að þetta margir þingmenn vilji halda flugvallarumræðunni í þessum skotgröfum, hvort að völlurinn eigi að vera eða ekki Í Vatnsmýri, þegar sameiginleg vinna ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair benti á prýðilegan flugvallarkost sem verið er að fljúga yfir núna til þess að fullkanna. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að ná breiðri sátt um þann valkost frekar en að einblína umræðuna við með eða á móti Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri,“ segir Dagur. Í þingályktunartillögunni kemur fram að markmið hennar sé að þjóðin fái að hafa áhrif á hvar miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði í fyrirsjánlegri framtíð og að ljóst sé að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innanlands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Dagur segir að með ályktuninni sé verið að draga málið aftur til baka. „Ég held að núna séum við að komast á þann tímapunkt að öll gögn í málinu séu fyriliggjandi og hægt að fara að taka stórar ákvarðanir til langs tíma með aðkomu margra í breiðri sátt og þess vegna var ég svolítið undrandi að einhverjir vilji setja málið aftur á bak á þennan stað. Samfylking auk tvegga stjórnarflokkana, Viðreisnar og Bjartar framtíðar, koma ekki að tillögunni. „Mér finnst það endurspegla það sem hefur loðað við flugvallarmálið allt of lengi, það hefur verið í skotgröfunum allt of lengi. Mér finnst leiðinlegt að fólk vilji halda því þar í staðinn fyrir að far í miklu lausnamiðaðri nálgun,“ segir Dagur. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningmanna tillögunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi ekki útilokað að breytingar yrðu gerðar á tillögunni en í henni er einungis gert ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreisðlu en ekki bindandi en vilji hans er að ráðherra samgöngumála verði bundinn af ákvörðun þjóðarinnar. Dagur segist ætla bíða og sjá hvað gerist. Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Borgarstjóra finnst merkilegt að átján þingmenn úr fjórum flokkum ætli að halda málefnum Reykjavíkurflugvallar í skotgröfunum með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð vallarins í Vatsmýri. Eins og fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi hafa þingmenn úr fjórum flokkum lagt fram þingályktunartillögu um að þjóðin fái að ákveða framtíð Reykjavíkurflugvallar. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri segir málefnum flugvallarins haldið í skotgröfunum. „Mér finnst merkilegt að þetta margir þingmenn vilji halda flugvallarumræðunni í þessum skotgröfum, hvort að völlurinn eigi að vera eða ekki Í Vatnsmýri, þegar sameiginleg vinna ríkis, Reykjavíkurborgar og Icelandair benti á prýðilegan flugvallarkost sem verið er að fljúga yfir núna til þess að fullkanna. Ég held að það sé fullt tilefni til þess að ná breiðri sátt um þann valkost frekar en að einblína umræðuna við með eða á móti Reykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri,“ segir Dagur. Í þingályktunartillögunni kemur fram að markmið hennar sé að þjóðin fái að hafa áhrif á hvar miðstöð innanlands- og sjúkraflugs verði í fyrirsjánlegri framtíð og að ljóst sé að ríkir almannahagsmunir felast í greiðum samgöngum innanlands og að staðsetning flugvallarins og miðstöðvar innanlandsflugs hefur afar mikla þýðingu í því samhengi. Dagur segir að með ályktuninni sé verið að draga málið aftur til baka. „Ég held að núna séum við að komast á þann tímapunkt að öll gögn í málinu séu fyriliggjandi og hægt að fara að taka stórar ákvarðanir til langs tíma með aðkomu margra í breiðri sátt og þess vegna var ég svolítið undrandi að einhverjir vilji setja málið aftur á bak á þennan stað. Samfylking auk tvegga stjórnarflokkana, Viðreisnar og Bjartar framtíðar, koma ekki að tillögunni. „Mér finnst það endurspegla það sem hefur loðað við flugvallarmálið allt of lengi, það hefur verið í skotgröfunum allt of lengi. Mér finnst leiðinlegt að fólk vilji halda því þar í staðinn fyrir að far í miklu lausnamiðaðri nálgun,“ segir Dagur. Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata og einn flutningmanna tillögunnar sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi ekki útilokað að breytingar yrðu gerðar á tillögunni en í henni er einungis gert ráð fyrir ráðgefandi þjóðaratkvæðagreisðlu en ekki bindandi en vilji hans er að ráðherra samgöngumála verði bundinn af ákvörðun þjóðarinnar. Dagur segist ætla bíða og sjá hvað gerist.
Tengdar fréttir Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Segir tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu vegna flugvallarins skrítna Átján þingmenn úr röðum Sjálfstæðismanna, Framsóknar, Pírata og Vinstri grænna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að efnt skuli til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs skuli áfram vera í Vatnsmýrinni í Reykjavík. 1. apríl 2017 20:15