Njótum hátíðanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. desember 2017 12:23 Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Leiðarstefið um að hver dagur sé dýrmætur, hvert andartak og hver upplifun einstök eru skilaboð sem reynast mörgum flókin í amstri dagsins. Það er áskorun fólgin í því að staldra við og njóta, muna að lífið er ekki sjálfgefið og hver dagur er dýrmætur. Þegar jólin ganga í garð hugsar maður til þeirra sem standa manni næst og þeirra sem maður hefur misst. Sorgin blandast betri tilfinningum á borð við þakklæti og skilningi gagnvart því sem við fáum ekki breytt. Á lífsins leið þurfum við stundum að horfast í augu við staðreyndir og aðstæður sem við ekki skiljum og höfum ekki lausnir við. Flest höfum við gengið í gegnum lífsreynslu sem setur skarð í lífið og tilveruna. Ýmsir viðburðir á lífsins vegi reynast misstórir þröskuldar sem þarf að klífa yfir. Það skilur mann eftir, að minnsta kosti mig, með bæði lífsreglur og lærdóm. Lærdómurinn er að muna það á hverjum degi er mikilvægt að lifa lífinu lifandi. Lífið er nefnilega yndislegt og dýrmætt og því má ekki gleyma þó það dimmi fyrir á köflum. Í amstri dagsins gleymist stundum hvers vegna við séum að þessu öllu saman, þegar verkefnin virðast endalaus, alltaf hægt að gera meira, sinna fleiru, klára hitt og gera þetta. Sjálf tek ég gjarnan að mér hrúgu af verkefnum, vill sinna öllum vel, gera allt vel og hoppa á öll þau tækifæri sem bjóðast. En einhversstaðar þarna á milli er millivegur sem allir reyna að finna. Vegurinn þar sem þú nýtur lífsins í bland við öll verkefnin sem þú tekur að þér á hverjum degi. Og þá skiptir máli að verkefni dagsins séu þess virði. Stundum þarf að taka ákvörðun um að gera minna af því sem lætur mann ekki njóta hvers dags. Hvort sem það er að færri eða önnur verkefni, félagsskapur sem veitir manni ekki gleði eða að átta sig á því að hamingjan fæst hvergi keypt og að hún felist ekki í dauðum hlutum. Það getur verið erfitt og krefjandi að breyta háttum sínum og hugsunum en að sama skapi lífsnauðsynleg. Maður veit aldrei hvað næsti dagur ber í skauti sér og því verður maður að lifa lífinu núna. Við eigum að njóta hvers dags og vera sátt í dagslok því dagurinn verður ekki endurtekinn. Það tekst ekki alltaf, en að lokum stefnum við að því að eiga fleiri daga en færri sem maður nýtur. En svo verður maður líka að leyfa sér að líða illa þegar svo ber undir. Við erum eftir allt manneskjur, sem þurfum að fara vel með okkur, finna meðalveginn, njóta en líka gráta þegar þess er þörf. Þakklætið ætti að vera leiðarstef á góðu og slæmu dögunum. Þakklæti fyrir lífið og dýrðina í því og líka þakklætið sem maður finnur í sorginni, þakklætið fyrir allt það sem maður saknar. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og vona að nýja árið verði ykkur gæfuríkt.Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar